Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

115. fundur 03. febrúar 2015 kl. 17:00 - 19:00

Hjördís Stefánsdóttir formaður, Ólafur Ingi Jóhannesson varaformaður, Eyrún Jóna 

Reynisdóttir ritari, Björn Páll Fálki Valsson aðalmaður, Guðmundur Ólafsson 

aðalmaður, Helena Bergström áheyrnafulltrúi, Ragna Kristmundsdóttir áheyrnafulltrúi, 

Elín Ósk Gunnarsdóttir áheyrnafulltrúi, Jón Rúnar Hilmarsson embættismaður og 

Arndís Halla Jóhannesdóttir embættismaður.

 

Arndís Halla Jóhannesdóttir  félagsmálastjóri, ritaði fundargerð

1.   1501034 - Erindi frá foreldrafélagi leik- og grunnskóla 

Hvalfjarðarsveitar.

 

Skólanefnd telur brýnt að huga að stofnun á rekstri 

frístundarheimilis/skóladagvistar og mun framkvæma viðhorfskönnun til 

þess að kanna þörf fyrir slíkan rekstur.

 

2.   1501035 - Kostnaðarþátttaka vegna leikskóladvalar barna utan 

sveitarfélagsins.

 

Drög að reglum samþykkt og nefndin beinir þeim tilmælum til 

sveitastjórnar að samþykkja reglurnar þannig að þær taki gildi í 

sveitarfélaginu.

 

3.   1501046 - Til umsagnar frumvarp til laga um menntamálastofnun 

(heildarlög), 456. mál.

 

Lagt fram til kynningar.

 

4.   1501047 - Til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla (kæruleiðir, 

einkareknir skólar o.fl.), 426.mál.

 

Lagt fram til kynningar.

 

5.   1408011 - Beiðni um þátttöku í kostnaði vegna leikskóladvalar barns 

utan sveitarfélagsins.

 

Ákveðið er að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar nefndarinnar enda 

er þá gert ráð fyrir að reglur um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna 2 

utan lögheimilissveitarfélags hafi tekið gildi.

 

6.   1502002 - Skólanámskrá Heiðarskóla og Skýjaborgar.

 

Nokkur umræða um námskrárnar. Málinu er frestað og nefndarmenn 

munu kynna sér námskrárnar betur.

 

7.   1502001 - Afreksmannastyrkur.

 

Óskað verður eftir frekari gögnum frá málshefjanda.

 

8.   1501036 - Staða leik- og grunnskóla í Hvalfjarðarsveit.

 

Jón Rúnar sagði frá starfsemi skólans.

 

9.   1501037 - Stefnumótun í íþrótta- æskulýðs og tómstundamálum.

 

Sagt frá vinnu sem er í gangi.

 

10.   1501038 - Breytingar á aðalnámskrá grunnskóla og stuðningur við 

innleiðingu námsskrár.

 

Bréf lagt fram til kynningar.

 

11.   1501039 - Hvatning til sveitarfélaga að gera átak í að hækka 

menntunarstig starfsmanna leikskóla.

 

Bréf lagt fram til kynningar. Nefndin telur rétt að sveitarfélagið hugi að því 

að koma til móts við starfsfólk í leikskólum sem vill afla sér 

viðbótarmenntunar.

 

12.   1501045 - Fundargerð foreldrafélgs leik- og grunnskóla dgs.21.jan 

2015

 

Fundargerð foreldrafélags leik- og grunnskóla til kynningar.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:45 .

Efni síðunnar