Fara í efni

Menningar- og atvinnuþróunarnefnd 2011-2018

11. fundur 16. nóvember 2012 kl. 17:00 - 19:00

Anna Leif Elídóttir,Jóhanna Harðardóttir,Brynjar Ottesen og Ása Hólmarsdóttir. Sigurgeir Þórðarson boðaði forföll

1. Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.


2. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.


  • Gerð var fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.
    Þjóðhátíðardagskrá 320.000
    Bænadagskrá 50.000
    Sumarhátíð/hausthátíð 300.000
    Þrettándagleði 350.000
    Réttarkaffi 200.000
    Húsaleiga vegna Þorragleði 100.000
    Sagnaöflun 400.000
    Ófyrirséð 100.000
    Samtals 1.820.000


3. Starfssamningur við Leikfélagið um Þrettándagleði og 17 Júní


Drög voru gerð að samningi við Leikfélag sunnan skarðsheiðar er varðar framkvæmd þessara viðburða.


4. Staða þjónustuskilta.


Búið er að fá verð í gerð síðasta skiltið og er það sama verð og fyrir skiltin síðast. Áætlað er að skiltið verði tilbúið til uppsetningar í nóvember byrjun og verður það sett upp á besta stað á gangnaplani. Búið er að ræða við umsjónamann fasteigna með málun á skiltarömmum allra skiltanna sem staðsett eru í Hvalfjarðarsveit.


5. Sagnaöflun.


Jóhanna segir nefndarmönnum frá stöðu mála.


6. IPA verkefni.


Formaður fór yfir möguleg verkefni, en útlit er fyrir að ekki verði send inn umsókn sem stendur.


7. Önnur mál


Stefnt verður að því að sækja um styrk til Menningarráðs Vesturlands fyrir 18. nóvember nk. til áframhaldandi sagnaöflunar. Nefndin hefur tvisvar fengið styrk til verkefnisins, annars vegar frá Menningarráði Vesturlands og hins vegar frá styrktarsjóði EBÍ auk mótframlags Hvalfjarðarsveitar.

 


Tillaga: Menningar- og atvinnuþróunarnefndar um Menningarsetur og sögusafn í Fannahlíð.


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að búið verði til Menningarsetur og sögusafn í Fannahlíð. Mikil saga er til í héraðinu sem hægt væri að nýta til miðlunar. Söguöflun er þegar hafin hjá nefndinni og gengur vel. Þar felast gífurlegir ónýttir möguleikar. Nefndin leggur til að á næsta ári verði starfsmaður í hlutastarfi við gagnaöflun og undirbúning. Möguleiki er á að leigja húsið út til þess rekstrar, þegar slíkt safn væri komið upp.

 


Fleira ekki gert fundi slitið k.l 19:30


Brynjar Ottesen

Efni síðunnar