Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

16. fundur 25. apríl 2007 kl. 16:15 - 18:15

Arnheiður, Baldvin, Daniela og Jóhanna, Gauti boðaði forföll. 

1. Fundargerðir.

Fundargerðir 14. og 15. fundar lesnar og undirritaðar

2. Hunda og kattasamþykktir fyrir Hvalfjarðarsveit.

Lesið var yfir hundasamþykkt, hún rædd og ákveðin endanleg gerð hennar. UogN leggur til að samþykkt um kattahald verði ekki sett að svo komnu máli. Arnheiður mun ganga frá drögum að hundasamþykkt.

3. Vorhreinsun í Hvalfjarðarsveit.

Lögð verður lokahönd á dreifibréf á næstu dögum og það sent í öll hús í sveitinni.

4. Malartekja Björgunnar í Hvalfirði.

Fleiri gögn, dagsett 20. apríl, varðandi malartöku í Hvalfirði bárust nefndinni í hendur í dag. Gögnunum verður dreift til nefndarmanna og fjallað um málið á næsta fundi hennar.

5. Umhverfisviðurkenningar.

Arnheiði var falið að leita eftir samstarfi við umhverfisnefndir nágrannasveitarfélaga varðandi afhendingu umhverfisviðurkenninga í haust.

6. Skólastefna

UogN var sammála um að mæla með því að skólarnir í Hvalfjarðarsveit skoði Grænfánaverkefnið sem hluta af stefnu skólanna í umhverfismálum. Arnheiði falið að setja hugmyndir UogN á blað til Stýrihóps um skólastefnu.

7. Mál til kynningar:

a. Niðurstöður fundar með félögum sumarhúsaeigenda:

Göngubrú yfir Laxá. Arnheiði falið að skrifa veiðifélagi Laxár til að kanna um möguleika á göngubrú yfir ána að ósk félags sumarhúsaeigenda í Svínadal.

b. Skiltamál og merkingar í sveitarfélaginu

c. Staðardagskrá 21

d. Opið hús í Hvalfjarðarsveit 31. mars sl.

8. Önnur mál.

a. Efnistaka í Hafnarlandi. UogN leggur áherslu á það við sveitarstjórn að gert verði að forgangsverkefni að mæla upp allar námur. Erindi þess efnis barst sveitarstjórn á 13. fundi hennar sem haldinn var 27. nóvember sl. en afstaða sveitarstjórnar í málinu liggur ekki fyrir. Með mælingum verður unnt að fygljast betur með efnistöku í námum.

b. Losun rótþróa. Arnheiður hafði samband við Gámaþjónustu Vesturlands, en þar er nú verið að skoða þessi mál fyrir nefndina.

c. Refa- og minkaeyðing. UogN fer þess leit við sveitarstjóra að ljúka samningum við refa og minkabana í síðasta lagi fyrir miðjan maí nk.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:15

næsti fundur nefndarinnar er fyrirhugaður 13. júní

Fundarr. Jóh. Harðard 

Efni síðunnar