Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

71. fundur 05. nóvember 2008 kl. 16:00 - 18:00

Ása Helgadóttir, Sigurgeir Þórðarson, Benoný Halldórsson, Jón Haukur Hauksson og Björgvin Helgason.  Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi.

Byggingarleyfis umsóknir

1. Grundartangi álver 133197, viðbygging við baðhús mhl.14   (00.0470.03) Mál nr. BH080129

Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar kt. 1505504759 arkitekts fh. Norðuráls ehf. um heimild til þess að byggja við baðhús.
Stærð hús:  463,0 m2  -  1.991,0 m3
Gjöld
Byggingarleyfisgjald kr.:     165.189,-
Úttektargjöld 15 aðk. kr.:     118.500,-
Lokaúttektargjald       kr.:        43.900,- 
_______________________________
Heildargjöld                  kr.:    327.589,-
Samþykkt

2. Grundartangi álver 133197, viðbygging við skautsmiðju mhl. 06   (00.0470.03) Mál nr. BH080127

570297-2609 Norðurál Grundartangi ehf, Grundartanga, 301 Akranes
Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar kt. 1505504759 arkitekts fh. Norðuráls ehf. um heimild til þess að byggja við skautsmiðju, starfsmannaðstöðu.
Stærð hús:  153,0 m2  -  612,0 m3
Gjöld
Byggingarleyfisgjald kr.:     56.248,-
Úttektargjöld 12 aðk. kr.:     94.800,-
Lokaúttektargjald       kr.:     43.900,-
_______________________________
Heildargjöld                  kr.:  194.948,-
samþykkt

3. Grundartangi álver 133197, viðbygging við verkstæðisbyggingu mhl.13   (00.0470.03) Mál nr. BH080128

Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar kt. 1505504759 arkitekts fh. Norðuráls ehf. um heimild til þess að byggja við verkstæðisbyggingu.
Stærð hús:  1.120,0 m2  -  9.200,0 m3
Gjöld
Byggingarleyfisgjald kr.:     734.700,-
Úttektargjöld 15 aðk. kr.:     118.500,-
Lokaúttektargjald       kr.:        43.900,-  
_______________________________
Heildargjöld                  kr.:    897.100,-
Samþykkt

4. Grundartangi álver 133197, olíustöð mhl. 55   (00.0470.03) Mál nr. BH080130

Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar kt. 1505504759 arkitekts fh. Norðuráls ehf. um heimild til þess að byggja olíustöð.
Stærð hús:  20,0 m2  -  60,0 m3
Gjöld
Byggingarleyfisgjald kr.:     12.400,-
Úttektargjöld 06 aðk. kr.:     47.400,-  
_______________________________
Heildargjöld                  kr.:    59.800,-
Samþykkt

5. Hafnarskógar 49 í landi Hafnar II, sumarhús    Mál nr. BH080126

300173-3579 Björn Ingi Kristvinsson, Valsholti, 311 Borgarnes
Umsókn Björns Inga um heimild til þess að koma fyrir aðfluttu sumarhúsi og byggja við það samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum frá Ómari Péturssyni kt. 050571-5569 byggingarfræðingi.
Stærð húss 72,4 m2  - 248,8 m3
Gjöld
Byggingarleyfisgjald kr.:     10.554,-
Úttektargjöld 5 aðk.    kr.:     39.500,-
Lokaúttektargjald        kr.:     43.900,-
Mælingargjöld             kr.:     40.700,-
_______________________________
Heildargjöld                  kr.:  134.654,-
samþykkt

Önnur mál

6. Afgreiðsla umsókna, tillaga að meðferð byggingarleyfisumsókna    Mál nr. BH060051

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Endurskoðuð tillaga að afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa á byggingarleyfisumsóknum.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

7. Efra-Skarðsland, lögbýli   (00.0180.02) Mál nr. BH080133

230873-5269 Sigurður Arnar Sigurðsson, Lundarbrekku 10, 200 Kópavogur
Umsókn Sigurðar Arnars um heimild til þess að stofna lögbýli á jörð sinni sem er 60p,9 ha að stærð.
Nefndin gefur jákvæða umsögn.

8. Fundarsköp nefnda, fundarsköp    Mál nr. BH080134

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi sveitarstjóra varðandi fundarsköp.
Lagt fram til kynningar.
 

