Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

20. fundur 12. september 2007 kl. 17:00 - 19:00

 Arnheiður Hjörleifsdóttir, Daniela Gross í forföllum Baldvins Björnssonar og Petrína Ottesen sem ritaði fundargerð. Bylgja Hafþórsdóttir boðaði forföll.

1.
Fundargerð 19. fundar umhverfis- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar lesin og samþykkt.
2.
Sorpmál í Hvalfjarðarsveit, - grendarstöð – græna tunnan. Nefndarmenn sammála um að leita eftir frekari upplýsingum. Samþykkt að kanna möguleika á þvi að fá fulltrúa frá Gámaþjónustu Vesturlands á næsta fund nefndarinnar.
3. Starfsleyfi:
a) Kynning á tillögu að starfsleyfi fyrir Olíudreifingu ehf í Hvalfirði lagt fram til frekari skoðunar. Nefndarmönnum falið að kynna sér málið frekar bæði á vetvangi og hjá Umhverfisstofnun. Sameiginleg vetvangsferð ákveðin þriðjudaginn 18. september kl. 16:30. Frestur til að skila athugasemdum við tillögu að starfsleyfi er til 26. október n.k.
b) Starfsleyfi Íslenska járnblendifélagsins ehf. Núverandi starfsleyfi ÍJ gildir til 2009. Nefndin samþykkti að leita til sérfræðinga varðandi þetta mál. Nefndarmönnum falið að kynna sér núverandi starfsleyfi fyrir næsta fund.
4. Aðgengi og aðkoma í Botnsdal. Ábendingar og fyrirspurnir hafa borist frá Umhverfisstofnun, Ferðafélagi Íslands og sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar um bágar merkingar o.fl. í Botnsdal. Arnheiði falið að vinna málið áfram.
Mál til kynningar:
1.
Evrópsk samgönguvika 16.-22. september Ítrekað frá síðasta fundi.
2. Umhverfisúttekt Sultartangalínu 3. Úttekt hefur ekki farið fram, var frestað vegna veðurs.
3.
Umhverfisviðurkenningar í Hvalfjarðarsveit 2007. Umhverfisviðurkenningar voru veittar í fyrsta sinn þann 11. ágúst s.l. Snyrtilegasta býlið í Hvalfjarðarsveit var valið Eystri-Leirárgarðar og fallegasti garðurinn að Hríshóli. Nefndarmenn óska verðlaunahöfum hjartanlega til hamingju. Nefndin er sammála um að vel hafi til tekist og vill gera slíkar viðurkenningar að árvissum viðburði.
4. Umsókn í styrktarsjóð EBÍ 2007. Umsókn hefur verið send til EBÍ í samstarfi við Björgunarfélag Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Sótt var um styrk til að merkja og bæta aðgengi um Síldarmannagötur.
4.
Hreinsun rotþróa við frístundahús í Hvalfirði. Anheiður upplýsti að hreinsun rotþróa við sumahús hefst í þessari viku.
5.
Ráðstefna um visthæfa orku í samgöngum 17. og 18. september nk. Lagt fram.
6.
Ráðstefna: Trjágróður til yndis og umhverfisbóta 27. september nk. Lagt fram
7. Umhverfisþing haldið 12-13 október. Lagt fram
8.
Önnur mál. Petrína óskaði eftir breytingu á fundardegi nefndarinnar. Verður skoðað.


Fleira ekki gert
Fundi slitið kl. 18:25
Petrína Ottesen
fundarritari
Næsti fundur verður 3. október n.k.

Efni síðunnar