Fara í efni

Sveitarstjórn

125. fundur 10. apríl 2012 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Stefán Ármannsson.


Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.
Í upphafi leitaði oddviti afbrigða að taka mál 1204015 deiliskipulagsbreyting Eystri Leirárgarða ehf, Bugavirkjun til afgreiðslu. Samþykkt samhljóða. Verður mál nr. 13 í fundargerðinni. Að auki sátu fundinn launa- og fjármálafulltrúi (KHÓ) undir lið 5, 7, og 13. Skipulags- og byggingarfulltrúi HHK sat fundinn undir lið 13 ásamt sveitarstjóra(LJ) sem ritaði fundargerð.

1. 1203002F - Sveitarstjórn - 124


Fundargerðin framlögð.


2. 1204007 - 3. og 4. fundur ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar.

Ásamt skýrslu Ungmennaþings 2012.

Fundargerðirnar framlagðar.


3. 1204008 - 7. fundur stýrihóps um skólastefnu 2012-2015.


BMA gerði grein fyrir efnisatriðum fundargerðarinnar og lagði til frestun á lið 2. Samþykkt samhljóða 7-0. Fundargerðin framlögð.


4. 1204010 - 7. fundur nýsköpunarsjóðs Hvalfjarðarsveitar.


SAF gerði grein fyrir efnisatriðum fundargerðarinnar, breytingum á fyrirkomulagi varðandi styrkbeiðnir og breytingum á erindisbréfi stjórnar og óskaði eftir að fá umboð til þess að koma með breytingar á erindisbréfinu til sveitarstjórnar. Tillagan samþykkt samhljóða. Sveitarstjórn hefur áður samþykkt fjórða lið fundargerðarinnar með tölvupósti á milli funda. Það staðfestist hér með. Fundargerðin framlögð.

5. 1203036 - Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2011.


Síðari umræða.

 

LJ gerði grein fyrir fyrirspurnum frá HV sem bárust í dag. HV ræddi fyrirspurnir sem E listi hefur lagt fram. ÁH þakkaði starfsfólki gögn varðandi ársreikning Hvalfjarðarsveitar. KHÓ gerði grein fyrir fyrirspurnum og að með nýjum sveitarstjórnarlögum fellur niður að kjörnir skoðunarmenn skoði ársreikning, gerði grein fyrir undirritun ársreiknings. SSJ lagði til að samþykkja ársreikninginn. Ársreikningur 2011 samþykktur samhljóða 7-0.

6. 1203046 - Beiðni um breytingu á texta í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar.

Erindi frá Kristjáni Jóhannessyni.


LJ gerði grein fyrir ritvillu í texta aðalskipulagsins þar sem stendur 2 mW og ræddi þá tillögu sem fram kemur í erindinu varðandi breytingu aðalskipulagi um heimild til nýtingar vind- og sólarorku. Lagði til að leiðrétting verði gerð við næstu breytingu á aðalskipulagi. SAF ræddi erindið og að erindið varðandi vind- og sólarorku verði skoðað við endurskoðun aðalskipulagsins. ÁH ræddi erindið. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


7. 1204001 - Afskrift á þing- og sveitasjóðsgjöldum.


Erindi frá Sýslumanninum í Borgarnesi, dagsett 29. mars 2012.


KHÓ gerði grein fyrir erindinu og lagði til að samþykkja afskriftirnar. Tillagan samþykkt 7-0.


8. 1204002 - Athugasemdir og ábendingar sem varða mótun stefnu um raflínur í jörð.


Erindi frá iðnaðarráðuneytinu, dagsett 23. mars 2012.


SSJ lagði til að vísa erindinu til USN nefndar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


9. 1204006 - Veiting prókúru á bankareikninga Hvalfjarðarsveitar

Erindi frá sveitarstjóra með vísan til 4.mgr 55. grein í sveitarstjórnarlögum.

SSJ lagði til að samþykkja prókúru á reikninga sveitarfélagsins til Kristjönu Helgu Ólafsdóttur sem sér um allar greiðslur fyrir sveitarfélagið. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0

10. 1204009 - Umboð á aðalfundi Hitaveitufélags Hvalfjarðar


Sjá 13. gr. í samþykktum.


LJ gerði grein fyrir lögfræðiáliti sem unnið hefur verið fyrir Hvalfjarðarsveit varðandi ábyrgð sveitarfélagsins á rekstri og skuldbindingum Hitaveitufélags Hvalfjarðar og að fyrirtæki sem er í yfir 50% eigu sveitarfélags sé skylt að fá löggiltan endurskoðanda að reikningum. Erindið var sent til IRR í júlí sl. varðandi álitsgjöf en svar hefur ekki borist frá Innanríkisráðuneytinu. SAF lagði til að fulltrúi Hvalfjarðarsveitar á

aðalfundi Hitaveitufélagsins verði Sigurður Sverrir Jónsson. Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum HV situr hjá við afgreiðsluna.


