Fara í efni

Fjölskyldunefnd 2009-2015

17. fundur 31. janúar 2011 kl. 17:00 - 19:00

Sævar Ari Finnbogason, formaður (sem ritaði fundargerð í tölvu), Sara Margrét Ólafsdóttir, Margrét Magnúsdóttir, Hannesína Ásgeirsdóttir og Ragna Kristmundsdóttir. Einnig sat fundinn Karl Marinósson félagsmálastjóri.

 

1. Ákvörðun um viðmiðunarupphæð félagslegar aðstoðar – erindi beint til nefndarinnar á 101 fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.


Fjölskyldunefnd leggur til að grunnframfærsla verði hækkuð sem nemur vísitölu neysluverðs á tímabilinu frá 1 janúar 2010 til 1 janúar 2011. Nefndin mun í framhaldinu fylgjast með viðbrögðum Sambands íslenskra sveitarfélaga við erindi Velferðarráðuneytisins.

 

2. Félagsleg liðveisla, fyrirkomulag aksturs liðveitenda – erindi beint til nefndarinnar á 101 fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.


Nefndin leggur til að greitt verði fyrir akstur liðveitanda að hámarki samanlagt sem nemur einni ferð frá heimilli til Reykjavíkur og einni ferð frá heimilli til Akraness. Nefndin leggur áfram til að greiddur útlagður kostnaður liðveitanda vegna afþregingar og veitinga verði að hámarki  5000 kr. í mánuði hverjum.

 

3. Mál til kynningar: Er tímabært að bjóða öldurðum upp á að fá heimsendan mat frá eldhúsi Heiðarskól á starfstíma skólans?  Fyrir liggur samkvæmt samtali að hægt er að útvega máltíðir í Heiðarskóla.


Lagt fram til kynningar

 

Fundi slitið 19:44.

Efni síðunnar