Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

67. fundur 09. júní 2011 kl. 17:45 - 19:45

Valgerður Jóna Oddsdóttir, Sigurbjörg Kristmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Hlynur Máni Sigurbjörnsson og Arna Arnórsdóttir sem ritar fundargerð.
Helga Harðardóttir fulltrúi kennara Heiðarskóla, Sigurður Sigurjónsson leikskólastjóri Skýjaborgar, Sara Margrét Ólafsdóttir fulltrúi kennara
Skýjaborgar, Guðný Kristín Guðnadóttir fulltrúi foreldra Skýjaborgar og María H. Eggertsdóttir fulltrúi foreldra Heiðarskóla.

1. Setning fundar.


Varaformaður setur fundinn og býður fólk velkomið.


2. Fundargerðir 64. og 65. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 16. maí og 24. maí 2011.


Farið yfir fundargerðirnar.


3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir maí 2011.


Mánaðarskýrsla Heiðarskóla 9. júní 2011
10. bekkur kom heill heim frá Danmörku og var mikil ánægja með ferðalagið en börnin höfðu á allan hátt verið til skemmtunar og fyrirmyndar
í ferðinni. Vorprófin voru á sínum stað. 5 nemendur úr níunda og tíunda bekk þreyttu próf í ensku 203 við FG. Tveir nemendur úr tíunda bekk þreyttu próf í íslensku 103 og einn úr tíunda bekk í náttúrufræði 103. Náðu
allir þessir nemendur prófunum og fengu frábæra umsögn frá fjarkennslustjóra þeirra FG manna. Hlýtur svona árangur ekki að styðja
það að Heiðarskóli sé „góður „skóli? Ef hugsað er í tölfræði eru þetta 36 %
af nemendum tíunda bekkjar og 22% af nemendum níunda bekkjar, sem hafa tekið í vetur framhaldsskólaensku 103 og 203 náð sér þannig í 6
einingar. 14% tíundubekkinga stunduðu nám í framhaldsskólaíslensku á vorönn og 7% í náttúrufræði. Skólapróf voru einnig þreytt í öllum bekkjum
um miðjan maí. Vorskólanum lauk þriðjudaginn 17. maí og höfðu þá elstu
nemendur leikskólans komið fjórum sinnum með skólabílum og verið heila skóladaga. Útikennsludagar voru 19 – 24 maí. Fyrsta deginum eyddum
við í Fannahlíð í „Survivour“ verkefni sem Helena Bergström bar hitann og þungann af að skipuleggja. Þrátt fyrir frekar kalt verðurfar skemmtu allir sér vel þennandag. Hinum dögunum var síðan eytt við skólann í útikennslu ýmiskonar. Lögreglan kom í heimsókn og skoðaði hjólin sem yngri krakkarnir höfðu komið með í skólann og reynt var að fara í styttri hjólatúra en veður var frekar leiðinlegt þessa daga svo ekki var hægt að gera allt sem til stóð..... Unglingadeildin fór í þriggja daga ferðalag um Skagafjörð, þau fóru írafting og fleira skemmtilegt, sjötti og sjöundi bekkur fóru í menningarferð á Akranes.Grænfána númer tvö var flaggað á umhverfisdeginum 26 maí. Þann dag var einnig unnið að ýmsum umhverfis og gróðursetningarverkefnum s.s. eins og að setja niður kartöflur/gulrætur. Planta plöntum í uppeldisreit, planta stærri plöntum
úr uppeldisreit, reita frá plöntum, klippa, bera á, hreinsa rusl ofl. Íþróttadagurinn var síðan síðasti skóladagur nemenda og var hann með
hefðbundnu sniði. Skólaslit vorum þriðjudaginn 31. maí. Kennarar unnu
fram til 3. júní. Almennir starfsmenn og fráfarandi stjórendur fara í sumarleyfi þann 20. júní n.k. Kveðja Helga Stefanía


Bókun: Fræðslu- og skólanefnd óskar Heiðarskóla til hamingju með Græn
fána númer tvö


