Fara í efni

Fjölskyldunefnd 2009-2015

22. fundur 04. júlí 2011 kl. 18:00 - 20:00

Ragna Kristmundsdóttir, Hannesína Ásgeirsdóttir, Margrét Magnúsdóttir, Sara Margrét Ólafsdóttir og Sævar Finnbogason sem ritar fundargerð.


Auk þeirra sat Karl Marinósson félagsmálastjóri fundinn.

 

1. Kynning á Framkvæmdaráætlun barnaverndarnefndar Borgarfjarðar og Dala 2010 - 2014, sem samþykkt var á fundi nefndarinnar þann 22. Júní s.l. Félagsmálastjóri kynnti hugmyndir um hvernig mætti hrinda áætluninni í framkvæmd. Nefndin felur félagsmálastjóra að ræða við skólastjóra um þessar hugmyndir og kynna niðurstöður þeirrar umræðu fyrir nefndinni.


2. Heimaþjónusta, skert þjónusta við 4 heimili í 3 vikur í Júlí mánuði vegna vöntunar á afleysingamanneskju í 3 vikur. Félagsmálastjóri sagði frá því að ekki tekist að manna afleysingar í heimaþjónustu í þrjár vikur vegna sumarleyfis og þeim aðgerðum sem gripið er til svo tryggja megi þjónustu við þá sem eru í metri þörf á meðan á því stendur. Allir þjónustuþegar hafa verið upplýstir um stöðuna. Þjónustan hefur að öðru leyti gengið vel.

 


3. Önnur mál

a. Formaður spurði Margréti, fulltrúa Hvalfjarðarsveitar út í um aðalfund valarheimilisins Höfða. Margrét sagði rekstur og afkomu Höfða í góðu horfi en hefur áhyggjur af niðurskurði sem hefur valdið því að ekki er hægt að nýta öll rými. Nefndin stefnir að því að heimsækja Höfða í haust.


b. Formaður spurði Félagsmálastjóra hvaða upplýsingar hann hefði um framgang samnings um málefni fatlaðra.
Félagsmálastjóri hefur upplýsingar um að virðist fara eðlilega af stað. Nefndin
hefur ekki séð fundargerðir þjónusturáðs eða haft fréttir af umræðum innan ráðsins. Formanni er falið að kanna hvernig megi tryggja betur upplýsingaflæði.

 

c. Formaður sagði frá hugmyndum sem Hjördís Stefánsdóttir kynnti formönnum þriggja nefnda í liðnum mánuði varðandi opin hús í Hvalfjarðarsveit sem hugsanlega mætti hrinda í framkvæmd næsta haust í tengslum við opnun nýs skóla. Nefnarmönnum þóttu humyndirnar jákvæðar og vilja boða Hjördísi á næsta fund nefndarinnar.

 


Fundi slitið kl. 19:58


Sara Margrét Ólafsdóttir,
Ragna Kristmundsdóttir,
Hannesína Ásgeirsdóttir,
Margrét Magnúsdóttir,
Sævar Finnbogason.

Efni síðunnar