Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

96. fundur 11. ágúst 2010 kl. 16:00 - 18:00

Magnús Ingi Hannesson, Hjalti Hafþórsson, Ása Hólmarsdóttir, Daníel Ottesen, Guðjón Jónasson,

 

Fundargerð ritaði: Daniel Ottesen , ritari nefndarinnar

Auk þeirra skipulags- og byggingarfulltrúi Skúli Lýðsson

1. 1007040 - Belgsholt, viðbygging við vélageymslu og niðurrif

Umsókn Haraldar Magnússonar um heimild til þess að hækka veggi, breyta þaki og klæða að utan vélageymslu (mhl.12 og 14)samkvæmt uppdráttum Aðalsteins Kristjánssonar tæknifræðings. Einnig er sótt um að rífa skúrbyggingu (mhl.26)

Stækkun húss: 160,0 m3

Gjöld kr.:

Byggingarleyfisgjald kr.: 18.460,-

 

Samþykkt.

 

2. 1007039 - Eyrarskógur 38, geymsluhús og sauna

Umsókn Kristins Ragnarssonar arkitekts fyrir hönd Byggingar ehf um heimild til þess að reisa geymsluhús og saunabað samkvæmt meðfyglgjandi uppdráttum Kristinns.

Stærðir húsa:

Geymsla: 7,8 m2 - 18,5 m3

Saunabað: 10,1 m2 - 24,1 m3

Gjöld:

Byggingarleyfisgjald kr.: 12.406,-

Úttektagjöld 5 aðk. kr.: 43.500,-

Lokaúttetargjald 1/2 kr.: 24.150,-

Heildargjöld kr.: 80.056,-

 

Erindið er í samræmi við gildandi deiluskipulag, samþykkt.

 

3. 1007044 - Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020

Framhald afgreiðslu erinda frá 93. fundi nefndarinnar, varðandi breytingu á svæðum Kúludalsá f24c f24d. Einnig að fella út reiðleið í landi Innra Hólms.

 

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að heimila vinnu við breytingar við gildandi aðalskipulag.

 

4. 1007041 - Brekka

Umsókn Guðmundar Ágústs Gunnarssonar og Úrsúlu Árnadóttur um að heimila byggingu íbúðarhúss á jörðinni.

 

Nefndin lítur jákvætt á erindið enda verður skilað inn fullnægjandi uppdráttum.

 

5. 1006001 - Svarfhólskógur breytt deiliskipulag.

Erindi stjórnar Svarfhólsskógar um breytingu á deiliskipulagsskilmálum eignarlóða hvað varðar stærð, fjölda og útlit húsa ásamt nýtingarhlutfalli lóða.

Erindið var auglýst samkvæmt 25.gr. laga 73/1997.

Athugasemdafrestur er til 6. ágúst.

 

Engar athugasemdir bárust. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

 

6. 1007038 - Vestri Leirárgarðar, deiliskipulag

Erindi Marteins Njálssonar og Dóru Líndal varðandi nýtt deiliskipulag fyrir reiðhöll, íbúðarhús á landareigninni, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Jees Arkitekta.

 

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði auglýst samkvæmt 25.grein laga nr.73.1997.

 

7. BH080078 - Þórisstaðir deiliskipulag

Erindi starfsmannafélags Grundartanga varðandi nýtt deiliskipulag Túnfótar.

Erindið var auglýst samkvæmt 25.gr. laga 73/1997.

 

Athugasemdafrestur var til 16. júlí, engar athugasemdir bárust.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

 

8. 1008003 - Brekka II, niðurrif

Umsókn Úrsölu Árnardóttur og Guðmundar Á Gunnarssonar um heimild til að rífa gamla íbúðarhúsið fnr.2104081 byggingarár 1926.

 

Samþykkt með þremur atkvæðum (DO,MH,ÁH) gegn tveim.(HH,GJ).Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hún marki sér stefnu um niðurrif gamalla húsa.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:50

Efni síðunnar