4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir maí 2011


Mánaðarskýrsla Skýjaborgar maí 2011
Elstu börnin fóru sína síðustu heimsóknir í Heiðarskóla 13. og 17. maí.
Útskriftarferðin var 25. maí og að þessu sinni var farið á Kúludalsá í dásamlegu veðri.
Börnin fræddust um íslenska hestinn, fóru á hestbak, elduðu í skóginum og fóru í
fjöruna. Frábær dagur og við þökkum Ragnheiði fyrir móttökurnar.
Útskrift var síðn 1. júní í leikskólanum og buðu útskriftarnemendur foreldrum sínum,
systkinum, ömmum og öfum í kökuhlaðborð. Allir fengu útskriftarskjal, möppu með
verkefnum vetrarins, disk með myndum frá upphafi skólagöngu sinnar og birkiplöntu.
Árleg sveitarferð var farin 17. maí að Bjarteyjarsandi. Að vanda var vel tekið á móti
okkur og þökkum við Bjartey og foreldrum hennar kærlega fyrir góðar stundir síðustu
ár. Það var farið í fjöruna, fjárhúsin, grillað og leikið sér.
Íþróttaálfurinn heimsótti okkur 10. maí og sýndi okkur nokkrar æfingar og hvatti alla
til að borða hollan og góðan mat.
20. maí var bauð foreldrafélagið upp á vorhátíð/sveitahátíð. Að þessu sinni var settur
upp lítill húsdýragarður og allir fengu að fara á hestbak.
27. maí var starfsdagur í leikskólanum og nýttum við hann til að sækja ráðstefnu og
sýningu í tilefni stóra leikskóladagsins í Háskóla Íslands.
7. júní var árlegur hjóladagur í leikskólanum og komu börnin með hjól í leikskólann
og æfðu sig í að hjóla á planinu við stjórnsýsluhúsið.
Síðustu vikur hefur verið mikið álag á starfsfólki leikskólans. Mikið er um veikindi og
eitthvað um sumarfrí og höfum við fengið Karólínu Borg til að aðstoða okkur síðustu
vikur.
Sigurður Sigurjónsson
Leikskólastjóri


5. Umsókn um undanþágu á reglu um lágmarksaldur við inntöku barns á
leikskólann Skýjaborg.


Bókun: Fræðslu- og skólanefnd samþykkir undanþágu um vistun þar sem
ekkert dagforeldri er starfandi í sveitarfélaginu. Vistun getur hafist í samráði
við leikskólastjóra.


6. Niðurstöður úr viðhorfskönnun foreldra nemenda í Heiðarskóla í maí 2011.


Kynning.


Farið yfir niðurstöður úr könnun.


7. 19. fundur foreldrafélags Heiðarskóla.


M.H.E. fer yfir fundargerðina.


8. Forvarnarstefna Hvalfjarðarsveitar.


Bókun: Fræðslu- og skólanefnd leggur til að höfð verði samvinna við
Fjölskyldunefnd og æskulýðsfulltrúa að vinnu við forvarnarstefnu
Hvalfjarðarsveitar. Lagt er til að ofangreindir aðilar skipuleggi vinnufund með
fulltrúum hagsmunaðila. Stefnt verði að því að þessi vinna hefjist í haust.


9. Önnur mál.


Kynning á skóladagatali Heiðarskóla. Umræður um tímasetningar á
foreldraviðtölum.
Umsókn Söru Margrétar Ólafsdóttur, leikskólakennara um námsleyfi.


Bókun: Fræðslu- og skólanefnd fagnar umsókninni og óskar bréfritara til
hamingju með samþykkta inngöngu í Háskóla Íslands. Fræðslu- og
skólanefnd hvetur því sveitarstjórn til að samþykkja beiðnina þar sem nefndin
telur að menntunin geti eflt enn frekar faglegt skólastarf í sveitarfélaginu.
Umsókn um aukningu á stöðuhlutfalli við leikskólann Skýjaborgar v/
sérkennslu.
Fræðslu- og skólanefnd samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti. Með því vill nefndin
tryggja að nemandinn fái viðeigandi stuðning á meðan á leikskólagöngu
stendur.

 


Fundi slitið kl. 20:00


Valgerður Jóna Oddsdóttir
Sigurbjörg Kristmundsdóttir
Bjarni Jónsson
Hlynur Máni Sigurbjörnsson
Arna Arnórsdóttir sem ritar fundargerð

Efni síðunnar