Fara í efni

Menningar- og atvinnuþróunarnefnd 2011-2018

36. fundur 25. febrúar 2016 kl. 18:00 - 20:00

Brynjar Ægir Ottesen, Brynjólfur Sæmundsson, Alexandra 

Chernyshova. Áskell Þórisson, Ásta Marý Stefánsdóttir 2. varamaður sat 

fundinn fyrir hönd Ingibjargar Halldórsdóttur sem boðaði forföll.

1.  Kosning formanns og varaformanns.

 

Kosning formanns og varaformanns fer fram í kjölfar þess að Jónella 

Sigurjónsdóttir fyrrverandi formaður hefur óskað lausnar frá störfum í 

nefndinni. Fram kom tillaga um Brynjar Ægi Ottesen sem formann 

nefndarinnar og var það samþykkt samhljóða. Fram kom tillaga um Áskel 

Þórisson sem varaformann nefndarinnar og var það samþykkt samhljóða.

 

2.  Önnur mál.

 

Jónella Sigurjónsdóttir, fyrrverandi formaður fór yfir og kynnti helstu 

verkefni sem framundan eru hjá nefndinni. Rætt var um hátíðarhöld á 17. 

júní, tímasetningu Hvalfjarðardaga og fleiri verkefni nefndarinnar.

 

Nefndin samþykkir að Hvalfjarðardagar 2016 verði haldnir 26.-28. ágúst 

nk.

 

Nefndin samþykkir að fela formanni að ræða við húsvörð í Fannahlíð um 

leigu hússins v/ Hvalfjarðardaga.

 

Formaður nefndarinnar mælist til þess að aðalmenn og varamenn í 

nefndinni taki þátt í undirbúningsfundi um mótun „Menningarstefnu 

Vesturlands“ sem haldinn verður hér í Hvalfjarðarsveit þann 10. mars nk.

Nefndin samþykkir að fela formanni að afla upplýsinga um verkefnið 

„Sagnaöflun í Hvalfjarðarsveit“ og kynna á næsta fundi nefndarinnar.

 

Stefnt er að vinnufundi í Menningar- og atvinnuþróunarnefnd þann 17. 

mars nk.

 

Menningar- og atvinnuþróunarnefnd þakkar Jónellu Sigurjónsdóttur 

fyrrverandi formanni fyrir vel unnin störf í þágu nefndarinnar.

 

Jónella þakkar nefndarfólki fyrir samstarfið og óskar því farsældar í 

mikilvægum störfum sem framundan eru.

 

 

Fleira ekki gert fundi slitið kl. 19:20

Efni síðunnar