Fara í efni

Sveitarstjórn

89. fundur 15. júní 2010 kl. 16:00 - 18:00

Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Birna María Antonsdóttir, Sævar Ari Finnbogason, Hallfreður Vilhjálmsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir og Stefán Ármannsson.

Hallfreður Vilhjálmsson , setti fundinn og bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.

Hallfreður Vilhjálmsson boðaði nýkjörna sveitarstjórn til fundarins en hann hefur lengsta setu í sveitarstjórn. Hallfreður stýrði fundi undir fyrsta lið. Sigurður Sverrir Jónsson tók við fundarstjórn og stýrði fundinum til loka fundar. Auk þess sat fundinn Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Mál til afgreiðslu

 

1. 1006022 - Kosningar skv. 15. og 16.gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar 48/2009.

 

Í skýrslu kjörstjórnar þann 1. júní kemur fram að eftirfarandi aðilar voru kjörnir aðalmenn í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar.

 

L listi Hvalfjarðarlistinn

Sigurður Sverrir Jónsson

Birna María Antonsdóttir

Sævar Ari Finnbogason

 

H listi Heild

Ása Helgadóttir

 

E listi Eining

Hallfreður Vilhjálmsson

Arnheiður Hjörleifsdóttir

Stefán Ármannsson.

 

Kosningar til eins árs:

 

a) Oddviti; Hallfreður lagði til að atkvæðagreiðsla væri skrifleg. Samþykkt samhljóða. Sigurður Sverrir Jónsson hlaut 4 atkvæði og Hallfreður Vilhjálmsson hlaut 3 atkvæði. Sigurður Sverrrir Jónsson verði oddviti samþykkt með 4 atkvæðum. Hér tók Sigurður Sverrir Jónsson við fundarstjórn.

 

b) Varaoddviti; Sigurður Sverrir lagði til að atkvæðagreiðsla væri skrifleg um varaoddvita. Samþykkt samhljóða. Ása Helgadóttir 4 atkvæði. Arnheiður Hjörleifsdóttir 3 atkvæði. Samþykkt að Ása Helgadóttir verði varaoddviti samþykkt með 4 atkvæðum.

 

c) Skrifari og varaskrifari; Tillaga um að Sævar Ari Finnbogason verði skrifari samþykkt með 4 atkvæðum 3 sitja hjá og að Birna María Antonsdóttir verði varaskrifari samþykkt með 4 atkvæðum 3 sitja hjá.

 

2. 1006023 - Kosningar skv. IV.kafla 51. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar 48/2009

 

Til eins árs:

 

a) Kjörstjórn til alþingiskosninga; Sverrir lagði fram tillögu um aðalmenn Jón Haukur Hauksson, Jóna Kristinsdóttir og Helga Stefanía Magnúsdóttir. Varamenn Ásgeir Kristinsson, Margrét Magnúsdóttir og Dóra Líndal. Samþykkt samhljóða. Óbreytt kjörstjórn.

 

b) Vatnsveitufélag Hvalfjarðar sf.; Sverrir lagði til að aðalmaður verði Haraldur Magnússon og varamaður Ólafur Jóhannesson. Hallfreður lagði til að Guðjón Jónasson verði aðalmaður eða varamaður.  Óskað var eftir atkvæðagreiðslu um hvorn aðila fyrir sig aðskilið.  Samþykkt. Tillaga um að Haraldur Magnússon verði aðalmaður. Samþykkt með 4 atkvæðum.

 

Bókun; Hallfreður, Arnheiður og Stefán gera athugasemd við að varamaður í Vatnsveitufélagi Hvalfjarðarsveitar sé ekki skipaður af minnihluta sveitarstjórnar.

 

Tillaga um Ólaf Jóhannesson samþykkt með 4 atkvæðum.

 

Til fjögurra ára:

 

a) Atvinnumálanefnd; Aðalmenn Björn Jóhannesson, Bjarni Jónsson og Sigurgeir Þórðarson. Samþykkt samhljóða. Varamenn Þórarinn Þórarinsson, Hjalti Hafþórsson og Guðmundur Gíslason. Samþykkt samhljóða.

