Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

41. fundur 04. júní 2009 kl. 13:00 - 15:00

Mættir:

Hlynur M. Sigurbjörnsson, Bjarni Jónsson, Valgerður Jóna Oddsdóttir, Þórdís Þórisdóttir og Lára Ottesen sem ritar fundargerð.

Auk þeirra Helga Stefanía Magnúsdóttir skólastjóri Heiðarskóla, Sigríður Lára Guðmundsdóttir fulltrúi kennara Heiðarskóla,

Sigurður Sigurjónsson skólastjóri Skýjaborgar, Sara Margrét Ólafsdóttir fulltrúi kennara Skýjaborgar, Guðný Kristín Guðnadóttir fulltrúi foreldra Skýjaborgar.

Dagskrá

1. Setning fundar.

2. Formaður fer yfir fundargerð 40. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 7. maí 2009.

3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir maí 2009.

4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir maí 2009.

5. Bréf dags. 26. maí 2009 er varðar beiðni um vistun barns yngra en 18 mánaða, í leikskólanum Skýjaborg

6. Bréf dags. 29. maí 2009 er varðar beiðni um vistun barns yngra en 18 mánaða, í leikskólanum Skýjaborg

7. Afgreiðsla sveitarstjórnar frá 12. maí 2009, er varða skólamál, lögð fram.

8. Bréf Helenu Bergström, dags. 24. apríl 2009, er varðar umsókn um eins árs launalaust leyfi frá kennslu við Heiðarskóla.

9. Bréf Írisar Drafnar Kristjánsdóttur, dags. 7. maí 2009, er varðar umsókn um tveggja ára launalaust leyfi frá kennslu við Heiðarskóla.

10. Kennsluskipulag Heiðarskóla veturinn 2009-2010, lagt fram til kynningar.

11. Bekkjarskipulag Heiðarskóla veturinn 2009-2010, lagt fram til kynningar.

12. Spá um skólaakstur Heiðarskóla veturinn 2009-2010, lagt fram til kynningar.

13. Skóladagatal Heiðarskóla veturinn 2009-2010. Til umsagnar.

14. ”Forvarnir eru besta leiðin !” Áskorun frá ráðstefnu á vegum ”Blátt áfram” haldin 19. og 20. maí 2009, lagt fram til kynningar.

15. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. maí 2009, er varðar drög að reglum menntamálaráðuneytisins um skólaakstur í grunnskóla. Til umsagnar.

16. Drög að innra skipulagi nýbyggingar Heiðarskóla. Til umsagnar.

17. Önnur mál.

 

Fundargerð

1. Setning fundar.

• Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og tilkynnti að

fulltrúi foreldra grunnskólans hefði boðað forföll og varamenn hefðu

ekki tök á að mæta.

2. Formaður fer yfir fundargerð 40. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 7. maí 2009.

3. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir maí 2009.

• Prófdagar voru hjá öllum nemendum, mismargir eftir aldri og umfangi.

• Vorferðir að þessu sinni hjá yngri deildum voru heima í héraði eins og

við segjum 1-4 bekkir fóru í gönguferð í góðu veðri og 5-7 bekkir fóru í

hjólaferð. Unglingarnir fóru í sína hefðbundnu 3 daga vorferð sem að

þessu sinni var í Þórsmörk. Þau Örn, Siggi og Elín fylgdu hópnum og

tókst ferðin ljómandi vel.

• Gróðursetningardagur var 28.maí. Þá mátti líka vera með hjól og fyrri

hluta dagsins var farið í minniháttar hjólaferðir. Lögreglan heimsótti

okkur og skoðuðu hjól þeirra sem það vildu og setti upp þrautabrautir.

Gróðursetningardagurinn sjálfur hófst klukkan 14:00 með

stöðvaskipulagi þar sem m.a. var gróðursett úr uppeldisreit, plantað í

uppeldisreit, klippt og snyrt, búnir til kransar úr afklippum, tínt rusl og

leikið sér. Klukkan 15:00 þennan dag kom fulltrúi frá Landvernd og

færði okkur Grænfánan sem við síðan flögguðum með stolti.

• Íþróttadagurinn var síðan 29.maí . Hann var með hefðbundnu sniði en

færri komu á hestum en oft áður enda veðrið ekki eins og best verður á

kosið. En þetta gekk allt saman ágætlega og við þurftum að elda inni

en ekki útigrill eins og venja er. Töltkeppnin var einnig á sínum stað.

• Skólaslit voru síðan í gær 3.júní og 11 nemendur útskrifaðir úr 10.bekk.

Við buðum fyrirtækjum í Hvalfjarðarsveit að kosta útskriftarverðlaun og

brugðust þrjú fyrirtæki við þeirri beiðni okkar en það eru Bjarmar ehf,

Hróar ehf og Norðurál.

