Fara í efni

Fjölskyldunefnd 2009-2015

13. fundur 08. september 2010 kl. 18:00 - 20:00

Sævar Finnbogason sem ritaði fundargerð í tölvu, Hannesína Ásgeirsdóttir, Sara Margrét Ólafsdóttir, Halldóra Halla Jónsdóttir, Ragna Kristmundsdóttir og Karl Marinósson

1. Setning fundar.

 

2. Kosning ritara.

 

Hannesína Ásgeirsdóttir kosin ritari samhljóða.

 

3. Björn Valsson kemur á fundinn og ræðir um starf sitt.

 

Björn sagði frá starfi sínu og fyrirhuguðu félagsstarfi ungmenna í Hvalfjarðarsveit

 

4. Félagsstarf og opin hús í Hvalfjarðarsveit. Umræður um stefnumótun

 

Nefndin hyggst standa að opnu húsi tvisvar á þessu ári. Haft verður samráð við félagasamtök í sveitarfélaginu bæði varðandi dagskrá og utanumhald. Hannesínu og Sævari falið að vinna halda utanum málið fram að næsta fundi. Þá mun nefndin ákveða dagskrá og fyrirkomulag endanlega.

 

5. Umræður um mögulegar sparnaðarleiðir í félagsþjónustu.

 

Rætt var um tillögur um að breyta fyrirkomulagi aksturs eldri borgara vegna innkaupa, læknisþjónustu og annarra erinda. Nefndin leggur til að sama þjónustufyrirkomulagi verði viðhaldið og leitað leiða til þess að samnýta ferðir þar sem hægt er.

 

6. Erindi frá svæðisskrifstofu um málefna fatlaðra á Vesturlandi.

 

Svæðisskrifstofa fatlaðra á Vesturlandi, óskar eftir að sveitarfélagið greiði kostnað á móti Svæðisskrifstofu vegna þjónustu við fatlaðan einstakling í 40 klukkustundir á mánuði í 4 mánuði, eða þar til málaflokkurinn færist yfir til sveitarfélaga (sem áætlað er að verði um næstu áramót).

 

Fjölskyldunefnd beinir því til sveitarstjórnar að samþykkja fjárveitingu til að standa straum af þessu samkomulagi, alls 61.739 kr. Samþykkt samhljóða.

 

7. Trúnaðarmál

 

3 trúnaðarmál rituð í trúnaðarbók

 

 

Fleira var ekki gert

Fundi slitið kl 20:56

Efni síðunnar