Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

83. fundur 03. maí 2012 kl. 17:45 - 19:45

Arna Arnórsdóttir, Sigurbjörg Kristmundsdóttir, Valgerður Jóna Oddsdóttir og Hlynur Sigurbjörnsson sem ritar fundargerð.

Forföll boðuðu: Bjarni Jónsson, Ingibjörg Hannesdóttir, Birna María Antonsdóttir og Brynjólfur Sæmundsson.


Auk þeirra Sigríður Lára Guðmundsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskólasviði, Kartrín Rós Sigvaldadóttir fulltrúi kennara grunnskólasviðs,

Magnea Sigríður Guttormsdóttir fulltrúi kennara leikskólasviðs, og Dagný Hauksdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna.

 

1. Setning fundar.


Varaformaður (V.J.O) setur fundinn og býður fólk velkomið.


2. Fundargerð 82. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 12. apríl 2012.


Varaformaður fer yfir fundargerð 82. fundar.

3. Tómstunda- og æskulýðsmál. Kynning frá tómstunda- og æskulýðsfulltrúa.


Björn Valur, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fer yfir starfið s.l. mánuði. Fram kemur í hans máli að hann hafi hug á að koma oftar á fundi nefndarinnar til að halda henni betur upplýstri. Nefndin þakkar Birni greinargóða kynningu og býður hann velkominn á fundi nefndarinnar svo oft sem þurfa þykir.
Kynningu Björns má sjá á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.


4. Mánaðarskýrsla skólastjóra fyrir apríl 2012.


Varaformaður fer yfir skýrsluna í forföllum skólastjóra. Fræðslu- og skólanefnd hvetur foreldra og alla íbúa að kynna sér mánaðarskýrslur skólastjóra sem eru mjög upplýsandi um starfið í skólanum. Heimasíðan er: http://www.skoli.hvalfjardarsveit.is/ og hægra megin á forsíðu er grátt box merkt „Flýtileiðir“ þar sem auðveldlega má nálgast mánaðarskýrslur.


5. Undanþágubeiðni á reglum leikskóla. Dags 7.2. 2012.


Bókun: Fræðslu- og skólanefnd hafnar beiðninni að svo stöddu. Skólinn er fullsetinn um þessar mundir. Tekið verður tillit til beiðninnar þegar starfsmannaþörf skólans verður endurmetinn í lok sumars.


6. Viðhorfskönnun starfsmanna skólans 2012.


Varaformaður fer yfir könnunina. Rætt var hvort hægt væri að sjá niðurstöður könnunarinnar sundurliðaðar á sviðin þ.e. leikskólasvið og grunnskólasvið. Rökin eru að sviðin geti brugðist við niðurstöðum betur. Varaformaður tekur að sér að athuga möguleika þessa. Fram kemur að stofnaður verður hópur til að vinna úr því sem betur má fara í skólastarfi. Hópinn mun skólastjóri leiða í samvinnu við sviðstjóra og trúnaðarmenn skólans. Miklar og góðar umræður um aðkomu / hlutverk skólanefndar að erfiðum málum sem upp koma í skólanum.


7. Skólastefna skólans. Til kynningar.


Fræðslu- og skólanefnd líst vel á stefnuna enda tónar hún vel við drög að skólastefnu sveitarfélagsins 2012-2015.

8. Danmerkur ferð 10. Bekkjar. Frásögn kennara.


Katrín Rós Sigvaldadóttir, dönskukennari segir frá ferðinni og sýnir Power Point kynningu. Fræðslu- og skólanefnd þakkar Katrínu vel framsetta og fróðlega kynningu. Áhugasamir geta nálgast kynninguna á heimsíðu skólans.

9. Nafn sameinaðs leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.


Samantekt: Á 126. fundi sveitarstjórnar þann 24. apríl s.l. var samþykkt nafn á sameinaðan leik- og grunnskóla í Hvalfjarðarsveit eftir að niðurstöður skoðanakönnunar lágu fyrir. Skoðanakönnunin var gerð meðal kosningabærra íbúa í Hvalfjarðarsveit. Nafn á sameinaðan leik- og grunnskóla er Heiðarskóli, nafn á grunnskólasvið er Heiðarskóli og nafn á leikskólasvið er Skýjaborg. Í erindisbréfi fræðslu- og skólanefndar, kafla III – 19 gr. stendur „Fræðslu- og skólanefnd gerir tillögu til sveitarstjórnar um nafngift skóla.“ Að því sögðu gerir fræðslu- og skólanefnd eftirfarandi bókun:


Í umræðum í sameiningaferli skólanna var tíðrætt um að ekki skildi halla á minni eininguna þ.e. leikskólann við sameiningu. Einnig kom fram hjá meirihluta dómnefndar í nafnasamkeppni, hinni fyrri, að ekki væri við hæfi að velja núverandi nafn annarar skólastofnunarinnar, sem yfirnafn skólans. Túlkun fræðslu- og skólanefndar á niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var nú í apríl er sú að meirihluti kjósenda vilji ekki breyta núverandi nöfnum skólasviðana. Því gerir nefndin eftirfarandi tillögu til sveitarstjórnar, eins og henni ber að gera skv. erindisbréfi: Yfirnafn skólans verði Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar. Grunnskólasvið verði Heiðarskóli og leikskólasvið verði Skýjaborg.

Faglegt mat skólastjóra er nú eins og fyrr að finna eigi nýtt nafn á sameinaðan skóla fremur en nota annað hvort gömlu nafnanna á nýja stofnun. Um það skapist betri sátt í skólasamfélaginu og jafnræðis sé með því gætt milli starfa fólks innan stofnunarinnar. Hún hefur því líst stuðningi við ofangreinda bókun fræðslu- og skólanefndar.


10. Önnur mál.

 

  • 25. Fundur Foreldrafélags Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. Haldinn á Laxárbakka 3. apríl 2012, kl. 20:00.
    D.H. fer yfir fundargerðina.
  • Sameiginlegur fundur foreldrafélags Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit og foreldraráðs/félags leikskólans Skýjaborgar. Haldinn í skóla Hvalfjarðarsveitar, grunnskólasviði, 10. apríl 2012, kl. 18:10.
    D.H. fer yfir fundargerðina.

  • Fyrirspurn um fjármuni sem ætlaðir voru til standsetningar bókasafns grunnskólans. Æskilegt er að fá bókasafnsfræðing í verkefnið nú í sumar svo bókasafnið verði tilbúið til notkunar við skólasetningu í haust. Formanni falið að athuga málið.
  • Fyrirspurn um hvort hægt væri að fresta framkvæmdum við sparkvöll Heiðarskóla, vegna öryggissjónarmiða, þar til skóla líkur þann 31. maí n.k. Formanni falið að athuga málið.


11. Erindi vegna stuðnings. TRÚNAÐARMÁL.


Trúnaðarmál fært í trúnaðarbók.

 


Fundi slitið kl. 20:14


Arna Arnórsdóttir
Sigurbjörg Kristmundsdóttir
Valgerður Jóna Oddsdóttir
Hlynur Sigurbjörnsson sem ritar fundargerð

 

Skýrsla æskulýðs- og tómstundarfulltrúa fyrir veturinn 2011-2012

 

Efni síðunnar