Fara í efni

Sveitarstjórn

82. fundur 09. mars 2010 kl. 16:00 - 18:00

Hallfreður Vilhjálmsson, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Sigurður Sverrir Jónsson, Magnús Ingi Hannesson, Ása Helgadóttir.

 Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.

Að auki sátu fundinn, Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð, Skúli Lýðsson skipulags og byggingarfulltrúi.

 

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

 

1. 1002001F - Sveitarstjórn - 80

 

Oddviti fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.

 

2. 1003001F - Sveitarstjórn - 81

 

Oddviti fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.

 

3. 1002002F - Skipulags- og bygginganefnd - 91

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir fundargerðina. Magnús Hannesson víkur sæti við lið 11.  Arnheiður Hjörleifsdóttir víkur sæti við lið 9.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

3.1. 0910011 - Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir fundargerðina Minnispunktarnir lagðir fram.

 

3.2. 0906015 - Aðstoð við framkvæmd verkefnis í

Hvalfjarðarsveit.

 

Lagt fram.

 

4. 1002035 - 47. fundur umhverfis og náttúruverndarnefndar 15. febrúar 2010.

Ásamt ársskýrslu nefndarinnar.

 

Formaður fór yfir fundargerðina og ræddi efnisatriði ársskýrslunnar.

Fundargerðin og ársskýrslan samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfi vegna líparítnámu í landi Litla- Sands sb. liður 8 í fundargerðinni, áður frestað. Arnheiður Hjörleifsdóttir víkur sæti við við afgreiðsluna.

 

5. 1003013 - 51. fundur fræðslu- og skólanefndar 4. mars 2010.

 

Formaður fór yfir fundargerðina og ræddi efnisatriði fundargerðarinnar.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

6. 1003015 - 5. fundur atvinnumálanefndar Hvalfjarðarsveitar 1. mars 2010.

Ásamt erindi frá formanni nefndarinnar.

 

Oddviti ræddi fundargerðina, ræddi fram komna hugmynd um

Nýsköpunarsjóð Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjóri greindi frá fundi með SSV - þróun og ráðgjöf, með Ólafi Sveinssyni frá SSV og Torfa Jóhannessyni frá Vaxtasamningi Vesturlands. Ræddi hugmynd um að atvinnuráðgjafi hafi viðveru og veiti aðstoð einu sinni í mánuði á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar.

Sveitarstjóra falið að vinna nánar að hugmyndum nefndarinnar varðandi nýsköpunarsjóð. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Tillaga um að Hansína B. Einarsdóttir og Björn Jóhannesson verði fulltrúar Hvalfjarðarsveitar í starfshópi um möguleika í ferðaþjónustu samþykkt samhljóða.

 

 

Mál til afgreiðslu

 

7. 1002007 - Þriggja ára áætlun.

Síðari umræða.

 

Sveitarstjóri gerði grein fyrir áætluninni og þeim forsendum sem gengið

er út frá í áætluninni.

“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að leggja fram fjárhagsáætlunina fyrir árin 2011-2013 sem ramma um árlegar fjárhagsáætlanir Hvalfjarðarsveitar. Endurskoða skal áætlunina í tengslum við afgreiðslu hinna árlegu fjárhagsáætlana. Einstakir sveitarstjórnarmenn áskilja sér rétt til þess að leggja fram og fylgja eftir breytingartillögum við hina framlögðu langtímaáætlun.” Bókunin samþykkt með fimm atkvæðum. Sigurður Sverrir Jónsson og Magnús Hannesson sitja hjá við bókunina.

Sveitarstjóri greindi frá hugmyndum varðandi útleigu á félagsheimilinu að Hlöðum. Ræddi hugmyndir varðandi opnunartíma sundlaugarinnar að Hlöðum um páska.  Bókun; H listinn ítrekar við sveitastjórn að gæta ítrustu varúðar við byggingu nýs skólahúsnæðis þannig að fjármál sveitarfélagsins fari ekki úr skorðum. f.h. H lista Ása Helgadóttir.

 

8. 1002018 - Sala eigna.

A. Söluyfirlit vegna sölu á Stiklum 1.

B. Erindi frá Hitaveitufélagi Hvalfjarðar 24. febrúar 2010.

C. Erindi sveitarstjóra varðandi málið.

 

Sveitarstjórn samþykkir tilboð Hitaveitufélags Hvalfjarðar og Jónasar Guðmundssonar í atvinnuhúsnæðið Stiklur. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn samþykkir að veita sveitarstjóra umboð til sölu eignanna; Félagsheimilið Fannahlíð, Raðhúsin við Heiðarskóla og á Malarnámu í

landi Stóru-Fellsaxlar. Samþykkt samhljóða.

 

9. 0912036 - Útboð á sorphirðu.

Svar skipulags- og byggingarfulltrúa varðandi mögulega gámastöð í

Hvalfjarðarsveit.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði fram gögn varðandi möguleika á gámastöð. Fór yfir kosti þess að koma upp gámastöð í Hvalfjarðarsveit.

Sveitarstjórn er jákvæð fyrir möguleika á gámastöð. Arnheiður Hjörleifsdóttir fór yfir möguleika varðandi þjónustu og hvernig möguleg útfærsla gæti verið varðandi þjónustu á gámaplani. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.

 

10. 1003012 - Snjómokstur utan þéttbýlis í Hvalfjarðarsveit.

A. Erindi frá skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 4. mars 2010 vegna snjómoksturs.

B. Erindi frá Hannessínu Ásgeirsdóttur varðandi snjómokstur.

 

A. Afgreiðslu frestað.

B. Samþykkt að bréfritara verði svarað í samræmi við afgreiðslu sveitarstjórnar. Magnús Hannesson óskar eftir að fá afrit af svarinu.

