Fara í efni

Sveitarstjórn

75. fundur 10. nóvember 2009 kl. 16:00 - 18:00

Mættir:

Hallfreður Vilhjálmsson, Hlynur Sigurbjörnsson, Stefán Ármannsson, Magnús Ingi Hannesson, Ása Helgadóttir, Daníel Ottesen og Elísabet Benediktsdóttir.

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.

 

Oddviti leitaði afbrigða og óskaði eftir að fá að taka 11. 12. og 13. fundargerðir verkefnisstjórnar Heiðarskóla til meðferðar. Samþykkt samhljóða. Jafnframt óskaði oddviti eftir að fá að taka lið 14. og 15. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 og 9. mánaða uppgjör fyrst á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

 

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

 

1. 0910001F - Sveitarstjórn - 74.

Oddviti fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.

 

2. 0910044 - 86. fundur skipulags- og byggingarnefndar 19. október 2009.

Skipulags- og byggingafulltrúi fór yfir fundargerðina. Fundargerðin

framlögð.

 

3. 0911017 - 87. fundur skipulags- og byggingarnefndar 4. nóvember 2009.

Skipulags- og byggingafulltrúi fór yfir fundargerðina og svaraði

fyrirspurnum. Fundargerðin samþykkt með sex atkvæðum. Magnús

Hannesson situr hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar og greiðir atkvæði

gegn lið 3. í fundargerðinni.

 

4. 0911022 - Afgreiðsla skipulags-og byggingarnefndar af 87. fundi.  Byggingaleyfissumsókn, Lambhagi 5.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

5. 0911023 - Afgreiðsla skipulags og byggingarnefndar af 87. fundi.  Kærur, Litli Botn.

Tillaga um synjun á erindinu og bókunin í heild samþykkt samhljóða.

 

6. 0911024 - Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar af 87. fundi.  Deiliskipulag Hafnarás.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

7. 0911025 - Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar af 87. fundi.  Deiliskipulag Belgsholt.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

8. 0911015 - 44. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar 4. nóvember 2009.

Oddviti fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Fundargerðin samþykkt

samhljóða.

 

9. 0911014 - 45. fundur fræðslu- og skólanefndar 5. nóvember 2009.

Formaður nefndarinnar fór yfir helstu þætti fundargerðarinnar.

Fundargerðin samþykkt með sex atkvæðum. Elísabet Benediktsdóttir situr

hjá vegna starfs síns í Heiðarskóla.

 

10. 0911003 - 7. fundur fjölskyldunefndar 28. október 2009.

Formaður nefndarinnar fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Tillaga um

gjaldtöku fyrir heimaþjónustu vísað til milliumræðu um fjárhagsáætlun

2010. Samþykkt samhljóða. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

11. 0911019 - 12. fundur menningarmálanefndar haldinn 2. október 2009.

Tillaga um að veita kór Saurbæjarprestakalls styrk kr. 300.000. Tillagan

samþykkt samhljóða. Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

12. 0910049 - 9. fundur verkefnisstjórnar fyrir nýbyggingu Heiðarskóla.

Oddviti fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin framlögð.

 

13. 0910050 - 10. fundur verkefnisstjórnar fyrir nýbyggingu Heiðarskóla.

Oddviti fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin samþykkt með

sex atkvæðum. Magnús Hannesson situr hjá.

 

14. 0911029 - 11. fundur verkefnisstjórnar fyrir nýbyggingu Heiðarskóla.

Oddviti fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin samþykkt með

sex atkvæðum. Magnús Hannesson situr hjá.

 

15. 0911030 - 12. fundur verkefnisstjórnar fyrir nýbyggingu Heiðarskóla.

Oddviti fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin samþykkt með

sex atkvæðum. Magnús Hannesson situr hjá.

 

16. 0911033 - 13. fundur verkefnisstjórnar fyrir nýbyggingu Heiðarskóla.

Oddviti fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Fundargerðin samþykkt með

sex atkvæðum. Magnús Hannesson situr hjá.

 

 

Mál til afgreiðslu

 

17. 0910023 - Fjárhagsáætlun 2010.

Fjáhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar fyrri umræða.

Sveitarstjóri fór yfir frumvarpið ræddi forsendur sem frumvarpið byggir á

og óbreyttum álagningarprósentum. Jafnframt er horft til spár

Seðlabanka Íslands. Frumvarpið byggir á a.m.k. 3% samdætti í

útsvarstekjum, óbreyttum Jöfnunarsjóðsframlögum og 3% samdrætti í

fasteignagjaldastofni frá áætlun ársins 2009.

Áætlunin gerir ráð fyrir að í ljósi erfiðs efnahagsástands og óvissuþátta

sem ekki sér fyrir við gerð áætlunarinnar verði endurskoðun

fjárhagsáætlunar að koma til á fyrri hluta ársins 2010 og verði

endurskoðuð aftur síðsumars. Skipulags- og byggingafulltrúi fór yfir

viðhaldsáætlunina og verklag við viðhald á næsta ári. Tillaga að

endurskoða samstarfssamninga um rekstur Tónlistarskóla Akraness og

sérstaklega varðandi grein 2 í samkomulaginu. Endurskoða

samstarfssaming um Félagsstarf Aldraðra á Akranesi og sérstaklega

varðandi grein 2 í samkomulaginu. Endurskoða samstarfssaming um

félags og íþróttamál og skoða mögulega uppsögn á þeim samingi.

