Fara í efni

Menningar- og atvinnuþróunarnefnd 2011-2018

8. fundur 11. júní 2012 kl. 17:00 - 19:00

Anna Leif Elídóttir og Jón Valgeir Viggósson, Brynjar Ottesen mætti kl 18:00. Auk þeirra Þórdís Þórisdóttir fyrir ungmennafélag og Skýjaborg og Daniela Gross fyrir kvenfélagið Grein.

1) Anna Leif setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.


2) Farið yfir drög að dagskrá 17. júní hátíðahalda.


Dagskrá 17. júní 2012 í hinu nýja grunnskólahúsnæði í Heiðarskóla.


Skrúðganga kl 13:30 frá Heiðarskóla.
Formleg dagskrá frá 14:00
Setning
Fjallkonan
Ræðumenn frá Ungmennaráði
Tónlistaratriði ungu kynslóðarinnar
Leikfélagið sunnan Skarðsheiðar sér um leiki
Andlitsmálun
Ljósmyndasýning barna í Hvalfjarðarsveit
Teymt undir börnunum
Hoppikastalar
Kvenfélagið Grein sér um kaffisölu,
Kaffið kostar 1000 krónur fyrir 7 ára og eldri og 500 krónur fyrir 2 til 6 ára. Frítt fyrir yngri.


Allir hvattir til að koma í þjóðbúningum.


Þórdís og Daníela viku af fundi kl 18:00.
Brynjar Ottesen mætir á fund kl 18:00.

3. Búin til auglýsing sem senda á heim á alla bæi sveitarfélagsins og sett verður á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.


4. Ákveðið að Anna Leif sjái um að tala við Laufeyju og Sigríði Láru um starfsmann í eldhúsi skólans, hljóðkerfi, ljósmyndasýningu og fleira. Auk þess að ræða við Karen Marteinsdóttur um hesta, Jónu í leikfélaginu um leiki, skrúðgöngu, andlitsmálun og fjallkonuna og Björn Fálka um ræðumenn og hoppikastala.

 


Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl 18:30

Efni síðunnar