Fara í efni

Fræðslu- og skólanefnd 2009-2014

36. fundur 05. febrúar 2009 kl. 17:45 - 19:45

Hlynur M. Sigurbjörnsson, Bjarni Jónsson, Valgerður Jóna Oddsdóttir, Þórdís Þórisdóttir og Lára Ottesen sem ritar fundargerð.

Auk þeirra Helga Stefanía Magnúsdóttir skólastjóri Heiðarskóla, Sigríður Lára Guðmundsdóttir fulltrúi kennara Heiðarskóla,

Sigurður Sigurjónsson skólastjóri Skýjaborgar, Sara Margrét Ólafsdóttir fulltrúi kennara Skýjaborgar, Guðný Kristín Guðnadóttir fulltrúi foreldra Skýjaborgar, 

María Hlín Eggertsdóttir fulltrúi foreldraráðs Heiðarskóla.

Dagskrá

1.    Setning fundar.

2.    Kynning Ragnheiðar Þorgímsdóttur á verkefninu ”Námshestar”.

3.    Formaður fer yfir fundargerð 35. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 8. jan. 2009.

4.    Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir janúar 2009.

5.    Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir janúar 2009.

6.    ”Varðliðar umhverfisings 2009”.  Verkefnasamkeppni grunnskólabarna í 5. – 10. bekk, lagt fram til kynningar.

7.    Bréf frá Félagi Tónlistarkólakennara, dags. 6. janúar 2009, er varðar ályktun um stöðu tónlistarkennslu í landinu.  Lagt fram til kynningar.

8.    Bréf frá Menntamálaráðuneyti, dags. 12. janúar 2009, er varðar eftirfylgni við úttektir á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla.

9.    Bréf  ”Saman-hópsins”, dags. 12. janúar2009, er varðar styrkbeiðni til forvarnarstarfs.  Lagt fram til umsagnar.

10.  Staðsetning nýbyggingar Heiðarskóla.  Hugmyndir hönnunarhóps lagðar fram til kynningar.

11.  Afgreiðslur sveitarstjórnar frá 13. janúar 2009, er varða skólamál, lagðar fram.

12.  Trúnaðarmál nr. 2.

13.  Önnur mál.

 

Fundargerð      

 1. Setning fundar.

·         Formaður setti fundin og bauð fundarmenn velkomna.

 

 1. Kynning Ragnheiðar Þorgímsdóttur á verkefninu ”Námshestar”.

·         Formaður bauð Ragnheiði velkomna .

·         Ragnheiður sagði okkur hvernig það kom til að hún fór af stað með þetta verkefni, einnig fræddi hún okkur um það sem hún hefur uppá að bjóða og hefur það að leiðarljósi að efla útikennslu í greinum sem tengjast náttúru og umhverfi því að mun auðveldara sé að kenna börnum á raunverulegum vettvangi.

·          Flest börn laðast að hestum. Þegar þau kynnast þessum öflugu og vingjarnlegu húsdýrum og vinna með þeim skerpist athygli þeirra og áhugi vaknar á því sem fyrir augu og eyru ber.

·         Nemendur  5. og 6.  bekkjar Heiðarskóla fóru til Ragnheiðar síðastliðið vor  og var mikil ánægja með þá ferð.

·         Formaður þakkaði Ragnheiði kynninguna sem var mjög áhugaverð.

 

 1. Formaður fer yfir fundargerð 35. fundar fræðslu- og skólanefndar dags. 8. jan. 2009.

·         Fræðslu- og skólanefnd óskar eftir því að sveitastjórn taki afstöðu til þess hvort sveitarfélagið / Heiðarskóli greiði fyrir nám þeirra grunnskólabarna sem stunda nám í framhaldsskóla.

·         Nefndin samþykkti að gera breytingu á 5. lið fundargerðar 35 .fundar.

 

 1. Mánaðarskýrsla skólastjóra Heiðarskóla fyrir janúar 2009.

·         Janúarmánuður hefur verið alveg indæll, veður hafa verið góð ekki raskað skólahaldi eins og í fyrra vetur. 

·         Þann 14. janúar komu þær stöllur í  Studio Strik í heimsókn til okkar ásamt hluta framkvæmdanefndarinnar og var starfsfólk mjög ánægt með þessa kynningu og sköpuðust góðar umræður. 

·         Þann 19.janúar fundaði stýrihópur Heiðarskóla um uppbyggingarstefnuna með samskonar hóp í Grundaskóla en þessir skólar eru á svipuðu róli í innleiðingarferlinu.  Skipst var á hugmyndum og var þetta mjög gagnlegur fundur.  Þess er að geta að Grundarskóli er á leið til Minniapolis  8. júní á námskeið og hafa nokkrir kennarar úr Heiðarskóla hugsað sér að slást í för með þeim.

·         Þann 20. janúar var fundur forsvarsmanna á Innrimel.

·         Leikskólabörnin heimsóttu okkur fimmtudaginn 22. janúar.

·         Unglingarnir héldu sundlaugarpartý fimmtudaginn 22. janúar.

·         Skólastjórar funduðu með Laufeyju og Hlyni mánudaginn 26. jan.  Þann dag var einnig tekin í notkun stimpilklukkan í Heiðarskóla og fyrsta vikan verður svona reynsluvika meðan fólk er að temja sér þennan nýja sið. 

