Fara í efni

Fjölskyldunefnd 2009-2015

32. fundur 03. desember 2012 kl. 17:00 - 19:00

 Halldóra Halla Jónsdóttir, Hannesína Ásgeirsdóttir, Margrét Magnúsdóttir, Ragna Björg Kristmundsdóttir og Stefán Ármannsson. Einnig sat fundinn Karl Marinósson félagsmálastjóri sem ritaði fundargerð.

 

1. Reglugerð um sérstakar húsaleigubætur fyrir Hvalfjarðarsveit.

Lögð fram drög að reglum um sérstakar húsaleigubætur.

2. Liðveisla og akstur fyrir vistmenn að Herdísarholti.


Samþykkt að veita liðveislu allt að 8 klst. fyrstu 4 mánuði ársins, endurskoðað að þeim tíma liðnum með tilliti til fjölda tíma.


Ennfremur samþykkt að greiða fyrir akstur vistmanna til vinnu og til læknis á Akranesi. Samkvæmt akstursdagbók, enda sé ýtrustu hagkvæmni gætt.

3. Samræmdar reglur á Vesturlandi vegna heimaþjónustu fyrir fatlaða.


Bókun þjónustuhóps frá 25. október lögð fram til kynningar.


4. Heimild til að veita jólauppbót


Samþykkt að greiða 25% af grunnfjárhæð framfærslukvarða í jólauppbót til þeirra sem hafa fasta framfærslu. Í dag kr. 35.000-

 


Fundi slitið kl. 19.00


Halldóra Halla Jónsdóttir,
Hannesína Ásgeirsdóttir,
Margrét Magnúsdóttir,
Ragan Björg Kristmundsdóttir
Stefán Ármannsson

Efni síðunnar