Fara í efni

Menningar- og atvinnuþróunarnefnd 2011-2018

41. fundur 23. febrúar 2017 kl. 18:00 - 20:00

Ásta Marý Stefánsdóttir, Áskell Þórisson, Brynjólfur Sæmundsson, Brynja Þorbjörnsdóttir og Ingibjörg Halldórsdóttir.

1. Hátíðarhöld 17. júní 2017.

Almenn ánægja var með fyrirkomulagið í fyrra og ákveðið að leitast við að halda því með svipuðu sniði.

2. Kynningarmál.

Nefndin telur þörf á að kynningarmál fái meira vægi hjá sveitarfélaginu hvað varðar ferðaþjónustu, atvinnulíf, menningu og íbúaþróun. Nefndin óskar eftri áliti sveitarstjórnar á málaflokkunum og þeim kostnaði sem af verkefninu gæti hlotist.

3. Önnur mál.

  3.1 Heimsókn frá SSV. Nefndin þakkar fulltrúum frá SSV og Atvinnuráðgjöf Vesturlands fyrir mjög góðan fund sem þó hefði mátt vera betur sóttur.

  3.2 Hvalfjarðardagar, rætt að það þurfi að leita að styrkveitingum sem fyrst fyrir næstu hátíð.

  Annað ekki rætt og fundi slitið kl. 19:50

Efni síðunnar