Fara í efni

Fjölskyldunefnd 2009-2015

21. fundur 30. maí 2011 kl. 18:00 - 20:00

Ragna Kristmundsdóttir, Hannesína Ásgeirsdóttir, Sara Margrét Ólafsdóttir og Sævar Finnbogason sem ritar fundargerð.


Auk þeirra sat Karl Marinósson félagsmálastjóri fundinn

 

Formaður bauð nefndarmenn velkomna á fræðslufund Fjölskyldunefndar.


Formanni og félagsmálastjóra hafði verið falið að taka saman efni um helstu þætti starfs fjölskyldunefndar og kynna fyrir nefndarmönnum.


1.Formaður fjallaði um réttindi og skyldur nefndarmanna, vanhæfi, trúnaðarskyldu og fleira sem snýr að nefndamönnum, með hliðsjón af stjórnsýslu- og sveitarstjórnarlögu og samþykktum um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar.


2.Formaður kynnti einnig lagaumgjörð stjórnsýslulaga er lúta að málsmeðferð og hafa þannig áhrif á starf félagsmálanefnda.


3.Félagsmálastjóri kynnti ýtarlega lagaumgjörð og verklag í kring um félagslega aðstoð, fjárhagsleg aðstoð og þjónusta við aldraða og fatlaða og aðra þætti sem heyra undir svið nefndarinnar og félagsþjónustu Hvalfjarðarsveitar.


4.Félagsmálastjóri fór yfir samninga við önnur sveitarfélög og ríki, sem eru á sviði nefndarinnar og málefni þeim tengd.


5.Fyrirspurnir og umræður
Umræður spunnust um stefnumótunarhlutverk nefndarinnar og hlutverk hennar við mótun forvarnastefnu og í fleiri málaflokkum.

Fundi slitið kl. 19:55


Sara Margrét Ólafsdóttir,
Ragna Kristmundsdóttir,
Hannesína Ásgeirsdóttir,
Sævar Finnbogason sem ritar fundargerð.

Efni síðunnar