Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

53. fundur 13. febrúar 2008 kl. 16:00 - 18:00

Ása Helgadóttir, Sigurgeir Þórðarson, Magnús Ingi Hannesson, Jón Haukur Hauksson og Björgvin Helgason. Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Önnur mál
1.
Afgreiðsla umsókna, tillaga að meðferð byggingarleyfisumsókna
Mál nr. BH060051
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Endurskoðuð tillaga skipulags- og byggingarnefndar að afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa á byggingarleyfisumsóknum.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykktirnar verði afgreiddar.
2.
Kúludalsárland 7 133702, auglýsingaskilti
(00.0380.70)
Mál nr. BH070155
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
590602-3610 Atlantsolía ehf, Lónsbraut 2, 220 Hafnarfjörður
Bréf Atlantsolíu, varðandi auglýsingaskilti á spennistöð.
Afgreiðslu er frestað til næsta fundar.
3.
Samgönguáætlun 2008, umsögn
Mál nr. BH080015
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi sveitarstjórnar varðandi bréf samgöngunefndar Alþingis dags. 17. janúar þar sem óskað er umsagna um frumvarp til laga um samgönguáætlun 292. mál.
Frumvarpið má sjá á slóðinni:
www.althingi.is/altext/135/s/0332.html
Byggingarfulltrúa og formanni nefndarinnar falið að afgreiða umsögn til sveitarstjórnar.
4.
Vík 133727, skipting lands
(00.0640.00)
Mál nr. BH080013
040146-2299 Daníel Daníelsson, Furugrund 29, 300 Akranes
Erindi Daníels um heimild til þess að skipta landi eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdrætti Runólfs Sigurðssonar tæknifræðings.
Afstaða Vegagerðar og Fornleifaverndar ríkisins liggur ekki fyrir. Leiðrétta þarf heiti á uppdrætti. Nefndin gerir kröfu um umsögn Búnaðarsamtaka Vesturlands um skiptingu landsins og breytta landnotkun. Afgreiðslu frestað.

Skipulagsmál
5.
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, Aðalskipulag
Mál nr. BH060064
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsingu vegna aðkomu almennings að samþættingu aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar.
Tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkt og honum falið að auglýsa.
6.
Aðalvík 211189, Umsókn um hús samkvæmt br.b ákvæði 3. tl.
(00.0181.00)
Mál nr. BH070134
171152-3649 Kristinn L Aðalbjörnsson, Nökkvavogi 50, 104 Reykjavík
Umsókn Kristins um heimild til þess að breyta áður afgreiddri samþykkt , þar sem heimilað var að reisa einbýlishús að reisa sumarhús á landinu samkvæmt bráðabirgðaákvæði skipulags- og byggingarlaga 3. tl. og meðfylgjandi uppdráttum.
Ekkert skipulagt er í gildi á umræddu svæði sem er innan þynningarsvæðis frá iðnaðarsvæðinu við Grundartanga. Nefndin leggur til að heimild verði veitt til að leita samþykkis skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga.
7.
Bjarkarás 1, breyting á aðalskipulagi
(14.0000.10)
Mál nr. BH070161
210245-4489 Kristján Jóhannesson, Bjarkarási 1, 301 Akranes
Bréf Skipulagsstofnunar dags. 11 janúar 2008, þar sem óskað var eftir frekari rökstuðning sveitarstjórnar varðandi breytingu á aðalskipulagi.
Fjallað er um ítarlegri rökstuðning sem liggur fyrir ða sér blaði dags. 13.feb.2008. Erindið afgreitt til sveitarstjórnar.
8.
Deiliskipulags Belgsholt, Skógarás
Mál nr. BH080014
210753-2579 Haraldur Magnús Magnússon, Belgsholti 2, 301 Akranes
Erindi Haraldar varðandi tillögu Ólafs Guðmundssonar að deiliskipulagi blandaðrar íbúða- og frístundahúsabyggðar og staðsetningu vindaflsstöðvar í landi Belgsholts lögð fram.
Tillagan gerir ráð fyrir 2 íbúðarhúsalóðum og 3 sumarhúsalóðum.
Meðfylgjandi umsögn Fornleifavernd ríkisins dags. 10. september 2007
Bréf Vegagerðarinnar dags. 11. febrúar 2008.
Samningur við Stjörnugrís um staðsetningu á brunahana vegna slökkvivatns dags.6. febrúar 2008.
Meirihluti nefndarinnar gerir kröfu um umsögn Búnaðarsamtaka Vesturlands vegna breyttrar landnotkunar. Afgreiðslu frestað.
9.
Höfn 2 174854, Breyting á aðalskipulagi
(00.0287.00)
Mál nr. BH070106
190348-2889 Guðmundur Hall Ólafsson, Mótel Venusi, 301 Akranes
280149-3229 Margrét J Jónsdóttir, Höfn 3, 301 Akranes
Bréf Skipulagsstofnunar dags. 10 janúar 2008, þar sem óskað var eftir frekari rökstuðning sveitarstjórnar varðandi breytingu á aðalskipulagi.
Fjallað er um ítarlegri rökstuðning sem liggur fyrir ða sér blaði dags. 13.feb.2008. Erindið afgreitt til sveitarstjórnar.

10.
Melahverfi, deiliskipulag
Mál nr. BH070133
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Tillögur VSÓ að fyrsta áfanga deiliskipulag Melahverfis.
Smári Johnsen mætir á fundin og kynnir tillöguna.
Tillaga V.S.Ó. dags. 11.feb.2008 rædd og settir fram minnispunktar fyrir hönnuð.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00

Efni síðunnar