Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

103. fundur 03. október 2013 kl. 17:15 - 19:15

Valgerður Jóna Oddsdóttir, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Dagný Hauksdóttir og Helgi Pétur Ottesen sem ritar fundargerð. Ása Helgadóttir og Stefán Ármannsson boðuðu forföll.


Auk þeirra Jón Rúnar Hilmarsson, skólastjóri, Guðrún Dadda Ásmundardóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna og Ragna Kristmundsdóttir, fulltrúi kennara leikskólasviðs.

1.  Setning fundar.


Valgerður bauð fundargesti velkomna.


2.  Mánaðarskýrsla skólastjóra.


Skólastjóri fór yfir mánaðarskýrslu septembermánaðar. Skólastjóri greindi m.a. frá því að talmeinafræðingur sé kominn í hlutastarf í leik- og grunnskólanum. Nefndin lýsir ánægju sinni með skýrsluna og að loksins sé kominn talmeinafræðingur til starfa.

3.  Gátlisti fyrir leikskólann Skýjaborg.


Valgerður fór yfir gátlista fyrir Skýjaborg. Umræður það sem að betur má fara og það sem að vel hefur verið gert. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að leikskólahúsnæðið verði gert svo að það uppfylli kröfur laga og reglugerðar og þá er einkum átt við eldhúsið og starfsmannaaðstöðu. Nefndin hvetur sveitarstjórn til að tryggja fjármagn í verkefnið í næstu fjárhagsáætlun. Nefndin hvetur sveitarstjórn einnig til þessa að hefja framkvæmdir á minni leikskólalóðinni.

4.  Fjárhagsáætlun árið 2014.


Umræður um næsta starfsár og áætlar nefndin að halda 12 fundi samtals á því ári.
Nefndin leggur til að leita til samstarfs við foreldrafélögin varðandi fræðslu- og
kynningafundi í sveitarfélaginu.   

 
5.  Starfsáætlun leik- og grunnskóla.


Starfsáætlun lögð fram. Umræður og lýsir nefndin ánægju sinni með starfsáætlunina.


6.  Samskipti skóla og trúfélaga.


Nefndin ályktar að trúar- og lífsskoðunarfélög skulu leitast við að skipuleggja
fermingarfræðslu/ferðir með þeim hætti að það fram fari utan skólatíma leik- og grunnskóla Hvalfjararsveitar og leiði ekki til mismununar nemenda
utan tiltekinna trúar og lífsskoðunarfélaga. Þetta á við allar heimsóknir í
trúarlegum tilgangi, skemmtidagskrár eða aðrar kynningar tengdar starfi
þeirra, sem og dreifingu á boðandi efni.


Vísað er til þeirrar almennu reglu skólans að ef skipulag viðburða og /eða
ferða geti ekki átt sér stað utan skólatíma þá skulu foreldrar sækja um leyfi
fyrir börn sín til skólans.


Nefndin samþykkir ályktuna samhljóma.


7.  Styrkir vegna ferða ungmenna í íþrótta- og tómastundarstarfi.


Farið var yfir reglur um fjárstyrki sveitarfélagsins til íþrótta og tómstundaiðkenda.
Nefndin gerði tillögu sína að breytingum og vísar þeim til sveitarstjórnar.


8.  Nemendalisti Heiðarskóla.


Nemendalisti Heiðarskóla lagður fram.

9.  Merki leik- og grunnskóla.


Skólastjóri lagði fram hugmynd sína um að gera sameiginlegt merki fyrir leik- og
grunnskóla. Nefndin tók jákvætt í erindið og ákvað að taka til frekari umræðu á næsta fundi.


Mál til kynningar.


Vefsíðan GERT.


37. mál til umsagnar frá Allherjar- og menntamálanefnd alþings.


Frístundarheimili, lengd viðvera.


Önnur mál.


Engin.

 


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 19:35.


Valgerður Jóna Oddsdóttir
Dagný Hauksdóttir
Arnheiður Hjörleifsdóttir
Helgi Pétur Ottesen 

Efni síðunnar