• Fram að helgi eru frágangsdagar hjá kennurum og aðrir starfsmenn

með heilsársráðningu verða að vinna eitthvað í sumar. Stefnt er að því

að allir verði í fríi í júlí líka skólastjórar.

• 6 starfsmenn Heiðarskóla ætla að taka þátt í námskeiðum 8-12 júní

um uppbyggingarstefnuna er töluvert margir starfsmenn

Akraneskaupstaðar taka þá í þessu þ.e.a.s stór hópur úr Grundarskóla

og hópur af leikskólum bæjarins einnig. Námskeiðið er haldið í

Minneapolis.

• Skólastjórar reikna með að vera við vinnu út júnímánuð, taka sér

sumarfrí í júlí og koma aftur til starfa eftir verslunarmannahelgi.

4. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir maí 2009.

• Þann 13. maí fóru tveir elstu hópar leikskólans í vettvangsferð á

Akranes. Þar var slökkviliðið og leikskólinn Akrasel heimsótt. Börnin

fengu pizzu í hádeginu og tóku svo strætó til baka í leikskólann.

• 14. maí var síðasti vorskóladagur elstu barnanna.

• 15. maí fór elsti árgangurinn í útskriftarferð í Vatnaskóg í dásamlegu

veðri. Þar var farið í leiki, sungið, farið í gönguferð í skóginn, kirkjan

skoðuð, leikið í hoppukastölum og farið niður að vatninu. Frábær

dagur í alla staði.

• Vorhátíðin okkar var 20. maí og það er orðin hefð að foreldrafélagið

aðstoði okkur við þennan dag. Foreldrafélagið sá um að fá

hoppukastala og grilla pylsur. Við gerðum tilraun með að hefja dagskrá

fyrir hádegi sem heppnaðist ágætlega því þátttaka foreldra var svipuð

og verið hefur og börnin nutu dagsins betur.

• Starfsdagur 22. maí var með hefðbundnu sniði nema að við fengum

lánaða fundaraðstöðu hjá Landbúnaðarháskólanum Hvanneyri og

nýttum tækifærið til að skoða nýja leikskólann þar. Dagurinn fór í að

endurmeta líðandi starfsár og undirbúa það næsta.

• Tveir nemar úr 10. bekk Brekkubæjarskóla Akranesi komu í

starfkynningu hjá okkur 28. maí.

• Skýjaborgarleikar voru haldnir 27. maí. Börnin kepptu t.d. í

stígvélasparki, langstökki, vatnsblöðrukasti og spretthlaupi. Svo fengu

allir viðurkenningarskjal fyrir þátttöku.

• Útskrift elstu barnanna fór fram 27. maí. Börn og foreldrar hittust eftir

lokun leikskólans, börnin fengu útskriftarbók og tré að skilnaði og allir

gæddu sér svo á veitingum sem foreldrar buðu upp á í lokin.

• 29. maí fór allur leikskólinn í sveitarferð að Bjarteyjarsandi. Við

kláruðum hefðbundna dagskrá þrátt fyrir erfitt veður. Fjöruferð í byrjun

dags fyrir börnin á Regnboganum og allir í fjárhúsið og hlöðuna.

Húsráðandi grillaði ofan í okkur pylsur í hádeginu og síðan komst allur

hópurinn heim.

• 2. júní var hjóladagur og að þessu sinni nýttum við okkur nýtt bílaplan

fyrir framan stjórnsýsluhús Hvalfjarðarsveitar. Öll börnin komu með

hjólin sín og skemmtu sér mjög vel.

• 29. maí komu til okkar starfsmenn leikskólans Klettaborgar, Borganesi

og kynntu sér starfsemi Skýjaborgar.

• Fundur var 4 júní vegna notkunar endurvinnslu tunnunar sem tekin

hefur verið í notkun og farið yfir hvað betur megi fara.

5. Bréf dags. 26. maí 2009 er varðar beiðni um vistun barns yngra en 18

mánaða, í leikskólanum Skýjaborg.

• Beiðnin samþykkt samhljóða, enda liggur fyrir að pláss er til staðar og

starfsfólk nægt til að sinna viðkomandi. Móttöku og vistunartími

barnsins verði ákveðin af leikskólastjóra og foreldrum.

6. Bréf dags. 29. maí 2009 er varðar beiðni um vistun barns yngra en 18

mánaða, í leikskólanum Skýjaborg

• Beiðnin samþykkt samhljóða, enda liggur fyrir að pláss er til staðar og

starfsfólk nægt til að sinna viðkomandi. Móttöku og vistunartími

barnsins verði ákveðin af leikskólastjóra og foreldrum.

7. Afgreiðsla sveitarstjórnar frá 12. maí 2009, er varða skólamál, lögð fram.

• Lagt fram til kynningar.

