Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

77. fundur 24. nóvember 2011 kl. 17:45 - 19:45

Arna Arnórsdóttir, Bjarni Jónsson, Hlynur Máni Sigurbjörnsson, Valgerður Jóna Oddsdóttir og Birna María Antonsdóttir sem ritar fundargerð.


Auk þeirra Ingibjörg Hannesdóttir skólastjóri, Katrín Rós fulltrúi kennara grunnskólasviðs, Þórdís Þórisdóttir fulltrúi kennara leikskólasviðs,

Sigurbjörg Kristmundsdóttir fulltrúi foreldrafélags Heiðarskóla og Brynjólfur Sæmundsson fulltrúi foreldrafélags leikskólabarna.

1. Setning fundar.


Formaður setti fundinn og bauð fólk velkomið.

2. Fundargerð 76. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 3. nóvember 2011.

Formaður fór yfir fundargerð 76.

3. Nafnasamkeppni um nýtt nafn á skóla Hvalfjarðarsveitar. Val um nafn úr nafnasamkeppninni. TRÚNAÐARMÁL.


Formaður bað Hlyn að stjórna umræðum undir þessum dagskrárlið.
Hlynur bar upp tillögu að vinnufyrirkomulagi sem allir fundarmenn voru sammála um.

 

Farið var yfir lista með öllum nafnatillögum sem borist höfðu inn í nafnasamkeppnina. En 128 aðilar sendu inn samtals 231 tillögu. Alls bárust 116 nafnatillögur. 38 tillögur voru með tvær tilnefningar eða fleiri en 78 tillögur voru með eina tilnefningu. Tekin voru út þau nöfn sem allir á fundinum voru sammála um að taka út. Eftir stóðu 10 nöfn.


Farið var yfir niðurstöðu úr kosningu starfsmanna skólans á nafnatillögunum sem fram fór tveimur dögum áður. Fyllt var inní 10 nafna listann þau atkvæði sem nöfnin höfðu hlotið í þeirri kosningu.


Einnig var fjöldi tilnefninga þessara 10 nafna úr nafnasamkeppninni sett inn.


Eftir það fór fram leynileg kosning þar sem hver fundarmaður skrifaði 5 nöfn af þessum 10 sem hann vildi sjá halda áfram á næsta stig.


Bjarni safnaði saman miðunum, Hlynur las upp og Vala skráði atkvæði. Tekin voru út þau nöfn sem höfðu hlotið 3 eða færri atkvæði. Eftir stóðu 6 nöfn.


Aftur fór fram leynileg kosning þar sem fundarmenn skráðu 3 nöfn sem þeir vildu sjá halda áfram á næsta stig.


Umræður urðu um niðurstöðuna og ákveðið var að halda 3 nöfnum og að fundarmenn skyldu koma saman aftur eftir helgi.


4. Önnur mál.


Engin.

 


Fundi slitið kl. 19:47


Arna Arnórsdóttir
Bjarni Jónsson
Hlynur Máni Sigurbjörnsson
Valgerður Jóna Oddsdóttir
Birna María Antonsdóttir sem ritar fundargerð

Efni síðunnar