Fara í efni

Sveitarstjórn

78. fundur 17. desember 2009 kl. 16:00 - 18:00

Hallfreður Vilhjálmsson, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Sigurður Sverrir Jónsson, Magnús Ingi Hannesson, Ása Helgadóttir.

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.

 

Undir lið 2 og 3 sátu fundinn fulltrúar frá Landlínum, Sigurbjörg Áskelsdóttir landslagsarkitekt og Ása Harðardóttir landfræðingur sem hafa unnið aðalskipulagstillöguna með skipulags- og byggingarnefnd og fóru yfir athugasemdirnar.

Að auki sátu Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi  og Björgvin Helgason formaður skipulags- og byggingarnefndar fundinn. Undir lið 7. sat Þorbergur Karlsson ráðgjafi frá VSÓ fundinn.

 

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

 

1. 0912001F - Sveitarstjórn - 77.

Oddviti fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra og oddvita að kanna möguleika á breyttu eignarhaldi Hvalfjarðarsveitar í Byggðasafninu í Görðum. Tillagan samþykkt samhljóða. Fundargerðin

framlögð.

 

2. 0912020 - 89. fundur skipulags og byggingarnefndar 14. desember 2009.

Skúli Lýðsson, skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir helstu efnisatriði fundargerðarinnar. Sigurður Sverrir Jónsson víkur sæti við lið 2. Arnheiður Hjörleifsdóttir víkur sæti við lið 3. Fundargerðin samþykkt með sex atkvæðum. Magnús Hannesson situr hjá við afgreiðsluna.

 

3. 0910011 - Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar

Sigurbjörg Áskelsdóttir, Ása Harðardóttir og Skúli Lýðsson fóru yfir athugasemdirnar sem borist höfðu og svörin.

 

Tillaga um breytta landnotkun; frá formanni skipulags- og byggingarnefndar og skipulags- og byggingarfulltrúa skv. erindi frá Olíudreifingu dagsett 17. des.2009. Tillagan gerir ráð fyrir minnkun á fyrri ósk Olíudreifingar ehf um iðnaðarsvæði merkt A 10 sem nemur 43.9 ha.skv. gögnum sem lögð voru fram á fundinum.

 

Arnheiður Hjörleifsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu varðandi aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar; Til að gæta samræmis í meðferð athugasemda sem borist hafa vegna aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar á auglýsingatíma þess, geri ég það að tillögu minni að svæði merkt A9 á skipulagsuppdrætti, verði breytt út athafnasvæði í íðnaðarsvæði. Vísa ég í því sambandi til erindis Kristjáns Loftssonar f.h. Hvals hf. dags 8.12.2009.

 

Rökstuðningur; framkomin rök sveitarstjórnar varðandi breytingar á svæði A10. Magnús Hannesson gerði athugasemd við að svör hafi ekki borist vegna athugasemda hans. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara Magnúsi formlega

 

Tillaga um breytingu á svæði Olíudreifing ehf. merkt A 10 samþykkt samhljóða. Tillaga um breytingu á svæði Hvals hf. merkt A9. Tillagan samþykkt samhljóða. Tillaga um Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar með framkomnum breytingum samþykkt með sex atkvæðum. Magnús Hannesson greiðir atkvæði gegn tillögunni. Lagði fram bókun; Þar sem mér finnst óraunhæft er að samþykkja Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar fyrir árin 2008-2020 þar sem texti er ekki frágenginn, kort hafa ekki verið leiðrétt og athugasemdum Magnúsar Hannessonar hefur ekki öllum verið svarað af skipulags- og byggingarnefnd. Oddviti færði öllum þeim fjölmörgu aðilum, skipulags- og byggingarnefnd, starfsfólki Landlína og fl. sem komið hafa að verkefninu bestu þakkir fyrir vel unnin störf

 

4. 0912034 - Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar 89. fundur.  Deiliskipulag stóriðnaðarsvæðis við Grundartanga.

Skúli Lýðsson fór yfir tillöguna. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

5. 0912038 - 8. fundur fjölskyldunefndar 14. desember 2009.

Formaður fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.

Tillaga um að veita Styrktarsjóði Kvenfélagsins Lilju styrk að upphæð kr. 210.000. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

6. 0912025 - 17. fundur verkefnisstjórnar fyrir nýbyggingu Heiðarskóla.

Formaður fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.

 

 

Mál til afgreiðslu

 

7. 0912032 - Útboð vegna nýbyggingar Heiðarskóla.