Sveitarstjóra og oddvita Hvalfjarðarsveitar er falið að skoða

samstarfssaminga við Akraneskaupstað með það að leiðarljósi að

hagræða í rekstri og lækka kostnað svo sem kostur er. Tillagan

samþykkt samhljóða. Tillaga um að vísa frumvarpinu í heild sinni til

síðari umræðu og milliumræðu á næstu tveimur fundum sveitarstjórnar.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

18. 0911021 - 9. mánaða rekstaryfirlit Hvalfjarðarsveitar.

Sveitarstjóri og aðalbókari fóru yfir uppgjörið. Umtalsverður árangur er í

bættum rekstri og nánari greiningu á kostnaðarliðum. Lagt fram.

 

19. 0910046 - Umsókn um framlag sveitarstjórnar til jólaskemmtunar starfsfólks sveitarfélagsins.

Erindi frá skemmtinefnd Skýjaborgar dagsett 20. október 2009.

Tillaga um að stuðningur verði með svipuðum hætti og á síðastliðnu ári.

Samþykkt með sex atkvæðum. Elísabet Benediktsdóttir greiðir atkvæði

gegn tillögunni.

 

20. 0911026 - Erindi til hluthafa í Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands.

Erindi frá Hrefnu Jónsdóttur stjórnarformanni UKV og framkvæmdarstjóra SSV dagsett 5. nóvember 2009.

Tillaga um að selja hlut Hvalfjarðarsveitar í UKV samþykkt samhljóða.

 

21. 0910042 - Beiðni um umsögn vegna endurskoðunar á jarða- og ábúðarlögum.

Erindi frá sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneyti dagsett 8. október

2009. Erindið var sent landbúnaðarnefnd til umsagnar.

Lagt fram.

 

22. 0910038 - Afskrift á þing- og sveitarsjóðsgjöldum.

Erindi frá sýslumanninum í Borgarnesi dagsett 16. október 2009.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

23. 0910037 - Stuðningur við Snorraverkefnið sumarið 2010.

Erindi frá verkefnisstjóra Snorraverkefnis dagsett 16. október 2009.

Beiðninni vísað til síðari umræðu fjárhagsáætlunar 2010. Samþykkt

samhljóða.

 

24. 0910045 - Ósk um samvinnu við SEEDS árið 2010.

Erindi frá SEEDS Iceland dagsett 21. október 2009.

Lagt fram.

 

25. 0903024 - Gagnaver í Hvalfjarðarsveit.

Viljayfirlýsing um lóð fyrir uppbygginginu netþjónabús á milli

Hvalfjarðarsveitar og Titan Global ehf.

Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita og sveitarstjóra að undirrita

viljayfirlýsinguna.

 

26. 0911028 - Frekari hitaveituvæðing OR og möguleikar á fjölgun notenda í Hvalfjarðarsveit.

Svar Orkuveitu Reykjavíkur dagsett 4. nóvember við erindi sveitarstjóra

frá 2. mars 2009.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að leita allra leiða við að

vinna áfram að hitaveituvæðingu á köldum svæðum í Hvalfjarðarsveit.

 

27. 0911027 - Erindi varðandi samning milli Hvalfjarðarsveitar og JB Byggingafélags ehf. um uppbyggingu í landi Kross.

Erindi frá Helga Gunnarssyni framkvæmdarstjóra Regins ehf. dagsett 6.

nóvember 2009.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og oddvita að gæta

hagsmuna Hvalfjarðarsveitar í viðræðum við Regin ehf.

 

 

Mál til kynningar

 

28. 0911010 - Almannavarnadeild Borgarfjarðar og Dala fundur 27. október.

Erindi sveitarstjóra dagsett 20. október 2009.

Lagt fram.

 

29. 0910048 - Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2009.

Erindi frá framkvæmdarstjóra EBÍ dagsett 12. október 2009.

Lagt fram.

 

30. 0911018 - Ársskýrsla byggðasafnsins 2008.

Ársskýrsla byggðasafnsins í Görðum.

Lögð fram.

 

 

Aðrar fundargerðir

 

31. 0911020 - 21. fundur stjórnar Akranesstofu.

Fundargerðin framlögð.

 

32. 0910039 - 66. fundur stjórnar Faxaflóahafna sf.

Fundargerðin framlögð.

 

33. 0910047 - 67. fundur stjórnar Faxaflóahafna sf.

Fundargerðin framlögð.

 

34. 0911007 - Bókun af 67. fundi stjórnar Faxaflóahafna.

Lögð fram.

 

35. 0911008 - Faxaflóahafnir, fjárhagsáætlun 2010.

Lögð fram.

 

36. 0910055 - 48. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða

Fundargerðin framlögð.

 

37. 0911012 - 72. stjórnarfundur SSV.

Fundargerðin framlögð.

 

38. 0911011 - 57. fundur Sorpurðunar Vesturlands hf.

Fundargerðin framlögð.

 

 

Önnur mál – (ef einhver eru)

 

39. 0911032 - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, með síðari breytingum.

Lagt fram.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.15

Efni síðunnar