Fara í efni

Sveitarstjórn

71. fundur 12. ágúst 2009 kl. 16:00 - 18:00

Hallfreður Vilhjálmsson, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Magnús Ingi Hannesson, Ása Helgadóttir, Elísabet Benediktsdóttir.

Hallfreður Vilhjálmsson , oddviti, setti fundinn, bauð menn velkomna og var síðan gengið til dagskrár

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

 

1. 0906001F - 69. fundur sveitarstjórnar 30. júní 2009.

Oddviti fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.

 

2. 0908001 - 70. fundur sveitarstjórnar 22. júlí 2009.

Oddviti fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Dreifði minnispunktum

varðandi málefni Litla-Botns dags. 12. ágúst 2009 frá Jóni Hauki Haukssyni

hdl.

 

3. 0908002 - 42. fundur fræðslu- og skólanefndar 6. ágúst 2009.

Hlynur Sigurbjörnsson fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar.

Tillaga; Reiðnámskeið Námshesta. Foreldrar barna og unglinga í

Hvalfjarðarsveit fá, með framvísun kvittunar Námshesta, endurgreitt kr.

4.500,- af námskeiðsgjaldi eða að nota ónotaða tómstundaávísun, sem

styrk sveitarfélagsins til æskulýðsmála. Samþykkt samhljóða. Fundargerðin samþykkt með sex atkvæðum. Magnús Hannesson situr hjá. Bókun; Geri athugasemd við að Arna Arnórsdóttir er mætt sem nefndarmaður, samkvæmt gögnum, þar sem hún hefur ekki verið kjörin af sveitarstjórn í fræðslu- og skólanefnd Hvalfjarðarsveitar. Magnús Hannesson

 

4. 0908004 - 4. fundur verkefnisstjórnar fyrir nýbyggingu Heiðarskóla.

Arnheiður Hjörleifsdóttir fór yfir fundargerðina. Tillaga; Verkefnisstjórn

leggur til við sveitarstjórn að undirbúningur vegna forvalsleiðar verði hafinn sem fyrst, og að Þorbergur Karlsson verkefnisstjóri hafi umsjón með því verkefni, skv. samningi. Tillagan samþykkt samhljóða.

5. 0908017 - 8. fundur menningarmálanefndar 29. júlí 2009.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

Mál til afgreiðslu

 

6. 0908003 - Fundur stýrihóps Almannavarnanefndar Borgarfjarðar og Dala -ABD-.

Haldinn mánudaginn 17. ágúst nk. kl. 14.00 í Ráðhúsinu í Borgarnesi.

Tillaga um að Skúli Lýðsson verði fulltrúi í verkefnastjórn. Samþykkt.

Tillaga um að í vinnuhópi verði, Skúli Lýðsson, Karl Marinósson og

Stefán Ármannsson. Samþykkt.

 

7. 0908006 - Gjaldskrá Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar vegna útkalls á iðnaðarsvæði Norðuráls hf. við Grundartanga.

Erindi frá Akraneskaupstað dagsett 30. júní 2009 ásamt gjaldskrá.

Samþykkt samhljóða.

 

8. 0908007 - Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórnar, 149. mál, persónukjör.

Erindi frá Allsherjarnefnd Alþingis dagsett 4. ágúst 2009. Hægt er að

nálgast þingskjalið á vef Alþingis: www.althingi.is/altext/137/s/0252.html.

Sveitarstjóri fór yfir frumvarpsdrögin. Athugasemdum komið til Alþingis.

 

9. 0908015 - Tilnefning í stjórn Vatnsveitufélags Hvalfjarðar sf.

samkvæmt gr. 5.1 í samþykkt félagsins.

Oddviti og sveitarstjóri fóru yfir samþykktirnar. Oddviti lagði til að Stefán

Ármannsson og Guðjón Jónasson verði aðalmenn. Ása Helgadóttir lagði

til að Sigurður Sverrir Jónsson verði aðalmaður. Niðurstaða kosninga;

Stefán Ármannsson og Guðjón Jónasson kosnir sem aðalmenn. Tillaga

um að Daníel Ottesen, Björgvin Helgason, Sigurður Sverrir Jónsson

verði varamenn. Niðurstaðar kosninga; Daníel Ottesen, Sigurður Sverrir

Jónsson varamenn. Magnús Hannesson tók ekki þátt í kosningu um

varamann. Bókun Magnúsar Hannessonar; Ég tel kosningu fulltrúa í

stjórn Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar ekki í samræmi við

sveitarstjórnarlög. Tillaga um að boðað verði til aukaaðalfundar í

Vatnsveitufélaginu. Samþykkt samhljóða. Bókun; Hallfreður, Arnheiður,

Hlynur og Stefán vilja benda á, og ítreka, að allir sveitarstjórnarmenn

voru löglega boðaðir á aðalfund Vatnsveitufélagsins með dagskrá.