 

b) Fjölskyldunefnd; Aðalmenn Sævar Ari Finnbogason, Margrét Magnúsdóttir, Hannessína Ásgeirsdóttir, Sara Margrét Ólafsdóttir og Ragna Kristmundsdóttir. Samþykkt samhljóða. Varamenn Halldóra Halla Jónsdóttir, Ingunn Stefánsdóttir, Sigrún Sigurgeirsdóttir, Valdís Heiðarsdóttir og Stefán Ármannsson. Samþykkt samhljóða.

 

c) Kjörstjórn við sveitarstjórnarkosningar; Aðalmenn Jón Haukur Hauksson, Jóna Kristinsdóttir og Helga Stefanía Magnúsdóttir. Varamenn Ásgeir Kristinsson, Margrét Magnúsdóttir og Dóra Líndal. Samþykkt samhljóða.

 

d) Landbúnaðarnefnd; Aðalmenn Friðjón Guðmundsson, Marteinn Njálsson og Jón Valgeir Viggósson. Samþykkt samhljóða. Varamenn Brynjólfur Ottesen, Guðdís Jónsdóttir og Guðmundur Sigurjónsson. Samþykkt samhljóða.

 

e) Skipulags- og byggingarnefnd; Aðalmenn Magnús Hannesson, Daníel Ottesen, Hjalti Hafþórsson, Björgvin Helgason og Ása Hólmarsdóttir.Samþykkt samhljóða. Varamenn Brynjar Ottesen, Helgi Þorsteinsson, Kristján Jóhannesson, Hallgrímur Rögnvaldsson og Guðjón Jónasson. Samþykkt samhljóða.

 

f) Umhverfis- og náttúruverndarnefnd; Aðalmenn Andrea Anna Guðjónsdóttir, Sigurlín Gunnarsdóttir, Gauti Halldórsson Baldvin Björnsson og Þórdís Þórisdóttir. Samþykkt samhljóða. Varamenn Hilda Hólm Árnadóttir, Guðný Kristín Guðnadóttir, Unnur Sigurjónsdóttir, Jón Valgeir Viggósson og Daniella Gross. Samþykkt samhljóða.

 

g) Menningarmálanefnd; Aðalmenn Jóhanna Harðardóttir, Anna Leif Elídóttir og Inga Bryndís Ingvarsdóttir. Samþykkt samhljóða. Varamenn María Lúísa Kristjánsdóttir, Unnur Sigurjónsdóttir og Pétur Sigurjónsson. Samþykkt samhljóða.

 

h) Fræðslu- og skólanefnd; Aðalmenn Birna María Antonsdóttir, Valgerður Jóna Oddsdóttir, Bjarni Jónsson, Hlynur Máni Sigurbjörnsson og Arna Arnórsdóttir.Samþykkt samhljóða. Varamenn Sigurbjörg Kristmundsdóttir, Sigríður Helgadóttir, Hlynur Guðmundsson, Lára Ottesen og Arnheiður Hjörleifsdóttir. Samþykkt samhljóða.

 

i) Skoðunarmenn; Kosningum skoðunarmanna er frestað meðan kannað er hæfi einstaklinga vegna ættartengsla.

 

Til fjögurra ára.

 

a) Almannavarnanefnd; Aðalmaður Sigurður Sverrir Jónsson, Samþykkt með 6 atkvæðum 1 situr hjá,varamaður Helgi Pétur Ottesen. Samþykkt samhljóða.

 

b) Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala; Tillögur um að aðalmaður verði Hannessína Ásgeirsdóttir og Sara Margrét Ólafsdóttir. Tillaga um að Hannessína Ásgeirsdóttir verði aðalmaður samþykkt með 4 atkvæðum. Sara Magrét Ólafsdóttir 3 atkvæði. Hannessína rétt kjörin.  Varamaður tillaga um Sigrúnu Sigurgeirsdóttur og tillaga um Söru Margréti Ólafsdóttur.

Bókun; Stefán, Hallfreður og Arnheiður benda á að á síðasta kjörtímabili átti minnihluti sveitarstjórnar varafulltrúa í barnaverndarnefnd. E listinn óskar eftir á þeim forsendum að hann fái að skipa varafulltrúa í nefndina.

Tillaga um að Sara Margrét Ólafsdóttir verði varamaður. Samþykkt samhljóða.

 

c) Dvalarheimilið Höfði; Margrét Magnúsdóttir aðalmaður, varamaður Dóra Líndal. Samþykkt samhljóða.

