Fara í efni

Sveitarstjórn

49. fundur 24. júní 2008 kl. 16:00 - 18:00

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Hlynur Sigurbjörnsson, Stefán Ármannsson, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Sigurður Sverrir Jónsson,

Ása Helgadóttir, Magnús Hannesson og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Oddviti bauð fundarmenn velkomna, síðan var gengið til boðaðrar dagskrár.

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins

1) 48. fundur sveitarstjórnar haldinn 10. júní 2008. Oddviti fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar. Sveitarstjóri gerði grein f. sölumálum eigna sem og landnotasamningum sem sagt hefur verið upp. Nokkrir samningar eru lausir frá 1. ágúst og sveitarstjóra falið að bjóða framlengingu þeirra. Fundargerðin framlögð.

2) 63. fundur skipulags- og byggingarnefndar haldinn 18. júní 2008 ásamt

afgreiðslum. Sveitarstjórn samþykkti eftirfarandi bókanir skipulags- og

byggingarnefndar;

Mál 1. “210245-4489 Kristján Jóhannesson, Bjarkarási 1, 301 Akranes.

Umsókn Kristjáns um heimild til breyta notkun lóða við Bjarkarás úr

frístundasvæði í íbúðasvæði á aðalskipulagi. Sótt er um að breytingin verði

auglýst. Tillagan hefur verið auglýst samkvæmt 18. gr. skipulags- og

byggingarlaga nr. 73/1997. Engar athugasemdir bárust. Í landi Beitistaða.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að breytingin verði samþykkt.” Tillagan

samþykkt.

Mál 2. Vík “133727, skipting lands (00.0640.00) Málnr. H080013040146-

2299 Daníel Daníelsson, Furugrund 29, 300 Akranes. Erindi Daníels um

heimild til þess að skipta landi eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdrætti Runólfs Sigurðssonar tæknifræðings. Meðfylgjandi umsögn Búnaðarsamtaka Vesturlands, Fornleifaverndar ríkisins og Vegagerðar ríkisins. Tillagan hefur verið auglýst samkvæmt 25. gr. skipulagslaga nr. 73/1997. Engar athugasemdir bárust. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að

deiliskipulagið verði samþykkt.” Tillagan samþykkt.

Mál 3. “Þórisstaðir 133217, deiliskipulag (00.0600.00). Málnr. BH080078,

710881-0229 Starfsmannafélag Ísl. Járnblfél, Grundartanga, 301 Akranes.

Tillaga Magnúsar H. Ólafssonar kt. 150550-4759 arkitekts fh.

starfsmannafélags Grundartanga að deiliskipulagi Túnfótar í landi

Þórisstaða. Nefndin tekur jákvætt í erindið. Brunahana vantar inn á

teikningu og staðsetningu rotþróar. Lýsing, loftnet og móttökudiskar séu lítt

áberandi. Nefndin heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa

tillöguna, að gættum breytingum, að fengnu samþykki sveitarstjórnar.”

Samþykkt. Hlynur Sigurbjörnsson víkur sæti við afgreiðsluna.

Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

Hallfreður Vilhjálmsson víkur sæti undir 10. lið fundargerðarinnar.

3) 29. fundur umhverfis- og náttúruverndarnefndar haldinn 18. júní 2008.

Arnheiður fór yfir efnisatriðin. Tillaga um fyrirkomulag tilnefninga til

umhverfisverðlauna 2008, sem þarf að berast fyrir 8. ágúst, tillagan

samþykkt. Sveitarstjórn samþykkir tillögu um að Baldvin Björnsson verði

tengiliður vegna Héraðsáætlana Landgræðslunnar. Fundargerðin framlögð.

4) 5. fundur starfshóps um endurreisn Bláskeggárbrúar haldinn 6. júní 2008. Fundargerðin framlögð.

 

Mál til afgreiðslu/ kynningar

5) Starfsmannamál, lögð fram ósk um námsleyfi frá Hildu Hólm Árnadóttur við Skýjaborg. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ræða við umsækjanda.

