Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

98. fundur 07. mars 2013 kl. 17:15 - 19:15

Ása Helgadóttir, Valgerður Jóna Oddsdóttir, Ásgeir Kristinsson og Helgi Pétur Ottesen sem ritar fundargerð. Stefán Ármannsson boðaði forföll.


Auk þeirra Jón Rúnar Hilmarsson, skólastjóri, Brynjólfur Sæmundsson fulltrúi foreldra leikskólabarna og Einar Sigurðsson, fulltrúi kennara grunnskólasviðs.


1.  Setning fundar.

Ása, formaður, setti fundinn og bauð fundargesti velkomna.


2.  Mánaðarskýrsla skólastjóra.


Skólastjóri fór yfir mánaðarskýrsluna. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með starfsemi skólanna í febrúarmánuði. Nefndin ræddi um fjarvistir og heilsueflingu starfsmanna skólanna.

 
3.  Yfirferð á viðmiðunarreglum um styrkveitingar til íþrótta- og tómstundaiðkunar.


Farið var yfir viðmiðunarreglur um styrkveitingar. Rætt var um að leggja til nokkrar breytingar varðandi styrkveitingarnar. Ákveðið var að fresta umræðu fram að næsta fundi.


4.  Sameining leik- og grunnskóla í Hvalfjarðarsveit, stöðumat.


Fræðslu- og skólanefnd samþykkir að Valgerður geri smávægilegar breytingar á stöðumatinu í samræmi við umræður á fundinum og að fengnu samþykki nefndarinnar verði stöðumatið framkvæmt. Stöðumatið verður sent til starfsmanna Heiðarskóla, Skýjaborgar og til fræðslu- og skólanefndar í rafrænu formi.


5.  Tillaga að breytingu á erindsbréfi fræðslu- og skólanefndar.


Þann 27.12.2012 voru sett ný lög um bókasöfn. Í ljósi þess leggur fræðslu- og skólanefnd til að mótuð verði stefna hjá sveitarfélaginu um almenningsbókasöfn áður en 6. lið erindsbréfsins verði breytt.


6.  Erindsbréf, yfirferð.


Valgerður fór yfir erindsbréf fræðslu- og skólanefndar.

7.  Úttekt á skólastarfi.

Fræðslu- og skólanefnd samþykkir að sækja um úttekt á skólastarfi Hvalfjarðarsveitar til Menntamálaráðuneytis þegar að auglýst verður næst eftir umsóknum.

 

8.  Önnur mál.


Heiðarborg.
Erindi frá Dagnýju Hauksdóttur varðandi húsnæðið Heiðarborg. Bréfritari taldi að viðhalds væri þörf á því húsnæði en mjög kalt er í húsinu þegar að lágt hitastig er utandyra. Skólastjóri upplýsti nefndina að yngstu nemendurnir hefðu ekki stundað íþróttir þegar kaldast var. Ásgeir óskaði eftir hugmyndum frá starfsmönnum um úrbætur.

Viðhorfskönnun til foreldra.


Nefndin ræddi um viðhorfskönnun til foreldra barna í leik- og grunnskóla.

Samþykkt að Valgerður sjái um framkvæmd og úrvinnslu á könnuninni.

 


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 19:10.


Ása Helgadóttir
Valgerður Jóna Oddsdóttir
Helgi Pétur Ottesen
Ásgeir Kristinsson

Efni síðunnar