Fara í efni

Sveitarstjórn

58. fundur 04. desember 2008 kl. 13:00 - 15:00

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Magnús Ingi Hannesson og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti bauð fundarmenn velkomna setti fund, síðan var gengið til boðaðrar dagskrár. Undir liðnum önnur mál mætti Adolf Friðriksson fornleifafræðingur.

 

 

 

Málefni

 

Fjárhagsáætlun fyrir Hvalfjarðarsveit milliumræða. Oddviti fór yfir helstu þætti fjárhagsáætlunarinnar og þá þætti sem tekið hafa breytingum á milli umræðna. Sveitarstjóri lagði fram gögn er varða breytingar sem hafa orðið á frumvarpinu á milli umræðna, til samræmis við þær breytingar sem samþykktar voru við fyrri umræðu. Jafnframt þær breytingar sem orðið hafa á tekjuliðum eftir að hækkun á útsvarsprósentu sem var samþykkt á síðasta fundi sveitarstjórnar og eftir uppfærslu á fasteignagjaldastofni frá 1. desember sl. Frumvarpið og breytingartillögurnar ræddar og vísað til loka afgreiðslu við síðari umræðu fjárhagsáætlunarinnar á næsta fundi sveitarstjórnar 9. desember.

 

 

 

Varðandi uppbygginu á leikskólanum í Krosslandi. Sveitarstjórn samþykkir

 

yfirlýsingu varðandi kvöð á land því þar sem leikskólinn skal rísa, í landi Fögrubrekku. Sveitarfélagið á réttindi til þessarar lóðar. Þeim réttindum verður ekki vikið til hliðar án samþykkis sveitarfélagsins. Hvalfjarðarsveit óskar eftir að þessari yfirlýsingu verði þinglýst á landið.

Tillagan samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra og Oddvita falið að ganga frá málinu.

 

 

 

 Önnur mál.

 

Kynning frá Adolfi Friðrikssyni varðandi hugmyndir að breytingu á menningu og safnastarfi sunnan Skarðsheiðar.

 

Ása spurðist fyrir um losun rotþróa og ræddi um skólaakstur. Rætt var um vatnsveitur.

 

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:37

 

 

 

Hallfreður Vilhjálmsson

 

Magnús I. Hannesson

 

Arnheiður Hjörleifsdóttir

 

Sigurður Sverrir Jónsson

 

Ása Helgadóttir

 

Stefán G. Ármannsson

 

Hlynur M. Sigurbjörnsson

 

Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri

 

 

Efni síðunnar