Fara í efni

Sveitarstjórn

203. fundur 08. september 2015 kl. 16:00 - 18:00

Björgvin Helgason oddviti, Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti, Jónella Sigurjónsdóttir 

vararitari, Ása Helgadóttir aðalmaður, Stefán Ármannsson aðalmaður, Ólafur Ingi 

Jóhannesson 1. varamaður og Brynja Þorbjörnsdóttir 2. varamaður.

 

 

Skúli Þórðarson  sveitarstjóri, ritaði fundargerð.

Björgvin Helgason, oddviti setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna til fundar og 

síðan var gengið til áður boðaðrar dagskrár.

 

Daníel Ottesen og Hjördís Stefánsdóttir boðuðu forföll.

1.   1508003F - Sveitarstjórn - 202

 

Fundargerð framlögð.

 

2.   1508002F - Fræðslu- og skólanefnd - 120

 

Fundargerð framlögð.

BH fór yfir fundargerðina.

 

2.1.  1508010 - Styrkumsókn í íþróttasjóð

 

Fræðslu- og skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja 

framlagða styrkumsókn í íþróttasjóð að því gefnu að staðfesting um 

þátttöku liggi fyrir.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu: 

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita Sylvíu Mist 

Bjarnadóttur umbeðinn styrk úr íþróttasjóði." 

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

2.2.  1508019 - Starfsáætlun Heiðarskóla 2015-2016.

 

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir starfsáætlun Heiðarskóla 

2015-2016."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

3.   1509006 - 31. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.

 

Fundargerð framlögð.

JS fór yfir og kynnti einstaka liði fundargerðarinnar.

 

4.   1509002 - Fjárhagsáætlun 2016-2019.

 

Forsendur og verkáætlun fjárhagsáætlunargerðar 2016

 

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri kynnti og fór yfir forsendur og verkáætlun 

fjárhagsáætlunargerðar 2016.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðar forsendur og 

verkáætlun. Þá samþykkir sveitarstjórn að tilnefna Ásu Helgadóttur, 

Björgvin Helgason og Daníel Ottesen í starfshóp um gerð 

fjárhagsáætlunar 2016."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

5.   1509004 - Tillaga frá Skorradalshreppi, um að fá áheyrnarfulltrúa til 

setu á fundum Faxaflóahafna-Tillögunni var vísað til eigenda 

fyrirtækisins.

 

Erindi frá Faxaflóahöfnum.

 

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við 

tillöguna en áréttar þó að verði hún samþykkt, óskar Hvalfjarðarsveit 

einnig eftir heimild til að skipa áheyrnarfulltrúa í stjórn Faxaflóahafna."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

6.   1508015 - 10. fundur landbúnaðarnefndar.

 

Tilnefning á skilamanni í Oddstaðarétt, í stað Jóns Ottesens.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að tilnefna Guðbjart 

Stefánsson sem skilamann í Oddsstaðarétt í stað Jóns Ottesens sem 

beðist hefur lausnar."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

7.   1509007 - Ósk um fjárstuðning vegna reksturs Hernámssetursins á 

Hlöðum.

 

Erindi frá Guðjóni Sigmundssyni.

 

BÞ tók til máls og greindi frá þeirri afstöðu sinni að ekki væri rétt að veita 

rekstrar- eða fjárfestingarstyrk til safnsins eða annars reksturs í 

sveitarfélaginu og kallaði eftir því að sveitarstjórn mótaði stefnu um 

nýtingu félagsheimila með hagsmuni íbúa að leiðarljósi.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins 

en samþykkir jafnframt að fela oddvita, sveitarstjóra og Jónellu 

Sigurjónsdóttur, formanni menningar- og atvinnuþróunarnefndar að fara 

yfir erindið og ræða við bréfritara." 

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum. BÞ sat hjá 

við afgreiðsluna.

 

8.   1509008 - Tölvubúnaður leik- og grunnskólans og fartölvukostur 

kennara.

 

Erindi frá skólastjóra Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

 

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu til gerðar 

fjárhagsáætlunar ársins 2016."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

 

9.   1509001 - Rekstraryfirlit janúar-júní 2015.

 

Frá fjármálastjóra.

 

Rekstrar yfirlit framlagt.

 

10.   1509005 - 134. og 135. fundur stjórnar Faxaflóahafna sf.

 

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

 

11.   1502013 - Skýrsla sveitarstjóra.

 

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri kynnti nokkur af helstu verkefnum sínum frá 

síðasta sveitarstjórnarfundi.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:25 .

Efni síðunnar