8. Bréf Helenu Bergström, dags. 24. apríl 2009, er varðar umsókn um eins árs launalaust leyfi frá kennslu við Heiðarskóla.

• Samþykkt samhljóða.

9. Bréf Írisar Drafnar Kristjánsdóttur, dags. 7. maí 2009, er varðar umsókn um tveggja ára launalaust leyfi frá kennslu við Heiðarskóla.

• Samþykkt samhjóða. 10. Kennsluskipulag Heiðarskóla veturinn 2009-2010, lagt fram til kynningar.

• Lagt fram til kynningar

• Umræður urðu um hugmynd Heiðarskóla að breyttu skipulagi á

stundartöflu skólans. Skólastjóra, sveitarstjóra og formanni fræðsu og

skólanefndar falið að fara yfir þau atriði sem skoða þarf við slíka breytingu.

11. Bekkjarskipulag Heiðarskóla veturinn 2009-2010, lagt fram til kynningar.

• Lagt fram til kynningar.

12. Spá um skólaakstur Heiðarskóla veturinn 2009-2010, lagt fram til kynningar.

• Formanni, skólastjóra og sveitastjóra falið að fara yfir þessa spá með

hliðsjón af samningi um skólaasksur.

13. Skóladagatal Heiðarskóla veturinn 2009-2010. Til umsagnar.

• Samþykkt samhjóða.

14. ”Forvarnir eru besta leiðin !” Áskorun frá ráðstefnu á vegum ”Blátt áfram” haldin 19. og 20. maí 2009, lagt fram til kynningar.

• Umræður urðu um áskorunina. Fræðslu og skólanefnd leggur til við

skólana að hafa það í sínum verklagsreglum að krefja fólk sem ráða á

til starfa, um sakavottorð.

15. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. maí 2009, er varðar drög að reglum menntamálaráðuneytisins um skólaakstur í grunnskóla. Til umsagnar.

• Fræðslu og skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti þessar reglur.

• Umræður urðu um gæslu í skólabílum. Fræðslu og skólanefnd mælist

til við sveitastjórn að gerð verði tilraun með slíka gæslu á Akrafjallsleið

vestur, næsta haust.

16. Drög að innra skipulagi nýbyggingar Heiðarskóla. Til umsagnar.

Fræðslu og skólanefnd ítrekar :

• Að gera þarf ráð fyrir aðstöðu í anddyri fyrir fatahengi yngstu

bekkjardeilda skólans. Einnig að gert verði ráð fyrir merktum hólfum við

heimasvæði, sömu bekkjardeilda, til geymslu á aukafatnaði.

• Ekki er gert ráð fyrir sérstöku tölvuveri í skólanum, heldur verði notast

við tölvuvagna á hjólum. Fræðslu- og skólanefd beinir því til

sveitastjórnar að þetta sé haft í huga við endurnýjun á núverandi

tölvubúnaði skólans.

• Heimasvæði eru vel skipulögð að mati nefndarinna, og virðast bjóða

upp á fjölbreytta möguleika í samkennslu m.a.

17. Önnur mál.

• Skóladagatal leikskólans, lagt fram. Samkvæmt skóladagatali

leikskólans er bætt við fjórum hálfum starfsdögum sem nýttir yrðu til

starfsmannafunda. Fræðslu og skólanefnd samþykkir þetta fyrir sitt

leyti.

• Formaður lagði fram 9. fundargerð skólanefndar Tónlistarskólans á

Akranesi. Umræður urðu um fækkun nemenda úr Hvalfjarðarsveit í

tónlistarnámi.

• Bréf frá styrktarsjóði EBI lagt fram. Fræðslu- og skólanefnd kallar eftir

hugmyndum frá skólunum að framfaraverkefnum. Samþykkt að taka

málið upp á næsta fundi nefndarinnar, í ásúst.

• Þórdís Þórisdóttir hefur verið ráðin til starfa á leikskólanum Skýjaborg

og lætur því af embætti í skólanefnd, en þar hefur hún verið

varaformaður. Fræðslu og skólanefnd þakkar Þórdísi kærlega fyrir

samstarfið.

• Skólastjóri ítrekar að sveitafélagið móti stefnu um móttöku nýbúa.

• Fyrirspurn kom um hvort boðið yrði uppá samskonar reiðnámskeið og í

fyrrasumar, fyrir börn í sveitafélaginu. Formanni falið að skoða það

mál.

• Formaður fræddi okkur um stöðu mála vinnuskólans.

 

Fundi slitið kl 19.35

 

Hlynur Sigurbjörnsson Valgerður Jóna Oddsdóttir

Lára Ottesen Þórdís Þórisdóttir

Bjarni Jónsson

Efni síðunnar