 

d) Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, fulltrúaráð; Tillaga að aðalmaður verði Ása Helgadóttir og Arnheiður Hjörleifsdóttir. Tillaga um að Ása Helgadóttir verði fulltrúi samþykkt með 4 atkvæðum. Tillaga um Arnheiði Hjörleifsdóttur fær 3 atkvæði. Ása Helgadóttir er rétt kjörin.

 

e) Faxaflóahafnir sf.; Aðalmaður , varamaður, frestað til 22. júní.

 

f) Spölur ehf.; Aðalmaður, varamaður, frestað.

 

g) Gróðurverndarnefnd; Aðalmaður Baldvin Björnsson. Samþykkt samhljóða.

 

h) Byggðasafnið í Görðum; Aðalmaður Anna Leif Elídóttir, Samþykkt samhljóða. Varamaður Hannessína Ásgeirsdóttir og Daníel Ottesen. Tillaga um Hannessínu Ásgeirsdóttur 4 atkvæði, tillaga um Daníel Ottesen 3 atkvæði. Hannessína Ásgeirsdóttir rétt kjörin.

 

i) Heilbrigðisnefnd; Aðalmaður Ása Helgadóttir, varamaður Guðdís Jónsdóttir. Samþykkt samhljóða.

 

j) Hitaveitufélag Hvalfjarðar sf.; Aðalmaður Friðjón Guðmundsson, varamaður Matthías Sigurðsson. Samþykkt samhljóða.

 

k) Eignarhaldsfélagið Grundarteigur; Aðalmaður Sigurbjörg Kristmundsdóttir. Samþykkt samhljóða.

 

Arnheiður vakti athygli á því að skipa þyrfti í Grunnafjarðarnefnd.

 

l) Grunnafjarðarnefnd; Aðalmenn, varamenn. Frestað.

 

3. 1006024 - Staðfesting á verkefnabundnum nefndum skv. 52 gr.

samþykktar um stjórn og fundarsköp í Hvalfjarðarsveit 48/2009.

 

a) Verkefnisstjórn Heiðarskóla tillaga um aðalmenn Jón Þórarinsson, Ólafur Jóhannesson og Björgvin Helgason. Samþykkt samhljóða.  Tillaga um varamenn Guðni Þór Ragnarsson Hjalti Hafþórsson og Guðjón Jónasson. Samþykkt samhljóða.

 

b) Tilnefningu aðila í samráðshóp vegna endurskoðunar á vöktunaráætlun við Grundartanga. Vísað til umhverfisnefndar til umfjöllunar.

 

4. 1006025 - Skipanir.

a) Fulltrúi á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.

b) Fulltrúi á aðalfund Faxaflóahafna

c) Fulltrúi á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

 

a) Tillaga um Ásu Helgadóttur. Samþykkt samhljóða.

 

b) Frestað til 22. júní.

 

c) Tillaga um að aðalmaður verði Sigurður Sverrir Jónsson. Samþykkt samhljóða. Varamaður tillaga Ása Helgadóttir. Samþykkt samhljóða. Að auki á sveitarstjóri seturétt að landsþingi með málfrelsi og tillögurétt.

 

Skipanir, önnur mál;

Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir við sveitarstjóra að hann starfi áfram þar til gengið hefur verið frá ráðningarmálum varðandi starf sveitarstjóra.

 

Hér var gert fundarhlé í 30 mínútur og sveitarstjóri vék af fundi á meðan.

 

Fundi framhaldið; Bókun; Hallfreður, Stefán og Arnheiður finnst óeðlilegt að ráðning sveitarstjóra sé tekin undir önnur mál óundirbúið. Slík grundvallarmál hefði þurft að vera á dagskrá fundarins. Hallfreður gerði grein fyrir afstöðu E-listans og rifjaði upp það samstarfsferli sem var við ráðningu sveitarstjóra í upphafi kjörtímabilsins árið 2006 og aftur árið 2008.

 

Tillaga um ráðningu samþykkt með 4 atkvæðum og 3 sitja hjá.

 

Bókun; Athugasemd við bókun E lista. Ekki er verið að fjalla um ráðningu sveitarstjóra til framtíðar undir þessum lið heldur tímabundna ráðningu, þar til gengið hefur verið frá ráðningu sveitarstjóra til framtíðar. Fulltrúar L lista og H lista.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.30

Efni síðunnar