 

11. 0911073 - Samstarfssamningar Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar.

1. Minnisblað sveitarstjóra frá fundi 3. mars 2010

2. Svar Akraneskaupstaðar dagsett 5. febrúar við erindi sveitarstjóra 30. desember 2009.

 

Oddviti gerði grein fyrir viðræðum við bæjarstjóra og formann bæjarráðs Akraness. Tillaga um að Jón Haukur Hauksson lögmaður fari yfir samingana með Oddi Gunnari Jónssyni frá KPMG. Samþykkt.

 

12. 1003009 - Fjárveiting vegna búnaðarkaupa í Miðgarði.

Erindi frá húsverði.

 

Oddviti lagði til að veita 100 þúsund í búnað og fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Samþykkt.

 

13. 1002022 - Efling sveitarstjórnarstigsins - sameiningarmál.

Tilnefning í starfshóp, erindi frá Hrefnu B. Jónsdóttur SSV.

 

Tillaga um að Hallfreður Vilhjálmsson taki sæti í hópnum. Samþykkt með sex atkvæðum. Magnús Hannesson situr hjá við afgreiðsluna.

 

14. 1002010 - Endurnýjun menningarsamnings.

Erindi frá Hrefnu B. Jónsdóttur SSV.

 

Sveitarstjórn samþykkir áframhaldandi samstarf um menningarmál í samstarfi við sveitarfélögin á Vesturlandi - SSV.

 

15. 1002048 - Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands hf, 12. mars 2010.

Tilnefning fulltrúa á aðalfund.

 

Tillaga um að Arnheiður Hjörleifsdóttir fari með umboð

Hvalfjarðarsveitar, samþykkt samhljóða.

 

16. 1002030 - Endurnýjað og breytt starfsleyfi vegna svínabús Stjörnugríss hf. að Melum til umsagnar.

Ósk um umsögn á tillögu frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.

 

Vísað til umsagnar í umhverfis og náttúruverndarnefnd. Sveitarstjóri upplýsti að sótt hafi verið um lengri frest vegna umsagnar. Tillaga um að utanaðkomandi aðili fari yfir starfsleyfisdrögin og veiti umsögn samþykkt samhljóða. Bréf Haraldar Magnússonar til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands varðandi athugasemdir við starfsleyfið, lagt fram.

 

17. 1002039 - Umsókn um styrk til gerðar sýningar um ævi, verk og hýbýli Snorra Sturlusonar.

Erindi frá Snorrastofu.

 

Sveitarstjórn getur eigi orðið við erindinu.

 

18. 1002034 - Beiðni Bandalags íslenskra skáta um styrk til að halda Góðverkadagana 2010, dagsett 19. febrúar 2010.

 

Sveitarstjórn getur eigi orðið við erindinu.

 

19. 1002025 - Styrkur til Orlofsnefndar Mýra- og Borgarfjarðarsýslu.

 

Sveitarstjórn samþykkir að framlag verði í samræmi við landslög.

 

20. 1002027 - Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins Bændur græða landið.

Erindi frá Jóhannesi B. Jónssyni Héraðssetri Landgræðslunnar á Hvanneyri.

 

Vísað til umfjöllunar í umhverfis- og náttúruverndarnefnd.

 

 

Mál til kynningar

 

21. 1002050 - Sjóvarnir í Hvalfjarðarsveit.

Ítrekað fyrra erindi sveitarstjóra.

 

Lagt fram.

 

22. 1002026 - Aukið samstarf við fyrirtæki á Grundartanga.

Minnisblað sveitarstjóra frá fundi með fulltrúum fyrirtækja á Grundartanga.

 

Lagt fram.

 

23. 0912039 - Eignarhald Hvalfjarðarsveitar í Byggðasafninu í Görðum.

Svar Safnaráðs dagsett 18. febrúar 2010 við erindi sveitarstjóra 15. janúar 2010.

 

Sveitarstjórn tekur undir sjónarmið safnaráðs og leggur áherslu það sem fram kemur; Að aukinn ávinningur Hvalfjarðarsveitar af samstarfi um rekstur Byggðasafnsins geti falið í sér rannsóknir á safnakosti Hvalfjarðarsveitar og miðlun heimilida með sérsýningum sem settar verði upp í Hvalfjarðarsveit. Svarbréfið lagt fram.

 

24. 1002041 - Yfirfærsla málfefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.

Erindi frá Hrefnu B. Jónsdóttur SSV ásamt fundargerð fundar í verkefnisstjórn starfshóps um málefni fatlaðra.

 

Ása Helgadóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar fór yfir stöðuna. Lagt fram.

 

25. 1002037 - Umsókn um styrk vegna sérstaks átaksverkefnis.

Svar Vinnumálastofnunar við erindi sveitarstjóra.

 

Sveitarstjóri ræddi átaksverkefni og möguleika á vinnuskóla sumarið 2010.

 

 

Aðrar fundargerðir

 

26. 1002042 - 71. fundur stjórnar Faxaflóahafna.

 

Fundargerðin framlögð.

 

27. 1002043 - 72. fundur stjórnar Faxaflóahafna.

 

Fundargerðin framlögð

 

28. 1003011 - Ársreikningur Faxaflóahafna sf. 2009. ásamt greinargerð hafnarstjóra.

 

Framlagður.

 

29. 1002060 - 53. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða.

 

Fundargerðin framlögð

 

30. 1002061 - 88. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

 

Fundargerðin framlögð.

 

31. 1002028 - 37. fundur Menningarráðs Vesturlands ásamt ársreikningi 2009 og fjárhagsáætlun 2010.

 

Fundargerðin framlögð ásamt ársreikningi.

 

32. 1003014 - 772. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Fundargerðin framlögð

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20.00

Efni síðunnar