Fara í efni

Fjölskyldunefnd 2009-2015

16. fundur 05. janúar 2011 kl. 17:00 - 19:00

 Sævar Ari Finnbogason, formaður (sem ritaði fundargerð í tölvu), Sara Margrét Ólafsdóttir, Halldóra Halla Jónsdóttir, Hannesína Ásgeirsdóttir og Ragna Kristmundsdóttir. Einnig sat fundinn Karl Marinósson félagsmálastjóri.

 

1. Yfirfærsla málefna fatlaðra


Formaður upplýsti nefndarmenn um stöðu yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga og hugsanlega samninga vegna þeirra.

 


2. Félagsleg liðveisla - fyrirkomulag aksturs
Enginn takmörkun eða efri mörk hafa verið ákvörðuð af Fjölskyldunefnd Hvalfjarðrsveitar hvað varðar það, hversu mikinn akstur og útlagðan kostnað skuli greiða vegna félagslegrar liðveislu. Þörf er á því að afmarka það hversu mikið er ekið í hverjum mánuði, bæði vegna samræmingar frá einu máli til annars og til þess að reglur verði skýrar.

 
Fjölskyldunefnd leggur til að greitt verði fyrir 150 km að hámarki í mánuði hverjum og að greiddur útlagður kostnaður liðveitanda vegna afþregingar og veitinga  verði að hámarki kr. 5000- í mánuði hverjum.


3. Kynnin á verklagsreglum varðandi innheimtu á vangoldnum leikskólagjöldum.

 

Nefndin ræddi hugmyndir um verklag við innheimtu og sendir sveitarstjóra þær til umfjöllunar (með  tölvupósti dags. 5. janúar 2001).


4. Trúnaðarmál.

 

Trúnaðarmál. Samþykkt og fært í trúnaðarmálabók.


5. Önnur mál.

 

5.1) Karl sagði frá úthlutun styrks Stéttarfélags Vesturlands við fjölskyldur í Hvalfjarðarsveit fyrir hátíðirnar.  5.2) Tekin fyrir með afbrigðum tillaga Hannesínu Ásgeirsdóttur, um mótun reglna um úthlutun styrkja fyrir hátíðir. Tillögu hafnað eftir umræðu. 

5.3) Bréf frá Velferðarráðuneytinu um framfærsluviðmið sveitarfélaga, dagsett 5 Jan 2011.
Lagt fram. 

5.4) Rekstraryfirlit Félagsþjónustu Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2010. Lagt fram. 

 

Fundi slitið kl 19:50

Efni síðunnar