Enginn minnihlutafulltrúi sá sér fært að mæta á þann fund, og þarf að

leiðandi kom engin tilnefning um stjórnarsæti frá þeim. Bókun Elísabetar

og Magnúsar, vegna bókunar Stefáns, Hallfreðs, Hlyns og Arnheiðar

viljum við benda á að það þarf að tilnefna í stjórn Vatnsveitufélags

Hvalfjarðarsveitar af sveitarstjórn áður en aðalfundur er haldinn. Bókun

Hallfreðs, Arnheiðar, Stefáns og Hlyns; Við undrumst framgang

Magnúsar Hannessonar í málinu, þar sem hann á að okkar mati ótvírætt

beinna hagsmuna að gæta í því.

 

10. 0908022 - Nýr fulltrúi í fræðslu- og skólanefnd.

Tilnefnd er Arna Arnórsdóttir

Samþykkt samhljóða.

 

Mál til kynningar

 

11. 0906014 - Stækkun Grundartangahafnar - fyrirspurn um matsskyldu.

Ákvörðun Skipulagsstofnunar, erindi dagsett 23. juli 2009.

Lagt fram. Vísað til kynningar í umhverfis- og náttúruverndarnefnd og til

skipulags- og byggingarnefndar.

 

12. 0903001 - Leyfi til efnistöku af hafsbotni við Brekkuboða, Laufagrunn og Kiðafell í Hvalfirði

Erindi Orkustofnunar til Björgun efh. dagsett 29. júlí 2009.

Lagt fram. Vísað til kynningar í umhverfis- og náttúruverndarnefnd og til

skipulags- og byggingarnefndar.

 

13. 0908009 - Tilkynning um úthlutun úr námsgagnasjóði.

2 erindi frá Menntamálaráðuneyti dagsett 21. og 23. júlí 2009. Erindi send

fræðslu- og skólanefnd.

Lagt fram.

 

14. 0908010 - Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga

Erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 21. júlí 2009.

Lagt fram.

 

15. 0908005 - Heildaryfirlit yfir framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga mánuðina janúar - júní 2009.

Lagt fram.

 

16. 0908011 - Smalinn, rafrænt umsóknar- og úrvinnslukerfi

Jöfnunarsjóðs vegna húsaleigubóta.

Erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 21. júlí 2009.

Lagt fram. Vísað til félagsmálastjóra til kynningar.

 

17. 0908012 - Ályktun stjórnar SSV um samgöngumál.

Erindi frá framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi dagsett

6. júlí 2009.

Lagt fram.

 

18. 0908013 - Stuðningur sveitarfélaga vegna skiptinema á Íslandi.

Erindi frá AFS á Íslandi dagsett 20. júlí 2009.

Lagt fram.

 

19. 0908014 - Dvalarheimilið Höfði, skýrsla stjórnar og ársreikningur 2008.

Erindi frá framkvæmdastjóra Dvalarheimilisins dagsett 7. júlí 2009.

Ársreikningur og endurskoðendaskýrsla liggja frammi á skrifstofu.

Lagt fram.

 

20. 0908008 - Afstaða Umhverfisstofnunar varðandi vikmörk

þynningarlínu.

Svar Umhverfisstofnunar við bréfi sveitarstjóra 9. júlí 2009.

Lagt fram. Vísað til kynningar í skipulags- og byggingarnefnd og umhverfis og náttúruverndarnefnd.

 

21. 0906032 - Svar við bókun sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar 12. maí 2009.

Erindi frá Sigurði Sigurjónssyni leikskólastjóra dagsett 9. júní 2009

Lagt fram.

 

 

Aðrar fundargerðir

 

22. 0907004 - 46. fundur stjórnar Dvalarheimilisins Höfða haldinn 6. júlí 2009.

Lagt fram.

 

 

Önnur mál – (ef einhver eru)

 

23. 0908016 - Aðalfundur Hitaveitufélags Hvalfjarðar 28. apríl 2009

Lagt fram.

 

24. 0908018 - Bótakrafa vegna Melaleiti.

Erindi frá Landslögum lögfræðistofu dagsett 11. ágúst 2009.

Lagt fram. Sveitarstjóra í samráði við lögmann Hvalfjarðarsveitar falið að

ræða við bréfritara.

 

25. 0908019 - Hækkun á matargjaldi í leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

Samþykkt samhljóða. Vísað til kynningar í fræðslu- og skólanefnd.

 

26. 0908023 - Sorp- og plasthirða Gámaþjónustu Vesturlands sumarið 2009.

Fram kom að margar athugasemdir hafa borist um sorphirðu og plasthirðu í sumar vegna Gámaþjónustunnar.

 

27. 0908024 - Tilnefning á fulltrúa frá Hvalfjarðarsveit á aðalfund SSV.

Tillaga um að fulltrúar á aðalfundi SSV verði; Ása Helgadóttir og Hlynur

Sigurbjörnsson. Samþykkt samhljóða. Hvalfjarðarsveit bendir á að

fundartími aðalfundar SSV er á háannatíma bænda og kemur í veg fyrir að

stór hluti kjörinna fulltrúa kemst ekki á fundinn.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:20

 

Efni síðunnar