Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

106. fundur 06. febrúar 2014 kl. 17:15 - 19:15

Ása Helgadóttir, Valgerður Jóna Oddstóttir, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Dagný Hauksdóttir  og Helgi Pétur Ottesen sem ritarði fundargerð. Stefán Ármannsson boðaði forföll.


Auk þeirra Jón Rúnar Hilmarsson, skólastjóri, Einar Sigurðsson, fulltrúi kennara
grunnskólasviðs, Ragna Kristmundsdóttir fulltrúi kennara leikskólasviðs og Daniela Gross fulltrúi foreldra leikskólabarna. Guðrún Dadda Ásmundardóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna, boðaði forföll.

 


1.  Setning fundar.


Formaður setti fundinn og bauð fundargesti velkomna.


2.  Mánaðarskýrsla skólastjóra.


Skólastjóri fór yfir starfsemi leik- og grunnskólans í desember og janúar. Í
mánaðarskýrslu skólastjóra fyrir desember kom m.a fram að í yngri deild leikskólans var lögð áherslu á málörvun, einnig var Numicon stærðfræðiefni notað þar, en það auðveldar börnum að skilja tölur og stærðir. Opnað var fyrir frammistöðumat fyrir nemendur og foreldra Heiðarskóla. Matið er notað til þess að meta stöðu nemendans, fá umræðu um sastöðu hans á heimilinu og í foreldraviðtölum í janúar. Rafmagnslaus dagur var í leikskólanum 6. des. Sönghópurinn, Spangólandi úlfar, sungu í Hallgrímskirkju og á
Bjarteyjarsandi. Í janúarskýrslu skólastjóra kom m.a fram að kallakaffi var í Skýjaborg þann 24. janúar, úti morgunstund var einn morguninn í Heiðarskóla, þar sem borðað var við varðeld, þrír starfsmenn sóttu hæfnispróf fyrir starfsmenn sundlauga. Almennum starfmönnum í leik- og grunnskóla voru afhentir Ipadar og byrjað var að afhenta nemendum í 1-7 bekk Ipada. Könnun var lögð fyrir unglingastigið „Heilsa og lífskjör skólanema“. Listaverkasýning er í stjórnsýsluhúsinu á verkum leikskólabarna. Skólastjóra var boðið að taka þátt í stefnumótunarfundi Menntamálaráðuneytisins í upplýsingatækni í
skólastarfi.


3.  Bréf frá Karli Marinóssyni, félagsmálastjóra.

 

Þar sem kemur fram að hann hafi haft samband við Jón Sigfússon hjá Greiningu og ráðgjöf til að fræðast um mælanleika hugtaka eins og hagir og líðan barna. Fram kom að fjölskyldunefnd hyggst halda opinn fund fyrir foreldra, starfsfólk og nefndir þar sem Jón Sigfússon mun fræða menn um rannsóknir sem gerðar hafa verið á nemendum í
grunnskólum. Nefndin þakkar Karli, félagsmálastjóra, fyrir bréfið og tekur nefndin undir
afstöðu fjölskyldunefndar.


4.  Samantekt frá skólastjóra um Ipad innleiðingu í leik- og grunnskóla.


Allir starfsmenn skólanna og allir nemendur Heiðaskóla haf fengið Ipada. Þar að auki eru
fjórir Ipadar komnir í notkun fyrir börnin í Skýjaborg. Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar
hefur sett sig í fararbrodd skóla á landsvísu með innleiðingu Ipada á heilt skólastig og
flæði inn í leikskólann. Enginn annar skóli á Íslandi er að gera þetta með þessum hætti.


5.  Ósk skólastjóra að mótuð sé stefna og áætlun um mál sem geta komið upp þar
sem kennari og starfsmenn skólans eru sakaðir um refsiverða háttsemi.


Huga þarf að því í hvaða farveg þessi mál fara, hver rannsakar, hver gætir hagsmuna
starfsmannsins og hvað verður um starfsmanninn þegar svona ábendingar koma fram.
Nefndin ræddi erindið. Ákveðið að skólastjóri vinni drög af stefnunni og áætlunni fyrir
næsta fund nefndarinnar.


6.  Afreksstyrktarsjóður Hvalfjarðarsveitar.


Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar lagði sveitarstjórn til að fræðslu og skólanefnd
móti ramma um reglur um afreksstyrki. Nefndin leggur til að árlega sé fjárheimild fyrir því
að veita þeim einstaklingum sem skarað hafa framúr á sviðum íþrótta, menningar eða
vísinda.


Önnur mál.

Rætt var um sviðsstjóramál á Skýjaborg. Skólastjóri svaraði fyrirspurnum
nefndarmanna.
Bókun: Fræðslu- og skólanefnd hvetur sveitarstjórn til þess að leysa þá stöðu sem að
komin er upp vegna sviðsstjórastöðu Skýjaborgar sbr. skipurit, til þess að faglegt starf
verði ekki látið sitja á hakanum.


Rætt var um tómstundaávísanir og Nórakerfið. Formanni var falið að ræða við

fjármálastjóra um málið.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 18:55.
Ása Helgadóttir
Valgerður Jóna Oddsdóttir
Helgi Pétur Ottesen
Arnheiður Hjörleifsdóttir
Dagný Hauksdóttir

Efni síðunnar