Fara í efni

Menningar- og atvinnuþróunarnefnd 2011-2018

12. fundur 06. desember 2012 kl. 17:30 - 19:30

Anna Leif Elídóttir, Jóhanna Harðardóttir, Ása Hólmarsdóttir.Brynjar Ottesen mætti kl 17:30.

 

1. Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.


2. Kristján Karl Kristjánsson mætti á fund nefndarinnar vegna undirbúnings fyrir fjölskylduhátíð 24. ágúst 2013 og páskadagskrár sama ár.

Nefndin kemur til með að hvetja sveitunga til þátttöku með viðburðum á fjölskylduhátíð í ágúst. Vel tókst til á þessu ári að halda slíkan viðburð og mætti fjöldi fólks og sérstök ánægja var með sönghópinn sem var á vegum nefndarinnar. Kristján Karl Kristjánsson víkur af fundi kl .17:45.


3. Leikfélagið sunnan Skarðsheiðar hefur tekið að sér að halda þrettándagleðina árið 2013, samkvæmt samningi við menningar- og atvinnuþróunarnefnd.


4. Land undir gagnaver og annan léttan umhverfisvænan iðnað í landi Eystra- Miðfells og Kalastaðakots.1211025.


Nefndin fagnar því að fá slík erindi inn á borð til sín. Með tilliti til atvinnuþróunnar telur nefndin afar jákvætt að fjölbreyttari atvinnumöguleikar komi á þetta svæði og stefnt verði að starfsemi með minni mengun.


5. Þjónustuskiltið við Hvalfjarðargöng bíður tilbúið og beðið er eftir að það verði uppsett.

 

Fleira ekki gert fundi slitið k.l 18:20


Brynjar Ottesen

Efni síðunnar