Fara í efni

Sveitarstjórn

164. fundur 05. febrúar 2014 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, Ása Helgadóttir varaoddviti, Sævar Ari Finnbogason ritari, Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður, Arnheiður Hjörleifsdóttir vararitari, Stefán Ármannsson aðalmaður og Halldóra Halla Jónsdóttir aðalmaður.


Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til aukafundar og
var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.
Að auki sat fundinn sveitarstjóri og ritaði fundargerð

1.
1402001 - Beiðni um aukafund í sveitarstjórn.
Erindi frá Hallfreði, Arnheiði og Stefáni.

A) Stjórnsýslukæra á hendur sveitarfélaginu vegna synjunar Hvalfjarðarsveitar um að leggja ljósleiðara að lögheimili íbúa Hvalfjarðarsveitar í Grafardal.

B) Upplýsingar um hvort aðilar í Hvalfjarðarsveit sem ekki eru með skráð lögheimili í sveitarfélaginu hafi fengið eða fái ívilandi samþykki um ljósleiðaratengingu.

C) Beiðni um gögn og upplýsingar varðandi stöðu framkvæmdaleyfis vegna framkvæmdarinnar.

 


SSJ fór yfir fundarboðið. HV gerði grein fyrir erindinu. Rakti efnisatriði beiðninnar um aukafund. LJ rakti ákvörðunarferil ljósleiðaramálsins og greindi frá samskiptum við kæranda og Innanríkisráðuneyti vegna kærunnar. Gerði grein fyrir að ekki hefðu verið gerðar neinar ívilnandi samþykktir á borð við það sem spurt er um í fyrirspurn. LJ rakti ennfremur stöðu mála varðandi framkvæmdaleyfi og aðra leyfisöflun. AH spurðist fyrir varðandi hvort fyrir lægi formleg stjórnsýslukæra eða aðeins erindi. Ræddi bréf IRR varðandi erindið og að öll sjónarmið hafi ekki náð fram að ganga. Hver sækir um framkvæmdaleyfið? SSJ ræddi erindið og umfjöllum um ákvörðun sveitarstjórnar og umræður frá fundi sveitarstjórnar frá 22. janúar varðandi við hvað skuli miðað varðandi ljósleiðara. HV ræddi framlagðan tölvupóst varðandi stjórnsýslukæruna sem sendur var til IRR frá Guðbrandi Jónssyni hdl sem lagður var fram á fundinum. LJ svaraði framkomnum fyrirspurnum en benti á að hún hefði ekki séð þann tölvupóst sem HV lagði fram á fundinum og kveðst þurfa að skoða það mál betur. LJ kvaðst þó hafa fengið símhringingu frá blaðamanni sem spurði um ljósleiðaralagningu í Kalastaðakot sem rædd er í framlögðum
tölvupósti. Í framhaldinu hafi hún kannað hjá verkefnisstjóra hvernig í málinu lagi og ljóst sé að mistök hafi verið gerð í því tilfelli sem þar er nefnt, en þó sé ekki búið að tengja ljósleiðara í Kalastaðakoti. SAF ræddi umsókn um framkvæmdaleyfi. Ræddi erindið, stjórnsýslukæru og boðun til aukafundar. SÁ ræddi fundarboðun til aukafundar. Ræddi tillögur frá 149 fundi en upptaka frá þeim fundi er ekki tiltæk vegna tæknilegra atriða. AH ræddi fundarboðun til aukafundar. Ræddi lagningu ljósleiðara. Ræddi samþykkt sveitarstjórnar varðandi viðmið um ljósleiðaratengingu. Ræddi sjónarmið varðandi svör til IRR varðandi stjórnsýslukæru. Áhyggjur vegna stöðvunar framkvæmda. Ræddi kostnað við aukafundi og fundi með lögmönnum og sérfræðingum. Lýsti áhyggjum varðandi mistök við lagningu og tengingu húsa. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SAF ræddi leyfisveitingar og framkvæmdir. Ræddi boðun aukafundar. Ræddi framkominn tölvupóst og vísaði til að HV hefði betur sent póstinn áfram í stað þess að leggja hann fram á fundinum. Taldi að sveitarstjórnarmenn hefðu verið betur undirbúnir til þess að fjalla um málið ef það hefði komið fram á reglubundnum fundi sveitarstjórnar. HV svaraði framkomnum fyrirspurnum.

 

AH SÁ og HV leggja fram eftirfarandi tillögu; Undirrituð leggja til að miða skuli við ljósleiðaratengingar í Hvalfjarðarsveit að lögbýlum, íbúðarhúsum og þar sem gefin hafa verið út byggingarleyfi fyrir 23. apríl 2013.

 

SSJ lagði til að fresta afgreiðslu tillögunnar.

 

Tillaga um frestun.

Samþykkt með 4 atkvæðum SSJ, HHJ ÁH og SAF. SÁ, AH og HV greiða atkvæði gegn tillögu um frestun.
Fleira gerðist ekki.

 

Efni síðunnar