Fara í efni

Menningar- og atvinnuþróunarnefnd 2011-2018

38. fundur 04. júlí 2016 kl. 18:00 - 20:00

Ásta Marý Stefánsdóttir, Brynja Þorbjörnsdóttir og Ingibjörg Halldórsdóttir.

Áskell Þórisson og Brynjólfur Sæmundsson boðuðu forföll.

Helga Harðardóttir, 1. varamaður gat ekki mætt til fundarins.

Dagskrá:

1.      Kosning formanns í stað Brynjars Ottesen.

2.      Verkefni nefndarinnar.

3.      Önnur mál.

 

Fundargerð:

1.      Ingibjörg Halldórsdóttir lagði fram tillögu um að Brynja Þorbjörnsdóttir yrði kosinn formaður nefndarinnar og var það samþykkt samhljóða.

2.      Farið yfir og rætt um verkefni og stöðu nefndarinnar. Samþykkt að farið verði yfir þessi atriði á næsta fundi þegar allir aðalmenn eru mættir.

3.      Önnur mál:

a.       Guðný Kristín Guðnadóttir, verkefnisstjóri Hvalfjarðardaga mætti til fundarins og greindi nefndinni frá stöðu undirbúnings. Bréf hafa verið send styrktaraðilum, minnt hefur verið á Hvalfjarðardaga með auglýsingu til íbúa og mögulegra þátttakenda og vonast er eftir jákvæðum viðbrögðum og áformaður er fundur með ferðaþjónustuaðilum. Rætt um einstaka viðburði í dagskrá Hvalfjarðardaga og það sem framundan er.

b.      Rætt um samstarf verkefnisstjóra Hvalfjarðardaga og Menningar- og atvinnuþróunarnefndar vegna undirbúnings og framkvæmdar með Hvalfjarðardögum. Samþykkt var að verkefnisstjóri og formaður nefndarinnar yrðu í sambandi innan tíðar.

Fleira ekki gert fundi slitið kl. 18:55

Efni síðunnar