Æskulýðsfulltrúi Ágústa Andrésdóttir hefur sagt starfi sínu lausu. Ágústu eru þökkuð vel unnin störf. Starf félagsráðgjafa við Hvalfjarðarsveit, KM skýrsla hans kynnt. Sveitarstjóra falið að vinna málið nánar. Sveitarstjóri upplýstium starfsmannamál við Heiðarskóla og sumarleyfi skólastjórnenda. Fór yfir skráningarmál vegna eignabókhalds og flokkstjóra í vinnuskóla.

Sveitarstjóra falið að koma með tillögu um greiðslu til oddvita vegna útlagðs kostnaðar og falið að koma með tillögu að launum til nefnda á vegum sveitarstjórnar.

6) Tillaga um gjaldskrá fyrir félagsheimilin í Hvalfjarðarsveit. Tillagan áður lögð fram í maí til fyrri umræðu. Tillagan samþykkt samhljóða með lítilsháttar breytingum.

7) Samkomulag um húsaleigubætur og greiðsluhlutfall Jöfnunarsjóðs. Lagt

fram.

8) Svarbréf til Lex lögmanna er varðar Stjörnugrís. Lagt fram. Sigurður Sverrir og Ása lögðu fram bókun; “Við minnum á að það hefur ekki verið samþykkt í sveitarstjórn að taka þátt í kostnaði við straummælingar eða annarra rannsókna vegna fyrirhugaðs úthlaups fyrir svínabúið á Melum.”

Arnheiður,Hallfreður, Stefán og Hlynur lögðu fram eftirfarandi bókun; “Aldrei kom til þess að leggja hugsanlega kostnaðarþátttöku fyrir sveitarstjórn þar sem umrætt fyrirtæki hafnaði slíku samstarfi. Þess ber að geta að gert var ráð fyrir sérfræðiþjónustu – hugsanlega staummælingum – í fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2008 í tengslum við umhverfisnefnd eins og áður hefur komið fram.”

9) Minnisblað frá sveitarstjóra varðandi fyrirspurn um stjórnsýsluhús.

Sveitarstjóri fór yfir atriði úr bókhaldi og stöðuna á byggingunni. Stefán fór

yfir framkvæmdir.

10) Minnisblað frá kynningarfundi um Melahverfið lagt fram. Sveitarstjóri fór yfir helstu atriði frá fundinum, fyrirspurnir og ábendingar. Fyrirhugaður er fundur fyrir íbúa Hlíðarbæjar, 25. júní að Hlöðum.

11) Samkomulag milli VÍS og Hvalfjarðarsveitar um að börn í Hvalfjarðarsveit séu slysatryggð í íþróttum og tómstundastarfi á vegum Hvalfjarðarsveitar. Lagt fram.

 

Aðrar fundargerðir

12) 52. fundur Faxaflóahafna haldinn 9. júní 2008. Fundargerðin framlögð

13) 6. fundur ritnefndar Hvalfjarðarsveitar 23. júní 2008. Sveitarstjóri fór yfir helstu mál og áherslubreytingar og að kostnaðarþættir verði skoðaðir.

14) Fundargerðir Akranesstofu 1. 2. 3. fundur ásamt ársreikningi Akranesstofu fyrir árið 2007 lögð fram. Arnheiður fór yfir ársreikninginn og athugasemdir varðandi taprekstur umfram fjárhagsáætlun Byggðasafnsins.

15) Fundargerð skólanefndar Fjölbrautaskóla Vesturlands frá 12. júní.Lögð

fram.

 

Önnur mál.

Erindi Hringiðunnar frá 23. júní. Málið rætt og Hlyni falið að vera tengiliður

við áhugahópinn um bættar nettengingar í Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjóra

falið að svara bréfritara.

Erindi frá Vatnsveitufélagi Hvalfjarðar sf. um borun eftir vatni frá 24. júní.

Lagt fram.

Erindi frá Sýslumanninum í Borgarnesi vegna rallkeppni dags. 24. júní. Lagt fram

Bréf frá Jóni Þórarinssyni Efra Skarði og Guðna Þórðarsyni í Tungu vegna

vegamála. Lagt fram.

 

Fleira gerðist ekki, fundargerð lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:14

 

Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti

Hlynur M. Sigurbjörnsson, varaoddviti

Arnheiður Hjörleifsdóttir

Ása Helgadóttir

Magnús I. Hannesson

Sigurður Sverrir Jónsson

Stefán G. Ármannsson

Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri

Efni síðunnar