Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

101. fundur 05. janúar 2011 kl. 16:00 - 18:00

Magnús Ingi Hannesson, Ása Hólmarsdóttir, Daníel Ottesen, Björgvin Helgason og Kristján Jóhannesson.


Daníel Ottesen ritari nefndarinnar, ritaði fundargerð.


Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Fyrirspurnir


1. 1012053 - Litla Lambhagaland, fyrirspurn


Erindi Sigvalda Þórðarsonar fh. Sigurjóns Sigurðssonar og Guðrúnar Öddu Maríusardóttur, varðandi byggingu bifreiðageymslu á lóðinni sbr. meðfylgjandi afstöðumynd.


Ása Hólmarsdóttir vék af fundi við afgreiðsluna. Nefndin lítur svo á að hér þurfi að leita eftir áliti Skipulagsstofnunnar s.br ákvæði til bráðabrigða nr.123/2010 57 gr.

 

 


Framkvæmdaleyfis umsóknir


2. 1011079 - Litli Sandur, endurnýjun olíulagna
Erindi Olíudreifingar ehf og Birgðamiðstöðvarinnar Miðsandi ehf. varðandi endurnýjun hluta eldsneytislagna sem er á milli stöðvanna og einnig að koma fyrir gufusöfnunarlögn frá birgðastöð BM til endurvinnslu í VOC kerfi ODR.Erindið var til umfjöllunar hjá Umhverfis- og náttúruverndarnefnd þann 7. nóvember og var afgreitt athugasemdalaust.Gjöld: Móttökugjald kr.: 8.600,-Lágmarksgjald kr.: 15.000,-Úttektargjöld 5 aðk.kr.: 43.000,-Lokaúttektargjald kr.: 47.900,-Heildargjöld kr.:114.500,- Leitað var eftir meðmælum hjá Skipulagstofnun varðandi veitingu framkvæmdaleyfis sbr. 3. tl. bráðbirgðaákvæða laga nr. 73/1997. Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.


Frestað.

 

 


Byggingarleyfis umsóknir


3. 1012052 - Digrilækur 1, niðurrif


Erindi Ólafs Jónssonar fh. Birgðastöðvarinnar Miðsandi ehf. um heimild til þess að rífa geymsluhús mhl. 09 0101 59m2 að stærð byggt árið 1967.


Samþykkt.


4. 1009077 - Ölver 13, sumarhús og breytt lóðarmörk


Umsókn Ingibjargar J. Ingólfsdóttur um heimild til þess að flytja á staðinn sumarhús og að breyta lóðamörkum lóðarinnar samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Ómars Péturssonar byggingarfræðings.Stærð húss: 105,5m2 - 321,0m3 Gjöld: Byggingarleyfisgjald kr.: 36.272,-

Úttektargjald 3aðk. kr.: 25.800,-Mæligjald 2 úts. kr.: 88.800,-Lokaúttektargjald kr.: 47.900,-Heildargjöld kr.: 198.772,-Erindið var grenndarkynnt samkvæmt 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Ein athugsemd barst frá eiganda Ölvers 18, varðandi aðkomu að lóð. Yfirlýsing Ingibjargar varðandi aðkomu að lóð, send eiganda lóðar nr. 18. Þar kemur fram að aðkoma muni ekki skerðast. Í framhaldi af því hefur skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkt erindið.


Samþykkt.


5. 1012055 - Fornistekkur 9, nýtt sumarhús


Umsókn Árna Geirs Sigurðssonar um heimild til þess að reisa sumarhús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Sveins Valdimarssonar verkfræðings. Stærð húss: 39,1m2 - 108,9 m3 Byggingarleyfisgjald kr.: 17.965,- Úttektargjald 8 aðk. kr.: 68.800,- Mæligjald 2 úts. kr.: 88.800,-Lokaúttektargjald kr.: 47.900,-Heildargjöld kr.: 223.465,-


Nefndin felur byggingarfulltrúa að afgreiða málið.


6. 1101014 - Innri Hólmur, niðurrif geymslna


Umsókn Hallgríms Rögnvaldssonar og Sigurrósar Sigurjónsdóttur um heimild til þess að rífa matshlutana 10, Alifuglahús byggt 1954 og 18,Vélageymsla byggt 1973.


Samþykkt.

 


Skipulagsmál


7. 1012056 - Birkihvammur 1 deiliskipulag


Tillaga að deiliskipulagi Birkihvamms 1 lögð fram til kynningar.


Lagt fram til kynningar. Nefndin bendir á að gera þurfi grein fyrir vatnsöflun fyrir svæðið.


8. 1101013 - Digrilækur 1, breytt deiliskipulag


Erindi Ólafs Jónssonar varðandi minniháttar breytingu á deiliskipulagi Digralækjar 1, vegna lagningar gufusöfnunarlagnar, sbr. meðfylgjandi uppdráttur Þorleifs Eggertssonar arkitekts.


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að breytingin á deiluskiplagi verði grenndarkynnt samkvæmt 2 mgr. 43.gr 123/2010.


Önnur mál


9. 1012050 - Áshamar stækkun lóðar


Erindi Jónu Bjargar Kristinsdóttur og Erlings Þórs Pálssonar varðandi endurskoðun á afgreiðslu nefndarinnar frá 14.11.2007.


Nefndin lítur svo á að erindið skuli fyrst fara fyrir sveitarsveitarstjórn enda er erindið stílað á sveitarstjórn og snertir fyrri ákvörðun sveitarstjórnar.


10. 1012048 - Kjaransstaðir stöðuleyfi


Umsókn Indriða Þórissonar um stöðuleyfi fyrir færanlegan bragga. Gjöld kr: 8.600,-


Stöðuleyfi veitt í 1. ár.


11. 1011020 - Námskeið fyrir fulltrúa Skipulags- og byggingarnefnda

Erindi Skipulagstofnunar dags. 5. janúar varðandi námskeið fyrir sveitarstjórnarfulltrúa


Lagt fram. Skiplagsfulltrúa falið að bóka alla nefndarmenn.


12. 1011043 - Ósk um þátttöku sveitarfélagsins í endurgerð reið- og gönguleiðar meðfram Leirársveitarvegi 504 frá Þjóðvegi 1 og upp að Leirá.


Samantekt skipulags- og byggingarfulltrúa varðandi forgangsröðun lögð fram.


Lagt fram. Byggingarfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.


13. 1101015 - Gjaldskrár skipulags- og byggingarfulltrúa


Erindi skipulags- og byggingarfulltrúa varðandi gjaldskrár embættisins.


Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera drög að nýrri gjaldskrá fyrir embættið, sem taki mið af nýjum skipulagslögum.

 

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:50

Efni síðunnar