Þorbergur Karlsson ráðgjafi VSÓ kynnir.

Þorbergur Karlsson ráðgjafi frá VSÓ fór yfir útboðs lýsinguna. Tillaga um útboð á grundvelli undangengins forvals og þeirra gagna sem unnin hafa verið með hönnuðum og verkefnisstjórn samþykkt með sex atkvæðum. Magnús Hannesson situr hjá við afgreiðsluna.

 

8. 0912029 - Álögur við gerð fjárhagsáætlunar 2010, sorphirðugjald vegna sumarhúsa.

Erindi frá sveitarstjóra dagsett 15. desember 2009.

Tillaga um að sorphirðugjald sumarhúsa verði 9.665 kr. Samþykkt samhljóða.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 í endanlegu skjali lögð fram.

 

9. 0912037 - Gjaldskrá leikskólans Skýjaborgar

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

10. 0912026 - Snjóhreinsun í Melahverfi 2010.

Erindi frá skipulags- og byggingarfulltrúa dagsett 10. desember 2009.

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir tilboðin og lagði til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda. Tillagan samþykkt með sex atkvæðum.

Stefán Ármannsson situr hjá við afgreiðsluna.

 

11. 0912036 - Útboð á sorphirðu.

Erindi frá skipulags- og byggingarfulltrúa dagsett 15. desember 2009.

Tillaga um að fara í útboð á sorphirðu á grundvelli minnisblaðs frá Mannviti. Tillagan samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn samþykkir að á grundvelli fyrirhugaðs útboðs og mögulegra breytinga á sorphirðu að fela sveitarstjóra að endurskoða núgildandi samning um rekstur Gámu. Tillagan samþykkt samhljóða.

 

12. 0912031 - Erindi frá ungmennum í Hvalfjarðarsveit.

Um er að ræða tillögu frá áhugasömum ungmennum varðandi knattspyrnuvöll. Sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara og jafnframt vísað til umfjöllunar í verkefnisstjórn Heiðarskóla.

 

13. 0912019 - Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Spalar ehf.

Fundur haldinn 17. desember 2009.

Áður lá fyrir afstaða meirihluta sveitarstjórnar um að Hlynur Sigurbjörnsson núverandi stjórnarmaður færi með umboð Hvalfjarðarsveitar á aðalfundinum.

 

14. 0912017 - Beiðni um afhendingu jafnréttisáætlunar, ásamt

framkvæmdaráætlun.

Erindi frá Jafnréttisstofu dagsett 2. desember 2009. Bréf sent fjölskyldunefnd til kynningar.

Fjölskyldunefnd er með málið til úrvinnslu.

 

15. 0912033 - Starfsmannamál.

Sveitarstjóri fór yfir, að núverandi forstöðumaður að Hlöðum hefði sagt starfi sínu lausu. Ræddi möguleika á breytingum á rekstri félagsheimilis og sundlaugar. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að aulýsa eftir aðilum til þess aða sjá um rekstur Félagsheimilisins að Hlöðum. Jafnframt að auglýsa eftir umsjónarmanni við sundlaugina að Hlöðum.  Ráðningartími verði miðaður við opnunartíma.

 

16. 0912021 - Beiðni um leikskólavist utan sveitarfélags.

Erindi frá Katrínu Rós Sigvaldadóttur dagsett 3. desember 2009.

Erindið er nú þegar til umfjöllunar í fræðslu- og skólanefnd.

 

 

Mál til kynningar

 

17. 0912022 - Stofnun starfsendurhæfingar Vesturlands.

Erindi frá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi dagsett 7. desember

2009.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við bréfritara.

 

18. 0912024 - Söluframlög Varasjóðs húsnæðismála.

Erindi frá Varasjóði húsnæðismála dagsett 9. desember 2009.

Lagt fram.

 

19. 0912030 - Ársskýrslur Vinnumálastofnunar 2007 og 2008.

Ársskýrslur liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins.

Lögð fram.

 

 

Aðrar fundargerðir

 

20. 0912028 - 69. fundur stjórnar Faxaflóahafna.

Fundargerðin framlögð.

 

21. 0912027 - 35. fundur Menningarráðs Vesturlands.

Fundargerðin framlögð.

 

22. 0912023 - Fundur í fulltrúaráði Fjölbrautarskóla Vesturlands.

Fundargerðin framlögð.

 

23. 0912035 - Fundur framkvæmdastjóra sveitarfélaganna á Vesturlandi 8. desember 2009.

Fundargerðin framlögð.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:00

Efni síðunnar