Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

94. fundur 02. júní 2010 kl. 16:00 - 18:00

Björgvin Helgason, Jón Haukur Hauksson, Sigurgeir Þórðarson og Benóný Halldórsson.

Fundargerð ritaði: Jón Haukur Hauksson , ritari nefndarinnar

Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi og Sæmundur Víglundsson sem mun leysa skipulags- og byggingarfulltrúa af í sumar.

1. 1005032 - Sólheimar 8 sumarhús.

Umsókn Karls Sigurjónssonar um heimild til þess að reisa sumarhús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Helga Mar Hallgrímssonar arkitekts F.A.Í.

Stærð húss 45,4 m2 og 174,6 m3

stærð geymslu 3,9 - 7,5 -

Gjöld kr.:

Byggingarleyfisgjald kr.: 24.542,-

Úttektagjald 8 aðk. kr.: 69.600,-

Lokaúttektagjald 1/1 kr.: 48.300,-

Mælingagjald 2 úts. kr.: 89.600,-

Heildargjöld kr.: 232.042,-

 

Erindið er í samræmi við skilmála og er samþykkt.

 

2. BH070107 - Ytri Hólmur I 133694.

Erindi Brynjólfs Ottesen varðandi framlengingu á stöðuleyfi húss.

Gjöld kr.: 8.700,-

 

Samþykkt er stöðuleyfi til 3 mánaða.

 

3. 1005038 - Stóra- Fellsöxl, náma, framkvæmdaleyfi.

Umsókn skipulags- og byggingarfulltrúa um framkvæmdaleyfi fyrir áframhaldandi rekstri námu í samræmi við matsskýrslu Umís ehf.

Gjöld kr.:

Móttökugjald kr.: 8.700,-

Lágmarksgjald kr.: 15.200,-

Úttektagjald 20 a.kr.: 174.000,-

Lokaúttektagjald kr.: 48.300,-

Alls gjöld kr.. 246.200,-

 

Samþykkt.

 

4. 1005039 - Grundatangahöfn, vinnubúðir.

Umsókn Ernst Guðjóns Backman um heimild til þess að setja upp vinnubúðir á gámasvæði Faxaflóahafna.

Gjöld kr.: 8.700,-

 

Samþykkt til eins árs.

 

5. 1005008 - Merkingar í Hvalfjarðarsveit.

Erindi frá 86. fundi sveitarstjórnar, varðandi upplýsingaskilti í sveitarfélaginu.

 

Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögur um staðsetingar og kostnaðaráætlun.

 

6. 1005001 - Vegamót Grundartangavegar og Þjóðvegar 1.

Erindi frá 86. fundi sveitarstjórnar, varðandi vegamót í sveitarfélaginu.

 

Lagt fram.

 

7. 1005018 - Vatnsmiðlun í Geitarbergsvatni, Hvalfjarðarsveit.

Erindi frá 86. fundi sveitarstjórnar, varðandi álit Skipulagsstofnunar á vatnsmiðlun í Geitabergsvatni.

 

Lagt fram.

 

8. 1005040 - Heiðarskóli, skipting lóða.

 

Erindi skipulags- og byggingarfulltrúa varðandi skiptingu lóða við raðhús 1-3 við Heiðaskóla.

 

Samþykkt.

 

9. 1006002 - Litli- Sandur, aðstöðusköpun við líparítvinnslu.

Erindi Sementverksmiðjunnar hf. varðandi aðstöðusköpun og undirbúning vegna vinnslu á líparíti í námu 3 á grundvelli frummatsskýrslu sem er til meðferðar hjá Skipulagsstofnun.

 

Nefndin samþykkir að undirbúin verði lagning aðkomuvegar frá námu 2 að námu 3 og jarðvegsskipti til undirbúnings fráleggssvæðis.

 

10. 1006001 - Svarfhólskógur breytt deiliskipulag.

Erindi stjórnar Svarfhólsskógar um breytingu á deiliskipulagsskilmálum varðandi stærð, fjölda og útlit húsa og nýtingarhlutfall lóða.

 

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði auglýst skv. 25. gr. laga nr. 18 73/1997.

 

11. BH070118 - Álfheimar 4.

Erindi Linda ehf. varðandi brottflutning tveggja sumarhúsa, Álfheimar 4 og Álfheimar 6.

 

Nefndin tekur jákvætt í erindið, en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að staðfesta hjá sýslumanni vegna áhvílandi veða.

 

12. BH070119 - Álfheimar 6.

Erindi Linda ehf. varðandi brottflutning tveggja sumarhúsa, Álfheimar 4 og Álfheimar 6.

 

Nefndin tekur jákvætt í erindið, en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að staðfesta hjá sýslumanni vegna áhvílandi veða.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:10

Efni síðunnar