Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

46. fundur 07. nóvember 2007 kl. 16:00 - 18:00

Magnús Ingi Hannesson, Guðjón Jónasson, Daníel A Ottesen, Björgvin Helgason og Bjarni Rúnar Jónsson. Auk þeirra Skúli Lýðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

Skipulagsmál
1.
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, Aðalskipulag
Mál nr. BH060064
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Erindi Skipulagsstofnunar varðandi tilkynningu um matsskyldu vegna nýrra Hvalfjarðargangna.
Nefndin telur ekki þörf á að ný göng undir Hvalfjörð sæti mati á umhverfisáhrifum. Nefndin telur að gangnamunni að norðanverðu eigi að snúa til norðausturs þar sem vegtenging yfir Grunnafjörð hefur verið felld út úr að alskipulagi og jafnframt yrði um að ræða verulega styttingu á hringveginum, allt að 3-4 km.
2.
Grundartangahöfn 133676, deiliskipulag
(31.0001.00)
Mál nr. BH070057
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
530269-7529 Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Tillaga Faxaflóahafna að nýju deiliskipulagi Grundartangahafnar.
Tillagan er unnin af teiknistofu Gylfa og félaga merkt deiliskipulag iðnaðar- og hafnarsvæði vestursvæði ásamt umhverfisskýrslu.Tillaga Faxaflóahafna að breytingu deiliskipulags Grundartangahafnar, austursvæði. Eldra deiliskipulag frá maí 2005 fellur úr gildi.
Tillagan er unnin af teiknistofu Gylfa og félaga, merkt deiliskipulag iðnaðar- og hafnarsvæðis austursvæði ásamt umhverfisskýrslu.
Deiliskipulagið var auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið ásamt umhverfisskýrslu dags. 11. september með breytingum gerðum 29. október 2007 verði samþykkt.

3.
Grundartangahöfn 133676, deiliskipulag
(31.0001.00)
Mál nr. BH070057
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
530269-7529 Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
Tillaga Faxaflóahafna að nýju deiliskipulagi Grundartangahafnar.
Tillagan er unnin af teiknistofu Gylfa og félaga merkt deiliskipulag iðnaðar- og hafnarsvæði vestursvæði ásamt umhverfisskýrslu.
Deiliskipulagið var auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið ásamt umhverfisskýrslu dags. 11. september með breytingum gerðum 29. október 2007 verði samþykkt.
4.
Melahverfi, deiliskipulag
Mál nr. BH070133
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrimel 3, 301 Akranes
Afmörkun og vinna við drög að deiliskipulagi Melhverfis á grundvelli rammaskipulags V.S.Ó.
Umræða um tillögur V.S.Ó að deiliskipulagi.
Nefndin leggur til að ráðist verði í að deiliskipuleggja áfang 2 í tillögu A frá V.S.Ó Meirihluti nefndarinnar vill að miðað verði við þéttleika byggðar, allt að 12 íbúðir á ha.
Magnús telur að hámarksþéttleiki eigi að vera allt að 15 íbúðir á ha.
Breyta þarf gildandi aðalskipulagi samtímis, vegna aukins þéttleika
Framkvæmdarleyfi
5.
Hlíðarfótur 133180, varnir við Súluá
(00.0340.00)
Mál nr. BH070143
160953-4709 Þórarinn Þórarinsson, Hlíðarfæti, 301 Akranes
Erindi Þórarins varðandi varnir við Súluá.
Nefndin tekur undir með landeiganda að nauðsynlegt sé að tryggja farveg Súluár og vísar í lög nr. 15/1923 gr. 75. og lög nr. 20/2006 gr. 22 um heimild til þess að verja land gegn árennsli vatns.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30

Efni síðunnar