Fara í efni

Sveitarstjórn

39. fundur 31. janúar 2008 kl. 16:30 - 18:30

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti, Hlynur M. Sigurbjörnsson varaoddviti, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Ása Helgadóttir, Magnús I. Hannesson og Sigurður Sverrir Jónsson. Stefán G. Ármannsson hafði boðað seinkun. Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri sat einnig fundinn og reit fundargerð

Oddviti setti fundinn kl. 16:30, bauð menn velkomna og sérstaklega Þorberg Karlsson frá VSÓ-ráðgjöf sem mættur var til að kynna stöðu verkefnis sem hann og félagar hans höfðu tekið að sér fyrir framkvæmdanefnd um byggingu Heiðarskóla. Var síðan gengið til dagskrár:

  1. Arnheiður kynnti stöðu mála og gaf Þorbergi síðan orðið. Um er að ræða þarfagreiningu í sambandi við væntanlega nýbyggingu fyrir Heiðarskóla. Enn fremur hvernig best væri að standa að því að ráða hönnuð að verkinu. Þorbergur ræddi m.a. um verkefnisferil við væntanlega byggingu, þ.e. upphafsskeið, tillöguskeið, hönnun og framkvæmdir. (Stefán kom inn á fundinn kl. 16:40). Einnig fór Þorbergur yfir það sem hann kallaði verkefnislýsingu og einnig hvernig hægt væri að standa að vali ráðgjafa eða hönnuðar við þetta verk. Eftir að hafa svarað nokkrum fyrirspurnum vék Þorbergur af fundi kl. 17:05.
  2. Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2008. Síðari umræða. Oddviti bauð nú Jóhann Þórðarson frá Endurskoðunarskrifstofu Jóns Þórs Hallssonar velkominn á fundinn. Fyrir fundinum lágu breytingatillögur sveitarstjóra. Enn fremur lá fyrir fundinum endurskoðaðar reglur um afslátt af fasteignaskatti fyrir tekjulága elli- og örorkulífeyrisþega og voru þær samþykktar. Einnig lá fyrir fundinum tillaga að nýrri gjaldskrá leikskólans Skýjaborgar þar sem gert er ráð fyrir 6 klst. gjaldfrjálsum leikskóla í stað 8 klst. eins og nú er og var hún samþykkt. Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera tillögur að gjaldskrám sveitarfélagsins. Fjárhagsáætlun síðan samþykkt.
  3. Eigendafundur Faxaflóahafna 1. febrúar nk. þar sem teknar verða fyrir breytingar á fulltrúum í stjórn fyrirtækisins. Samþykkt að senda Hallfreð Vilhjálmsson á fundinn.
  4.  

Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:00

Hallfreður Vilhjálmsson oddviti

Hlynur M. Sigurbjörnsson varaoddviti

Arnheiður Hjörleifsdóttir

Ása Helgadóttir

Magnús I. Hannesson

Sigurður Sverrir Jónsson

Stefán G. Ármannsson

Einar Örn Thorlacius 

Efni síðunnar