·         Miðvikudaginn 28. janúar var Krakkakotið vígt með viðhöfn í lok skóladagsins, var þetta hin besta skemmtun sem allir nemendur og starfsmenn tóku þátt í .

·         Í dag er þorrablót í skólanum, skemmtun á sal milli 11 og 12 og þorramatur í hádeginu

·         Í dag funda einnig í skólanum skólastjórar samstarfsskólanna.

·         Hitakerfi skólans hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarna daga og miðvikudag var svo kalt að það var algerlega á mörkum að hægt væri að hafa starfsemi í húsinu.  Viðgerð hefst á morgun föstudag.

·         Í gær, miðvikudaginn 4. febrúar störtuðum við með látum verkefninu Ísland á iði eða lífshlaupið og allir í skólanum gengu í góða veðrinu niður að Leirárbrúnni og til baka.  Sumir gengu jafnvel lengra.  Keppni er í gangi milli starfsmanna sem taka þátt í átakinu í fjórum hópum.

·         Skólastjóri hélt fund sl. Þriðjudag með foreldrum í 10. bekk en ákveðið hefur verið að nýta 10.256 evru styrk sem fékkst úr Nordplus og fara með 10. bekk til Finnlands um miðjan mars.  Skólastjóri og eitt foreldri fara með hópnum.  Komið hefur verið á samskiptum við Finnska jafnaldra sem munu taka á móti okkar krökkum og þau ganga í finnskan skóla í viku og upplifa vonandi finnskan vetur með öllum þeim möguleikum sem hann hefur upp á að bjóða.  Verkefnið sem við vinnum með finnska skólanum er tengt náttúru og útivist.

 

 1. Mánaðarskýrsla skólastjóra Skýjaborgar fyrir janúar 2009.

·         Janúarmánuður byrjaði rólega hjá okkur en allt sett á fullt í skipulögðu starfi um miðjan mánuðinn. Sara Margrét  kom aftur til starfa og undibúningur fyrir þemastarf næstu vikna undirbúið. Hilda lagði grunninn að undirbúningi sem allir taka svo þátt í  að framkvæma. 

 

·         Friður er yfirhugtak sem fléttast inn í alla okkar vinnu sem og önnur hugtök sem eru alltaf ofarlega í okkar starfi virðing, sjálfstæði og samvinna. Við munum nota jóga og slökun sem hjálpartæki í þessari vinnu. Nú tölum við ekki lengur um að vera stillt heldur friðsæl.  Eitthvað hafa veikindi nemenda, barna starfsfólks og starfsfólks truflað vinnu okkar síðustu daga en mikið hefur verið um fjarvistir.

 

 

·         Hægt verður að fylgjast með vinnu okkar á vefsíðunni skyjaborgin.is þegar vinnan kemst á skrið.

 

·         Leikskólastjóri og aðstoðarleiksólastjóri fóru á fund og námskeið hjá félagi leikskólastjóra. Valgeir Skagfjörð ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun hélt fyrirlestur um hamingjuna.

 

 

·         Elstu börn leikskólans fóru í heimsókn í Heiðarskóla 22. Janúar og fengu að prófa  jógatíma, myndmenntartíma, tíma með 1.bekk, frímínuútur og að sjálfsögðu matsalinn til að fá hressingu.

 

·         Dagný iðjuþjálfi er farin í barnsburðarleyfi og óskum við henni og fjölskyldu hennar til hamingju með strákinn.

 

 1. ”Varðliðar umhverfisins 2009”.  Verkefnasamkeppni grunnskólabarna í 5. – 10. bekk, lagt fram til kynningar.

·         Skólastjóri upplýsti okkur um hvernig þetta verkefnið er unnið  í Heiðarskóla.

 

 1. Bréf frá Félagi Tónlistarkólakennara, dags. 6. janúar 2009, er varðar ályktun um stöðu tónlistarkennslu í landinu.  Lagt fram til kynningar.

 1. Bréf frá Menntamálaráðuneyti, dags. 12. janúar 2009, er varðar eftirfylgni við úttektir á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla.

·         Lagt fram.

 

 1. Bréf  ”Saman-hópsins”, dags. 12. janúar2009, er varðar styrkbeiðni til forvarnarstarfs.  Lagt fram til umsagnar.

·         Fræðslu- og skólanefnd leggur til við sveitstjórn að 10.000 kr styrkur verði veittur til hópsins, telur nefndin þetta þarft verkefni.

 

 1. Staðsetning nýbyggingar Heiðarskóla.  Hugmyndir hönnunarhóps lagðar fram til kynningar.

·         Formaður kynnti tillögurnar.

·         Nokkrar umræður spunnust um tillögurnar og framkvæmdina.

 

 1. Afgreiðslur sveitarstjórnar frá 13. janúar 2009, er varða skólamál, lagðar fram.

 

 1. Trúnaðarmál nr. 2.

 

 1. Önnur mál.

·         Formaður vakti máls á því hvernig leikskóli og grunnskóli eru í stakk búnir að taka á móti nemendum af erlendum uppruna.  Fræðslu- og skólanefnd leggur áherslu á að skólarnir fullvinni móttökuáætlun er þetta varðar, eins og ný menntalög gera ráð fyrir.

 

 

Fundi slitið kl. 19.45

 

 

 

Hlynur Sigurbjörnsson                                    Valgerður Jóna Oddsdóttir

Lára Ottesen                                                   Þórdís Þórisdóttir

Bjarni Jónsson

Efni síðunnar