Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

104. fundur 07. nóvember 2013 kl. 17:15 - 19:15

Ása Helgadóttir, Stefán Ármannsson, Dagný Hauksdóttir og Valgerður Jóna Oddsdóttir sem ritaði fundargerð.
Helgi Pétur Ottesen boðaði forföll.


Auk þeirra Jón Rúnar Hilmarsson, skólastjóri, Einar Sigurðsson, fulltrúi kennara
grunnskólasviðs, Ragna Kristmundsdóttir, fulltrúi kennara leikskólasviðs, Katrín Rós Sigvaldadóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna og Guðrún Dadda Ásmundsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna

1.  Setning fundar.


Formaður setti fundinn og bauð fundargesti velkomna. Formaður sagði frá því að
hann hafi verið í sambandi við formann ungmennafélagsins varðandi íþróttaiðkun fyrir yngstu börnin, einnig sagði formaður frá skriflegum fyrirspurnum sínum til
félagsmálastjóra vegna forvarnastefnu Hvalfjarðarsveitar.


2.  Mánaðarskýrsla skólastjóra.


Skólastjóri fór yfir starfsemi leik- og grunnskólans í október.
Í mánaðarskýrslunni kom m.a fram að skólanámskrárvinna Leik og grunnskólans fór fram í sept/okt og var byrjað með að vinna með gildi skólans, virðingu, vellíðan, samvinnu og metnað. Einnig var mikil ánægja með vatnsþema sem var í Heiðarskóla.


3.  Gátlisti Heiðarskóla.


Vala fór yfir gátlista Heiðarskóla og skólastjóri svaraði spurningum. Ein af ábyrgðum skólanefnda skv. lögum og reglugerðum fyrir grunnskóla er að fara yfir eftirlitsþætti sem athuga þarf hjá grunnskólanum.


4.  Reglur um Íþróttastyrki og tómstundarávísanir.

Sveitastjórn kom með ábendingar um ákveðnar breytingar á reglum um íþróttastyrki Hvalfjarðarsveitar, nefndin lagfærði reglurnar í samræmi við ábendingar sveitastjórnar.
Nefndin leggur til að síðasti liðurinn verði tekin út og stofnaður verði
afrekstyrktarsjóður.

 

5.  Forvarnastefna Hvalfjarðarsveitar.

Félagsmálanefnd hefur unnið að forvarnarstefnu Hvalfjarðarsveitar. Nefndin fór yfir stefnuna lið fyrir lið og gerði smávægilegar ábendingar sem formaður mun koma til skila til félagsmálastjóra.


6.  Fyrirlestrar.

Samþykkt í samvinnu við félagsmálanefnd að fá til okkar fyrirlesara sem munu fjalla um vímuefni og tölvunotkun. Fyrirlestrarnir munu vera fyrir foreldra og nemendur.

Foreldrafélagið ætlar að halda málþing í samvinnu við fræðslu- og skólanefnd sem mun hafa yfirskriftina „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“. Þar sem fengnir verða fyrirlesarar um forvarnir um einelti og afleiðingar þess. Málþingið er ætlað fyrir foreldra og nemendur í 6.-10. bekk.


7.  Önnur mál


Fræðslu- og skólanefnd leggur áherslu á að tryggt verði öryggi sundgesta á
opnunartíma Heiðarborgar. Tryggja þarf að tveir starfsmenn séu á vakt hverju sinni til að framfylgja lögum og reglugerðum.


Mál til kynningar


Skýrsla umboðsmanns barna
Dagur gegn einelti 8. nóvember
Rekstrarkostnaður leikskóla 2012-2013 eftir stærð sveitarfélaga
Hagstofutölur 2012-13
Dreifpóstur menntamálaráðuneytisins um samskipti skóla og trúfélaga

 

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 19:38.


Ása Helgadóttir
Valgerður Jóna Oddsdóttir
Stefán Ármannsson
Dagný Hauksdóttir


Efni síðunnar