9. Vinnureglur skipulags- og byggingarfulltrúa, varðar dagsektir    Mál nr. BH080132

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Tillaga að vinnuferli ef beita þarf dagsektum.
Lagt er til að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að fullmóta fyrirliggjandi hugmyndir fyrir næsta fund.

10. Grundartangahöfn 133676, vigt   (31.0001.00) Mál nr. BH080135

530269-7529 Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Umsókn um að koma fyrir bílavigt við hliðskúr
Samþykkt.

Viðurkenningar  meistara

11. Staðbundin viðurkenning meistara, múrarameistari    Mál nr. BH080131

280149-6839 Helgi Þorsteinsson, Borgarhrauni 16, 810 Hveragerði
Umsókn Helga um staðbundna viðurkenningu sem múrarameistari í lögsagnarumdæmi Hvalfjarðarsveitar.
Meðfylgjandi Meistarabréf dags. 19 júní 1975
Ferilskráning frá Hveragerði
Samþykkt.

Skipulagsmál

12. Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, Aðalskipulag    Mál nr. BH060064

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi frá Herði Jónssyni kt. 080353-3919 og Guðnýju Elínu Geirsdóttur kt. 100253-7869 Galtarvík þar sem tilkynnt er um lokun námu í landi Galtarvíkur.
Samþykkt erindi varðandi námu í landi Galtarvíkur.

Umsögn umhverfis- og náttúruverndarnefndar um drög að greinargerð aðalskipulags.

Samþykkt að hafa inni í texta að sjálfbær þróun liggi til grundvallar allri skipulagsvinnu.

Samþykkt að sleppa lagaupptalningu í greinargerð aðalskipulags, en birta þær upplýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins, enda breytilegar heimildir.
Samþykkt að sleppa upptalningu skipulaga í gildi, enda breytilegt, en birta upplýsingar um þetta á heimasíðu sveitarfélagsins, ásamt því hvaða skilmálar gilda hvar.
 

Ákveðið er að sleppa því að setja sérstakan texta inn í greinargerð vegna almenningssamgangna og biðstöðvar strætisvagns.
Samþykkt er að í greinargerð verði bætt við umfjöllun um skógrækt innan þynningarsvæðis við Grundartanga.
Ákveðið er að breyta texta í umfjöllun um stefnumörkun um iðnað hvað iðnaðarsvæði við Grundartanga varðar. Nefndin er jákvæð fyrir uppbyggingu á svæðinu en sér ekki fyrir sér sérstaka markaðssetningu af hálfu sveitarfélagsins.
Ákviðið er að breyta texta í umfjöllun um stefnumörkun um hafnarsvæði hvað hafnafsvæði við Grundartanga varðar. Nefndin er jákvæð fyrir uppbyggingu á svæðinu en sér ekki fyrir sér sérstaka markaðssetningu af hálfu sveitarfélagsins.
Ákveðið er að endurskoða umfjöllun greinargerðar um vernd á jökulgörðum sunnan Blákolls, hvað stærð svæðisins varðar. Nefndin telur ekki ráðlegt að fella hverfisvernd út að svo komnu máli.

13. Aðalskipulag Skilmannahrepps, breyting vegna Melahverfis    Mál nr. BH080043

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi Skipulagsstofnunar dags. 8.10.2008 varðandi umsögn Vegargerðarinnar.
Fallist er á athugasemd Vegagerðarinnar um fjarlægðarmörk skipulagssvæðis frá vegi. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að fullvinna málið í samráði við Vegagerðina.

14. Laxárbakki 133656, deiliskipulag   (00.0420.03) Mál nr. BH080114

530502-2010 Vöttur ehf, Stóra-Lambhaga 1, 301 Akranes
Lagður fram endurskoðaður skipulagsuppdráttur frá Zeppelin arkitektum. Þar sem gert er ráð fyrir nýjum byggingarreit fyrir starfsmannahús auk eldri bygginga á lóðinni.
Lagt er til að tillagan verði auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
Samþykkt. Lagt er til að tillagan verði auglýst.

15. Melahverfi, deiliskipulag    Mál nr. BH070133

630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi Skipulagsstofnunar dags. 8.10.2008 varðandi umsögn Vegargerðarinnar.
.Fallist er á athugasemd Vegagerðarinnar um fjarlægðarmörk skipulagssvæðis frá vegi. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að fullvinna málið í samráði við Vegagerðina.

 


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:10

Efni síðunnar