Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 2006-2011

8. fundur 15. desember 2006 kl. 17:00 - 19:00

Arnheiður, Baldvin, Bylgja, Petrína, Jóhanna

  1. Sorphirðugjald

Arnheiður kynnti málið. Hún byrjaði á að bera nefndinni þakkir sveitarstjórnar fyrir vel unnin störf frá nýlegum fundi, en á  honum var samþykkt að vísa tillögu nefndarinnar til baka. Hún benti á að komið hefði fram hjá einum sveitarstjórnarmanna að í sameiningarviðræðum hefði verið lagt til grundvallar að gjaldið yrði 4000 krónur til sumarbústaða, en 5000 fyrir heimili. Arnheiður kvaðst ekki hafa viljað fella tillögu um að þessu máli yrði vísað inn í nefndina aftur til að hugur nefndarmanna til þessa kæmi í ljós.

Bylgja vildi láta bóka að sér finndist þetta ekkiásættanleg vinnubrögð og það vekti furðu hennar að koma ekki fyrr fram með sín rök þ.e. sameiningarviðræðurnar og afrakstur þeirra þ.e. hófsamar gjaldtökur.

Petrína sagði þetta mál vera afgreitt af hálfu nefndarinnar. Hún taldi þessa vinnu nefndarinnar stefnumótandi og vel unna, enda byggða á reikningum sveitarfélaganna fjögurra varðandi raunkostnað v. sorphirðu.

Baldvin velti fyrir sér hvers vegna þessu hafi verið vísað til nefndarinnar í upphafi ef niðurstaða um gjald hafi legið fyrir. Hann benti á að endanleg afgreiðsla væri í höndum sveitarstjórnar.

Jóhanna sagði að sér hefði fundist gjöldin mega vera lægri, en nefndin hafi tekið samhljóða ákvörðun sína miðað við þær forsendur sem legið hafi fyrir. Tillaga nefndarinnar sé aðeins tillaga til sveitarstjórnar sem geti breytt henni, t.d. ef sameiningarsamningur segi annað.

Arnheiður sagði það rétt, að ef einhver hefði viljað að sérstakar forsendur væru fyrir tillögum nefndarinnar hefði verið gott að fá þær fram fyrr. Hún vildi fá afstöðu nefndarmanna um hvort nefndin vildi breyta tillögunni eða hvort ætti að senda hana aftur til sveitarstjórnar.
Nokkrar umræður urðu um forsendur tillögu nefndarinnar sem einkenndust af að nefndarmönnum fannst málið vera fullunnið af hálfu nefndarinnar og komið í hendur sveitarstjórnar til ákvarðanatöku.

Petrína lagði fram munnlega tillögu um að erindinu yrði vísað aftur til sveitarstjórnar óbreyttu. Hún var samþykkt samhljóða.

Jóhanna lagði fram tillögu að bókun frá nefndinni:

Umhverfis og náttúruverndarnefnd leggur áherslu á að sorphirðumál séu mjög mikilvægur málaflokkur og að nefndin hafi lagt í mikla vinnu við hann og borið fram tillögu út frá þeim forsendum sem lágu fyrir (vísast til fundargerða 7. fundar nefndarinnar). Nefndin telur sig ekki hafa fengið neitt nýtt í hendur sem breytt geti niðurstöðum og leggur hana því aftur í hendur sveitarstjórnar sem taki endanlega ákvörðun um sorphirðugjald á eigin forsendum.

Bókunin samþykkt samhljóða.

 

Fundi slitið kl rúmlega 18:00

 

 

Efni síðunnar