Fara í efni

Fjölskyldunefnd 2009-2015

45. fundur 29. október 2014 kl. 16:30 - 18:30

 Ása Helgadóttir, Helgi Pétur Ottesen, Jónella Sigurjónsdóttir, Margrét Magnúsdóttir, Halldóra Halla Jónsdóttir í fjarveru Péturs Svanbergssonar.

Fundargerð ritaði Hildur Jakobína Gísladóttir, félagsmálastjóri

1.  Herdísarholt – umræða


Bókun: Rætt um málefni Herdísarholts.

2.  Drög að reglum um félagslega liðveislu


Bókun: Félagsmálastjóri kynnir drög að reglum um félagslega liðveislu sem nefndin samþykkir.


3.  Fyrirspurn um akstur í sundleikfimi eldri borgara


Bókun: Nokkrar umræður urðu um akstur í sundleikfimi fyrir eldri íbúa Hvalfjarðarsveitar.
Mótaðar verða reglur um aksturinn á næstu vikum.


4.  Málefni eldri borgara


Bókun: Rætt um fyrsta opna húsið sem var haldið þann 22. október sl. sem gekk mjög vel.


5.  Trúnaðarmál


Bókun: Niðurstaða færð í trúnaðarbók


6.  Önnur mál


Tillaga félagsmálastjóra um þjónustusamning fyrir eldri íbúa Hvalfjarðarsveitar lögð fram. Um er að ræða samning fyrir þá sem eru að fá félagslega heimaþjónustu. Í þjónustusamningi kemur fram hversu lengi þjónustunnar er óskað og þarfir metnar út frá nokkrum þáttum á
einstaklingsgrundvelli.


Bókun : Nefndin telur þetta þarft verkefni og felur félagsmálastjóra að útbúa þjónustusamninginn.

 


Fundi slitið kl.19:00.

Efni síðunnar