Fara í efni

Sveitarstjórn

141. fundur 22. janúar 2013 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, Ása Helgadóttir varaoddviti, Sævar Ari Finnbogason ritari, Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður, Stefán Ármannsson aðalmaður, Halldóra Halla Jónsdóttir vararitari og Björgvin Helgason 1. varamaður.


Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Oddviti leitaði afbrigða að taka lið 6, mál 1301007, fyrst á dagskrá. Samþykkt samhljóða. Bæta við lið 5 mál 1301018, 11. fundargerð starfshóps um ljósleiðaravæðingu. Samþykkt samhljóða. Lagði fram við lið 2, 1301015 fundargerð fræðslu- og skólanefndar, liður 6, verkferlar. Samþykkt samhljóða. KHÓ sat fundinn undir lið 5. Að auki sat sveitarstjóri(LJ) fundinn ritaði fundargerð. BH vék af fundi kl. 18.35.

1. 1212005F - Sveitarstjórn - 140


Sveitarstjóri ræddi lið 7, lið 9 og lið 15. Fundargerðin framlögð.

2. 1301015 - 96. fundur fræðslu- og skólanefndar.


A) Fundargerð B) Verkferlar Skýjaborgar, tillaga um útreikning barngilda.

A) ÁH fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Lagði til að samþykkja lið 6, verkferla og lið 11 tómstundaávísanir. B) Verkferlar Skýjaborgar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. SAF ræddi tómstundaávísanir, fundargerðina, mætingu og fundarsetu. SÁ ræddi fundarsetu. Tómstundaávísanir liður 11. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

Fundargerðin framlögð.


3. 1301016 - 13. fundur menningar- atvinnuþróunarnefndar.


SSJ ræddi að gæta jafnræðis varðandi styrkveitingar til þorrablóta. SAF ræddi styrkveitingar og stuðning í formi húsaleigu varðandi félagsheimili. ÁH lagði til að veita styrk til þorrablóta með húsaleigustyrk. HV ræddi styrkveitingar og eignahald Þrasta í Miðgarði. Lagði til að samþykkja styrkveitingu varðandi þorrablót að Hlöðum. Styður tillögu um að stykja þorrablót að Hlöðum um 85 þúsund. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. Tillaga um að styrkja umf Þresti um húsaleigu að Miðgaði komi til þess.

Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. Fundargerðin framlögð


4. 1301017 - 14. fundur starfshóps vegna hitaveituvæðingar.


LJ gerði grein fyrir að leitað hafi verið tilboða í samræmi við lið 1, varðandi hitastigulsholur. Gerði grein fyrir að fyrir liggur að senda þeim aðilum sem helst koma til greina varðandi jarðhitaleit bréf varðandi heimild til að kanna möguleika á jarðhita. Lagði til að samið verði við lægst bjóðanda, Ræktunarsamband Flóa- og Skeiða þegar fyrir liggur samþykki landeigenda um hitaleit. HV gerði grein fyrir að hann er einn af landeigendum sem til greina kemur að bora hjá og óskar eftir að víkja af fundi. HHJ gerði grein fyrir að faðir hennar er einn af landeigendum og óskar að víkja af fundi. ÁH ræddi erindið og lagði til að samþykkja erindið. SAF lagði til að samþykkja fram komna tillögu. BH lagði til að samþykkja fram komna tillögu og ræddi nýlegar fréttir varðandi Geldingaá. ÁH ræddi fram komna hugmynd varðandi jarðhita við Geldingaá og að skoða þann möguleika nánar. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna að samkomulagi við landeigendur varðandi borun og hitavatnsréttindi. Samþykkt samhljóða. 5-0. Tillaga um að samið verði við lægst bjóðanda, Ræktunarsamband Flóa- og Skeiða þegar fyrir liggur samþykki landeigenda. Tillagan samþykkt samhljóða 5-0. HV og HHJ taka aftur þátt í fundinum. Fundargerðin framlögð.


5. 1301018 - 10. og 11. fundur starfshóps um ljósleiðaravæðingu.


