Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

100. fundur 02. maí 2013 kl. 17:15 - 19:15

Ása Helgadóttir, Valgerður Jóna Oddsdóttir og Helgi Pétur Ottesen sem ritar fundargerð.
Ásgeir Kristinsson og Stefán Ármannsson boðuðu forföll.


Auk þeirra Jón Rúnar Hilmarsson, skólastjóri, Dagný Hauksdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna,

Ragna Kristmundsdóttir, fulltrúi kennara leikskólasviðs og Einar Sigurðsson, fulltrúi kennara grunnskólasviðs.

 

1.  Setning fundar.


Ása, formaður, setti fundinn og bauð fundargesti velkomna á 100. fund fræðslu- og skólanefndar. Bakkelsi í boði sveitarfélagsins að því tilefni.


2.  Mánaðarskýrsla skólastjóra.

 

Skólastjóri fór yfir mánaðarskýrsluna. Umræður um skýrsluna. 


3.  Niðurstaða könnunar á stöðumati á sameiningu leik- og grunnskóla.


Valgerður fór yfir fyrirliggjandi niðurstöður. Umræður varðandi skýrsluna og
niðurstöður hennar. Nefndin var almennt ánægð með niðurstöðurnar og að könnunin endurspegli að markmið sameiningar hafi tekist vel að flestu leyti. Svarhlutfall var 62%. Nefndin vill árétta að búið sé að sameina skólana og að mjög vel gengur að ná þeim markmiðum sem að stefnt var að í upphafi. Skólastjóri telur að könnunin muni nýtast vel til skólanámskrárvinnu framtíðarinnar. Nefndin þakkar Valgerði fyrir vel unnin störf og starfsmönnum fyrir þátttökuna.  


4.  Viðmið um samskipti kirkju og skóla (frá menntamálaráðuneytinu).


Umræður varðandi málið. Skólastjóri ætlar að taka umræðu í skólanum varðandi málið.


Mál til kynningar


5.  Tilnefningar fulltrúaráðs í skólanefnd FVA.


Ása tilkynnti að Þórdís Þórisdóttir verði áfram varamaður í fulltrúaráði FVA.

6.  Danmerkurferð Skýjaborgar.

 

Skólastjóri sagði nefndinni frá Danmerkurferð starfsmanna Skýjaborgar sem að tókst með ágætum.


7.  Innleiðingaráætlun mennta- og menningarmálaráðuneytis vegna innleiðingar nýrrar menntastefnu.


Lagt fram.


8.  Endurgerð leikskólalóðar Skýjaborgar.


Teikningar af endurgerð leikskólalóðar Skýjarborgar sýndur nefndinni. Nefndin lýsir ánægju sinni með fyrirhugaðar framkvæmdir.


9.  Önnur mál:


Rætt um starfsmannamál næsta hausts í leik- og grunnskóla. Skólastjóri svaraði fyrirspurnum.

 


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 18:35.

 


Ása Helgadóttir
Valgerður Jóna Oddsdóttir
Helgi Pétur Ottesen

Efni síðunnar