Fara í efni

Sveitarstjórn

118. fundur 29. nóvember 2011 kl. 16:15 - 18:15

Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Stefán Ármannsson.


Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritaði fundargerð.


Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Að auki sat sveitarstjóri fundinn og ritaði fundargerð.

 

1. 1111001F - Sveitarstjórn - 117


Fundargerðin framlögð.


2. 1111003F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 3


SAF fór yfir 1. lið í fundargerðinni, umsókn um styrk í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Fundargerðin framlögð.


3. 1111004F - Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 4


Fundargerðin framlögð.


3.1. 1110079 - Staða skipulags- og byggingarfulltrúa

 

SSJ ræddi fram komna tillögu og lagði til að sveitarstjórn samþykki tillöguna. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

 

3.2. 1103056 - Eystri- Leirárgarðar, Bugavirkjun


SAF fór yfir erindið og ræddi umfjöllun nefndarinnar. Tillaga nefndarinnar samþykkt samhljóða 7-0.


3.3. 1111052 - Breyting á deiliskipulagi stóriðnaðarsvæðis Grundartanga, vegna nýs spennivirkis


Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að koma á fundi Landsnets með nefndinni og sveitarstjórn. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

 

4. 1111048 - 77. fundur fræðslu- og skólanefndar.


BMA fór yfir fundargerðina. HV ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. BMA svaraði fram komnum fyrirspurnum. Fundargerðin framlögð.

5. 1111049 - 78. fundur fræðslu- og skólanefndar.


BMA óskaði eftir að fundurinn verði lokaður varðandi lið 3 í fundargerðinni. Tillaga um að fundurinn verði lokaður undir lið 3 samþykkt samhljóða 7-0. Gert var hlé á upptöku og samþykkt var að fundarritari bókaði viðauka sem birtur verður 2. desember. Viðaukinn samþykktur með undirritun. Liður 3 fundargerðinni samþykktur með 4 atkvæðum SSJ BMA SAF ÁH. Atkvæði gegn tillögunni greiddu HV AH og SÁ. Fundargerðin framlögð.


6. 1110035 - Fjárhagsáætlun 2012


Sveitarstjóri fór yfir nýja stöðu sem upp er komin varðandi hugmyndir Innanríkisráðuneytisins varðandi skerðingu framlaga Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga. SAF ræddi fram komnar hugmyndir Innanríkisráðuneytisins og Jöfnunarsjóðs varðandi fyrirhugaða skerðingu á framlögum sjóðsins. Lagði fram bókun. Gert var örstutt fundarhlé og farið yfir bókunina.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir alvarlegar athugasemdir við áform Innanríkisráðuneytisins um breytingar á úthlutnunarreglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Hvalfjarðarsveit er kunnugt um þá fjárhagserfiðleika sem ýmis sveitarfélög glíma við, bæði vegna erfiðs efnahagsástands og öðrum ástæðum sem hægt er að rekja til ákvarðana þeirra á umliðnum árum og hefur verið tilbúin til að ræða breytingar í átt til tekjujöfnunar í gegnum Jöfnunarsjóð. Það veldur hinsvegar vonbrigðum og vekur furðu að fram séu komnar tillögur að svo róttækum breytingum sem hafa jafn afgerandi áhrif á forsendur fjárhagsáætlunar, á þeim tíma þegar sveitarfélög hafa nær lokið vinnu við fjárhagsáætlunargerð. Innanríkisráðuneytið hefur lagt mikla áherslu á lýðræði og gott samráð við sveitarfélög og því kemur sú tilkynning sem hér liggur fyrir mjög á óvart Sveitarstjórn neitar að trúa því að þessi leið verði farin og að sveitarfélögum verði ekki gefin neinn tími til aðlögunar. Bókunin samþykkt samhljóða 7-0.


7. 1110026 - Tillaga til sveitarstjórnar frá stjórn Nýsköpunarsjóðs Hvalfjarðarsveitar.


