Fara í efni

Menningar- og atvinnuþróunarnefnd 2011-2018

2. fundur 05. desember 2011 kl. 17:00 - 19:00

Anna Leif Elídóttir, Ása Hólmarsdóttir, Brynjar Ottesen, Sigurgeir Þórðarson og Jóhanna Harðardóttir sem notaði tæknina og mætti á fundinn á Skype.

1) Anna Leif setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.


2) Strykbeiðni undirbúningsnefndar á vegum ferðaþjónustuaðila við Hvalfjörð vegna opins vinnufundar "samstarfs ferðaþjónustu við Hvalfjörð".

Jóhanna segir frá undangenginni vinnu og niðurstöðum vegna samstarfs ferðaþjónustuaðila við Hvalfjörð. Nefndinni barst beiðni dagsett 4. des. 2011 frá undirbúningsnefnd vegna fundarins sem var svohljóðandi:


Menningar- og atvinnuþróunarnefnd Hvalfjarðarsveitar;


Þriðjudaginn 29. nóvember síðastliðinn var haldinn stór opinn vinnufundur um sameiningu ferðaþjónustu í Hvalfjarðarsveit og Kjósarhreppi.


Þórdís Guðrún Arthursdóttir var aðalfrummælandi fundarins, skipulagði og stjórnaði hópavinnu sem mótaði drög að sameiginlegum markmiðum í ferðaþjónustu við Hvalfjörð. Öllum kostnaði við þennan merka og árangursríka fund var haldið í skefjum og eini kostnaðurinn við fundinn er að greiða Þórdísi lágmarkslaun fyrir framlag sitt og útlagðan kostnað. Reikningur Þórdísar hljoðar upp á krónur 52.590


Þar sem liðið geta nokkrir mánuðir uns styrkveitingar samstarfsins skila sér fer nefndin þess á leit að sveitarfélögin Hvalfjarðarsveit og Kjósarhreppur styrkji þennan þátt við atvinnuþróun í sveitarfélögunum jafnt hlutfallslega.


Nefndin leitar því eftir því að Hvalfjarðarsveit veiti Undirbúningsnefnd fundarins Samstarf í ferðaþjónustu styrk að upphæð kr. 35.060 til lúkningar kostnaði.


Undir bréfið ritar Ragna Ívarsdóttir, framkvæmdastjóri hótel Glyms.


Menningar- og atvinnþróunarnefnd hefur engin fjárráð til að styrkja slík verkefni. Beinir hún því umsókninni til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar og mælir með að hún verði samþykkt.


3) Menningar- og atvinnuþróunarnefnd ræddi um styrkveitingar frá Menningarráði Vesturlands en umsóknarfrestur er til 10. desember.

 

Bendir nefndin íbúum Hvalfjarðarsveitar á að hægt sé að sækja um styrki til menningartendra viðburða en nánari upplýsingar eru á menningarviti.is.

 

Nefndin mun ekki sækja um styrk að þessu sinni.


4) Þrettándagleði.


Nefndin ræddi drög að dagskrá og ákvað að leita til Guðjóns Sigmundssonar á Hlöðum um samstarf vegna gleðinnar.


Ákveðið að halda næsta fund 10. janúar 2012 kl 17:00.


Fundi slitið kl 18:15


Fundargerð ritaði: Anna Leif Elídóttir í tölvu.

Efni síðunnar