Fara í efni

Sveitarstjórn

192. fundur 10. mars 2015 kl. 16:00 - 18:00

Björgvin Helgason oddviti, Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti, Jónella Sigurjónsdóttir 

vararitari, Ása Helgadóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður og Ólafur Ingi 

Jóhannesson 1. varamaður.

 

Skúli Þórðarson  sveitarstjóri, ritaði fundargerð.

 

Björgvin Helgason oddviti setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til 

fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.

 

Oddviti leitaði afbrigða um að bæta á dagskrá fundarins sem 14. dagskrárlið; "Skýrsla 

sveitarstjóra." og var það samþykkt með 6 atkvæðum.

 

Stefán G. Ármannsson boðaði forföll.

Hjördís Stefánsdóttir boðaði forföll vegna veðurs.

1.   1502003F - Sveitarstjórn - 191

 

Fundargerðin framlögð.

 

2.   1502041 - Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2014.

 

Seinni umræða.

 

Oddviti lagði Ársreikning Hvalfjarðarsveitar 2014 fram til síðari umræðu og 

afgreiðslu í sveitarstjórn ásamt eftirfarandi bókun:

"Rekstrarafgangur ársins 2014 nam 4,5 millj. kr. Tekjur ársins námu 632 

millj. kr. og voru um 20 millj. kr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir. 

Rekstrargjöld námu 644 millj. kr. og hækkuðu um 37 millj. kr. frá árinu 

2013. Til fræðslumála, sem er langstærsti málaflokkurinn, var varið 384,4 

millj. kr. sem er 63,5 % af skatttekjum. Veltufé frá rekstri nam 42,9 millj. 

kr. og veltufjárhlutfall var 0,5. Heildarfjárfesting ársins nam 237,1 millj. kr. 

og handbært fé í árslok var 660 þús. kr. 

Megin niðurstaða efnahagsreiknings er að fastafjármunir nema 2.320 

millj. kr. og eignir samtals 2.367 millj. kr. Skuldir og skuldbindingar nema 

samtals 285,9 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins var í árslok 2.082 millj. kr."

Reikningurinn borinn undir atkvæði og var hann samþykktur með 6 

atkvæðum.

Að lokinni afgreiðslu undirrituðu sveitarstjórnarmenn framlagðan 

ársreikning.

 

3.   1503009 - Aðalfundarboð-Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi-Símenntunarmiðstöðin-Heilbrigðisnefnd-Sorpurðun og 

Vesturlandsstofa.

 

Aðalfundirnir verða haldnir á Hótel Hamri, Borgarnesi miðvikudaginn 25. 

mars n.k..

 

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu um skipan aðal- og varamanna á 

eftirtalda aðalfundi sem haldnir verða þann 25. mars nk.:

 

Á aðalfund Heilbrigðisnefndar Vesturlands kl. 11:00

Aðalmaður: Ása Helgadóttir

Varamaður: Björgvin Helgason

Á aðalfund Sorpurðunar Vesturlands kl. 12:45

Aðalmaður: Ása Helgadóttir

Varamaður: Björgvin Helgason

Á aðalfund SSV kl. 14:30

Aðalmenn: Ása Helgadóttir og Björgvin Helgason

Varamenn: Daníel Ottesen og Skúli Þórðarson

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

 

4.   1503010 - Aðalfundaboð Spalar, 20. mars 2015.

 

Aðalfundurinn verður haldinn föstudaginn 20. mars 2015.

 

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu um skipan aðal- og varamanns á 

aðalfund Spalar sem haldinn verður þann 20. mars nk. kl. 11:00:

Aðalmaður: Stefán G. Ármannsson

Varamaður: Daníel Ottesen

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

 

5.   1503011 - Boðun XXIX. landsþings sambandsins.

 

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 2. mars 2015.

 

Framlagt bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til 

XXIX Landsþings sambandsins þann 17. apríl nk.

Kjörnir fulltrúar Hvalfjarðarsveitar á landsþing eru:

Aðalmaður: Björgvin Helgason, oddviti

Varamaður: Arnheiður Hjörleifsdóttir, varaoddviti

 

6.   1503016 - Minka- og refaeyðingar í Hvalfjarðarsveit.

 

Endurskoðun á fyrirkomulagi minka- og refaeyðingu í Hvalfjarðarsveit.

 

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela landbúnaðarnefnd að 

taka til heildarendurskoðunar allt er varðar refa- og minkaeyðingu í 

sveitarfélaginu."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

 

7.   1503019 - Lántaka.

 

Lánssamningur við Landsbankann.

 

Framlagður lánssamningur milli Hvalfjarðarsveitar og Landsbankans hf. 469 

vegna lántöku að fjárhæð kr. 222,2 milljónir.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan lánssamning milli 

Hvalfjarðarsveitar og Landsbankans hf. Umrætt lán, kr. 222,2 milljónir, 

sem tekið er vegna fjármögnunar á ljósleiðaraverkefni sveitarfélagsins, er 

til 20 ára og ber 4,30% verðtryggða vexti. Lántökugjald er 0,6%. Lánið er 

án umfram- og uppgreiðslugjalds og án utanaðkomandi trygginga. 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita lánssamninginn og tilheyrandi 

skjöl vegna lántökunnar"

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

 

8.   1503017 - Rekstraryfirlit janúar 2015.

 

Frá fjármálastjóra.

 

Rekstraryfirlit Hvalfjarðarsveitar fyrir janúarmánuð 2015 lagt fram til 

kynningar.

 

9.   1501015 - IGF - Sorp - framlenging á samningi

 

Frá Akraneskaupsstað, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og 

Skorradalshreppi.

 

Lagt fram til kynningar bréf framkvæmdastjóra Akraneskaupstaðar, 

Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og oddvita Skorradalshrepps þar sem 

Íslenska gámafélaginu ehf. er tilkynnt um framlengingu samnings um 

sorphirðu um eitt ár eða til 31. ágúst 2016.

 

10.   1406013 - Tilkynning frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu um 

styrkveitingu til framkvæmda við göngustíga uppgræðslu og 

öryggisframkvæmdir við Glym í Botnsdal í Hvalfirði.

 

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur staðfest tillögu stjórnar 

Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um fyrstu úthlutun sjóðsins á árinu 

2015, 830.000 kr.

 

Bréf atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins lagt fram.

AH fagnaði úthlutun fjárstyrks til þessa brýna verkefnis og greindi hún 

m.a. frá því að áhersla varðandi úrbætur við Glym felist í endurbótum á 

göngustígum. Fundur er fyrirhugaður í næstu viku með landeigendum þar 

sem farið verður yfir framkvæmdir sumarsins.

 

11.   1503008 - Yfirlit yfir endanleg framlög jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á 

árinu 2014.

 

Frá Jöfnunarsjóði.

 

Til kynningar lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um framlög 

sjóðsins til Hvalfjarðarsveitar á árinu 2014.

 

12.   1503012 - 825. og 826. fundir Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lagðar fram til 

kynningar.

 

13.   1503013 - 129. fundur Faxaflóahafna.

 

Fundagerðin lögð fram til kynningar.

 

14.   1502013 - Skýrsla sveitarstjóra.

 

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá 

síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:30 

Efni síðunnar