Frestað af 117. fundi sveitarstjórnar.


SAF fór yfir breytingarnar og lagði til að samningurinn verði samþykktur. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningnum. Samþykkt samhljóða 7-0.


8. 1010053 - Grundartangi deiliskipulag vestursvæði- breyting


Frestað af 117. fundi sveitarstjórnar. Athugasemdir vegna auglýsingar í B deild. A) Bréf frá Skipulagsstofnun. B) Svar til Umhverfisstofnunar. C) Svar til Skipulagsstofnunar.


SAF fór yfir erindið.
A) Svarbréf Skipulagsstofnunar frá 9. nóvember 2011. Lagt fram.

B) Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 18. nóvember 2011. Lagt fram.
C) Svar til Umhverfisstofnunar dags 29. nóvember. varðandi athugasemdir. Sveitarstjórn samþykkir framlagt bréf. Samþykkt 7-0
D) Svarbréf til Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn samþykkir framlagt bréf dagsett 28. nóvember 2011. Samþykkt 7-0.
E) Grundartangi deiliskipulag vestursvæði breyting. Sveitarstjórn samþykkir tillögu um að staðfesta fyrri afgreiðslu sveitarstjórnar frá 111. fundi sveitarstjórnar, mál 2.4. - 1010053 frá 12. júlí 2011, breytingu á deiliskipulagi, athugasemdum og viðbótum við skilmála. Tillagan samþykkt samhljóða
7-0.


9. 1110079 - Staða skipulags- og byggingarfulltrúa


Sveitarstjóri gerði grein fyrir niðurstöðu starfshópsins sem skipaður var á 116. fundi sveitarstjórnar til að fara yfir umsóknirnar. Starfshópurinn var einróma í afstöðu sinni varðandi það að ráða Hjört Hans Kolsöe í starf skipulags- og byggingarfulltrúa.
HV ræddi fram komna tillögu. Spurðist fyrir varðandi laun og kjör. Sveitarstjóri svaraði fram komnum fyrirspurnum. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Hjört Hans Kolsöe. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


10. 1111046 - Beiðni um styrk vegna útgáfu bókarinnar, Dauðinn í Dumbshafi eftir Magnús Þór Hafsteinsson.


Erindi frá Bókaútgáfunni Hólar ehf., dagsett 21. nóvember 2011.


Erindinu er hafnað að þessu sinni en nú stendur yfir endurskoðun á fyrirkomulagi styrkveitinga Hvalfjarðarsveitar. Til stendur að hægt verði að sækja um styrki á næsta ári og áformað að auglýst verði eftir styrkumsóknum og úthlutað tvisvar á ári. Styrkbeiðanda er bent á að fylgjast með þegar auglýst verður eftir umsóknum og senda beiðnina inn þegar auglýsingin þar um verður birt. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


11. 1111039 - Umsókn um styrk vegna Eldvarnaátaksins 2011.


Erindi frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum, dagsett 17. nóvember 2011.


SAF lagði til eftirfarandi;Erindinu er hafnað að þessu sinni en nú stendur yfir endurskoðun á fyrirkomulagi styrkveitinga Hvalfjarðarsveitar. Til stendur að hægt verði að sækja um styrki á næsta ári og áformað að auglýst verði eftir styrkumsóknum og úthlutað tvisvar á ári. Styrkbeiðanda er bent á að fylgjast með þegar auglýst verður eftir umsóknum og senda beiðnina inn þegar auglýsingin þar um verður birt. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.


12. 1111047 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um reglubundnar árlegar heimsóknir til eldri borgara í forvarnarskyni, 21. mál.


Frá Alþingi, dagsett 23. nóvember 2011. Þegar sent formanni fjölskyldunefndar og félagsmálastjóra.

 

Lagt fram.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:06

 

Viðauki við lið 5. í fundargerð sveitarstjórnar mál 1111049

Efni síðunnar