Fara í efni

Fjölskyldunefnd 2009-2015

14. fundur 06. október 2010 kl. 17:00 - 19:00

Sævar Ari Finnbogason, formaður (sem ritaði fundargerð í tölvu), Sara Margrét Ólafsdóttir, Margrét Magnúsdóttir, Hannesína Ásgeirsdóttir og Ragna Kristmundsdóttir. Einnig sat fundinn Karl Marinósson félagsmálastjóri.

 

1. Fundur settur. kl 17:00

 

Formaður fór fram á afbrigði frá áður kynntri dagskrá varðandi röð dagskrárliða.

 

2. Starfsmannamál í heimaþjónusta.

 

Karl sagði frá ráðningu starfsmanns í heimaþjónustu.

 

3. Félagsstarf og opin hús í Hvalfjarðarsveit.

 

Formaður kynnti það sem gerst hefur í þessu máli frá síðasta fundi. Ákveðið er að stefna að tveimur opnum húsum fram að áramótum. Mögulegar dagsetningar eru þá 21 október og 28 nóvember. Miðað er við að dagskrá hefjist um kl 18:00 og að boðið verði upp á súpu og brauð. Unnið verður að dagskránni, haldinn fundur með félagasamtökum og gerð verður auglýsing þar sem þeim sem þurfa aðstoð við að komast á staðinn.

 

4. Mál til kynningar - Samningur um myndun þjónustusvæðis Vesturlands.

 

Formaður fór yfir stöðu mála. Lagt fram

 

1. Önnur mál.

 

Jafnréttisáætlun Hvalfjarðarsveitar lögð fram og rædd.

 

Fjölskyldunefnd ákveður að senda áætlunina til umsagnar og kynningar hjá samþykktahópi.

 

Fundi slitið kl 19:43

Efni síðunnar