SAF gerði grein fyrir fundargerðunum. Ræddi ljósleiðaravæðingu Skeiða- og Gnúpverja en þar var ljósleiðari nýlega tekinn í notkun. Ræddi lið 1 í fundargerðinni, framkvæmdaáætlun. Lagði til í samræmi við samþykkt starfshópsins að miða skuli hönnun kerfisins við tengingu íbúðarhúsa og miða skuli við fasta búsetu 22. janúar 2013. BH ræddi hvernig verði með húsnæði sem rís eftir þessa dagsetningu. HV ræddi fram komna fyrirspurn. Lagnaleiðir og styttingu leiða. ÁH ræddi hönnun og hverfi sem nú þegar er búið að veita byggingarleyfi. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. Ræddi gjaldskrármál og lagningu ljósleiðara um sveitarfélagið. BH ræddi fram komna hugmynd varðandi lagnaleiðir. HV ræddi að horfa til staða sem búið er að gefa út byggingarleyfi fyrir. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. SÁ styður hugmyndir varðandi að miða skuli við hús með byggingarleyfi. SSJ ræddi fram komnar hugmyndir. SSJ lagði til í samræmi við samþykkt starfshópsins að miða skuli hönnun kerfisins við tengingu íbúðarhúsa og að miðað skuli við fasta búsetu 22. janúar 2013. ÁH óskar eftir fundarhléi. Samþykkt. Að afloknu fundarhléi. SAF lagði fram tillögu um að vísa fram kominni tillögu í 4. punkti í 1. lið í fundargerðinni aftur til starfshópsins og til skoðunar í samræm við umræður er varða tengingar. Tillagan samþykkt samhljóða 6-0. SSJ situr hjá. Fundargerðirnar fram lagðar. BH víkur af fundi.


6. 1301007 - Afskriftir.


A) Afskrift á þing- og sveitasjóðsgjöldum B) Afskriftir krafna. Erindi frá

fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.


KHÓ fór yfir erindið og lagði til að samþykkja A) afskriftir á þing- og sveitarsjóðsgjöldum kr 45.059. Samþykkt samhljóða 7-0. B) viðskiptakröfur í bókhaldi fyrir árið 2012 skv. lista kr. 456.875. HV spurðist fyrir varðandi uppboðsbeiðni er varðar fasteignagjöld. KHÓ og LJ svöruðu fram komnum spurningum. Tillagan um afskriftir samþykkt samhljóða 7-0.


7. 1301022 - Beiðni um viðræður varðandi kaup á mannvirkjum og kaup á köldu vatni

Erindi frá Fjarðarskel ehf., dagsett 17. janúar 2013.


Sveitarstjóri fór yfir erindið og lagði til að fela oddvita og sveitarstjóra að ræða við bréfritara. SÁ spurðist fyrir hvort um er að ræða fyrri eignir Atlandsskeljar. SSJ ræddi erindið. SAF ræddi erindið. HV ræddi erindið. Tillagan samþykkt samhljóða 6-0.


8. 1301023 - Varðandi samþykkt um hundahald í Hvalfjarðasveit.

Erindi frá Veigari Jökulssyni, dagsett 18. janúar 2013.


LJ ræddi erindið og að fram komnar ábendingar og óskaði eftir heimild til þess að fara yfir samþykktir um hundahald og skoða jafnframt ábendingar bréfritara og skoða samþykktir annarra sveitarfélaga. Tillagan samþykkt samhljóða 6-0.


9. 1102017 - Mannauðsstefna.


Áður á dagskrá 8. janúar. Uppfærð með athugasemdum sem borist hafa.


LJ gerði grein fyrir að kynning hefur farið fram í nefndum og ráðum og breytingar komnar inn í tillöguna. SÁ ræddi lið 1 grein. Tillagan samþykkt samhljóða 6-0.


10. 1301013 - Skipurit


Frá sveitarstjóra.

Sveitarstóri fór yfir erindið og lagði til að samþykkja skipuritið. Tillagan samþykkt samhljóða 6-0.


11. 1301020 - Til umsagnar frumvarp til laga um náttúruvernd (heildarlög), 429. mál.


Frá Alþingi, dagsett 17. janúar 2013. Þegar sent form. USN nefndar og skipulags- og byggingarfulltrúa.


Erindið framlagt


12. 1301019 - 105. fundur Faxaflóahafna.


Fundargerðin framlögð

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.05 .

Efni síðunnar