Fara í efni

Sveitarstjórn

56. fundur 25. nóvember 2008 kl. 16:00 - 18:00

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Hlynur Sigurbjörnsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Stefán Ármannsson, Sigurður Sverrir Jónsson, Ása Helgadóttir, Magnús Ingi Hannesson og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Að auki sátu fundinn Kristjana Helga Ólafsdóttir aðalbókari og Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi.

 

Oddviti bauð fundarmenn velkomna setti fund, síðan var gengið til boðaðrar dagskrár.

 

 

 

Mál til kynningar

 

1) 9 mánaðar rekstraryfirlit Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjóri fór yfir lykiltölur en yfirlitið sýnir jafnvægi í niðurstöðu rekstraryfirlitsins og er í samræmi fjárhagsáætlun ársins. Sveitarstjóri fór yfir og svaraði fyrirspurnum ásamt skipulags- og bygginarfulltrúa.

 

 

 

Mál til afgreiðslu

 

2) Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2009, fyrri umræða. Sveitarstjóri fór yfir helstu forsendur frumvarpsins en frumvarpið gerir ráð fyrir samdrætti í útsvarstekjurm sem nemur tíu prósentum. Forsvarsmenn stofnana hafa unnið áætlunina og hafa haft að leiðarljósi að að lækka kostnað sem nemur 5%. Fjárhagsáætlunin hefur einnig verið send til umfjöllunar í nefndum og ráðum sveitarfélagsins. Inn í umræðuna komu Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir alla framkvæmdir sem eru mögulegar á næsta ári og Kristjana Helga Ólafsdóttir aðalbókari fór yfir þætti sem varða kostnaðarþætti í fjárhagsáætlun og hvaða liðir hafa farið fram úr á milli ára. Sveitarstjóri þakkaði starfsfólki og nefndarfólki sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Áætlunin rædd og samþykkt að vísa frumvarpinu til frekari vinnslu á milli umræðna og jafnfram samþykkt að boða til millifundar um fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2009 4. desember og síðari umræðu þann 9. desember.

 

 

 

Önnur mál.

 

Fyrirspurn Arnheiðar Hjörleifsdóttur; í tengslum við fjárhagsáætlun og fasteignagjöld í Hvalfjarðarsveit:

 

1. Hvernig er staðan á skráningu fasteigna á hinu svokallaða NATO-svæði í Hvalfirði?

 

2. Hvaða fasteignagjöld hafa verið (a) lögð á þessar eignir og (b) greidd síðan svæðið var tekið í borgarleg not árið 2006?

 

Svar; Samkvæmt skráningu var eignin skráð í landsská fasteigna 21. október sl. Fasteignagjöld verða lögð á við næstu uppfærslu eins og venja er til með nýskráningar. Það hafa ekki borist uppgjör frá ríkinu vegna erinda Hvalfjarðarsveitar. Svar hefur borist frá fyrsta þingmanni kjödæmisins um að málið fái sem fyrst farsæla lausn.

 

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 21:57

 

Hallfreður Vilhjálmsson Magnús I. Hannesson

 

Arnheiður Hjörleifsdóttir Sigurður Sverrir Jónsson

 

Ása Helgadóttir Stefán G. Ármannsson

 

Stefán Ármannsson Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri

 

 

Til baka

Efni síðunnar