11. 1204011 - Styrkbeiðni vegna vinnu við Hjólabókina - 2. bók: Vesturland.

Erindi frá Ómari Smára Kristinssyni.


SSJ lagði til að erindinu verði vísað til afgreiðslu þegar aðrar umsóknir verða afgreiddar varðandi úthlutun úr Styrktarsjóði Hvalfjarðarsveitar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


12. 1204013 - Skipan varðandi ljósleiðaramál.


SSJ ræddi skipan í starfshóp, óskaði eftir tilnefningu E lista í starfshópinn og lagði til að Sævar Ari Finnbogason og sveitarstjóri taki sæti í starfshópnum. HV ræddi erindið og E listi væri ekki tilbúinn með tilnefningu á þessum fundi. AH ræddi erindið og að ekki liggur fyrir erindisbréf starfshópsins og ræddi tilnefningu í hópinn. SAF ræddi erindið og skipun í starfshóp og erindið. AH ræddi erindið og að ekki hafi legið fyrir gögn varðandi málið fyrir þennan fund. SAF lagði til að drög að erindisbréfi liggi fyrir á næsta fundi og að skipan sé starfshópsins frestað. Tillagan samþykkt 7-0.


13. 1204015 - Deiliskipulagsbreyting Eystri Leirárgarðar ehf. Bugavirkjun með Umhverfisskýrslu.


SSJ og HHK fóru yfir erindið og HHK lagði til að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna. SAF fór yfir erindið og gerði grein fyrir að USN nefnd hefur samþykkt erindið á milli funda og leggur til að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst. SAF lagði fram eftirfarandi bókun USN nefnda; Umhverfis,- skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún auglýsi fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu ásamt matsskýrslu á umhverfisáhrifum áætlunarinnar með þeim fyrirvara að skipulagið verði ekki staðfest nema ráðherra samþykki að veita undanþágu vegna staðsetningar stöðvarhúss, enda húsið smátt í sniðum og að tryggt sé að framkvæmdin hefti ekki för fótgangandi meðfram ánni. AH ræddi erindið. Tillaga að bókun samþykkt samhljóða 7-0.


14. 1204014 - Rekstraryfirlit jan. - feb. 2012.

KHÓ fór yfir rekstraryfirlitið. Yfirlitið framlagt.


15. 1202029 - Aðkoma Hvalfjarðarsveitar að verkefnum á vegum Markaðsstofu Vesturlands.


Svarbréf Hvalfjarðarklasans varðandi Markaðsstofu Vesturlands.


AH gerði grein fyrir að hún hefði talið hér um mál til kynningar að ræða og fór fram á atkvæðagreiðslu um hæfi sitt þar sem hún er meðlimur í Hvalfjarðarklasanum. Arnheiður var kjörin hæf 7-0.
SSJ ræddi erindið og taldi ekki forsendur til að verða við styrkumsókn

Markaðsstofu Vesturlands frá 9. febrúar þar sem fyrir liggi að Hvalfjarðarklasinn ætli ekki að vinna með Markaðsstofunni að umræddum verkefnum. Erindinu hafnað með 4 atkvæðum SAF, SSJ, ÁH og BMA. SÁ, HV og AH sátu hjá.


16. 1203013 - Efling sveitarstjórnarstigsins í landinu.


Frá Innanríkisráðuneytinu, dagsett 21. mars 2012. Rétt skýrsla.


Erindið framlagt.


17. 1203045 - Grunur um eitrun í hrossum af völdum flúors og/eða þungmálma.


Skýrsla frá Matvælastofnun, dagsett 19. mars 2012.

Erindið þegar sent til USN nefndar. Erindið framlagt.

18. 1204003 - Kerfisáætlun Landsnets 2012.

Kerfisáætlun 2012-2016 auk langtímaáætlunar til árs 2026 frá Landsneti liggur frammi.


SSJ lagði til að vísa erindinu til USN nefndar. Tillagan samþykkt samhljóða.

19. 1203053 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um tímasetta áætlun um yfirfærslu heilsugæslunnar frá ríki til sveitarfélaga, 220. mál.


Frá Alþingi, dagsett 27. mars 2012. Þegar sent formanni fjölskyldunefndar og félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar.


Erindið framlagt.


20. 1203052 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, 120. mál.


Frá Alþingi, dagsett 26. mars 2012. Þegar sent formanni fjölskyldunefndar og félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar.


Erindið framlagt.


21. 1204004 - Ársskýrsla lögreglustjórans í Borgarfirði og Dölum.


Skýrslan liggur frammi.


Ársskýrslan framlögð.


22. 1204005 - Ársskýrsla Sambands íslenskra sveitarfálaga 2011.


Skýrslan liggur frammi.


Ársskýrslan framlögð.

 

23. 1203011 - XXVI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.


Fundargerð frá landsþinginu er framlögð.


24. 1204012 - 48. - 50. fundur stjórnar Akranesstofu.


Fundargerðirnar framlagðar.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:15

Efni síðunnar